Leita í fréttum mbl.is

Ögmundur farðu nú að slappa af

Ögmundur þú ágæti formaður BSRB átt heldur slappa spretti nú sem þingmaður.

  • Þú fullyrtir í vikunni að IMF mundi heimta að einkavætt yrði í heilbrigðiskerfinu, þar skorði verulega niður. Ekki heyrði ég neitt um það.
  • Þú fullyrtir að IMF mundi taka hér yfir stjórn á flestum sviðum efnahagslífsins og við gætum okkur ekki hrært.
  • Þú fullyrtir að við værum með þessu að skuldsetja ófædd börn okkar

Og þannig hefur þú látið. Nú stefnt er að því að við greiðum lánin okkar við IMF upp eftir 6 ár. Þannig að þau ófæddu börn þurfa að að fara að koma undir.

IMF hefur ætlar ekki að skipta sér neitt að innra skipulagi hér

Þeir fara aftur fram á að við:

  • Endurskoðum allt laga- og reglukerfi varðandi fjármálastarfsemi.
  • Höldum vöxtum háum
  • Reynum að draga úr útgjöldum eins og hægt er
  • Reikna með að við komumst yfir þetta á nokkrum árum

Óþarfi að hræða fólk meira en þarf Ögmundur.

Eftir 10 daga eða fyrr liggja þessar áætlanir væntanlega fyrir. Skoðum þetta þá.

Og síðan hvaða lausnir voru þið Vg að boða? Haldið þið að Norðurlöndin hefðu talið sig hafa efni á því að lána okkur hundruð milljarða án þess að einhver stofnun tæki út kerfið okkar til að sjá hvort að við réðum við að koma okkur á réttan kjöl? Heldur þú að við mundum lána einhverjum svona upphæðir án þess að kanna hvort að að þeir geti borgað til baka?

Nú er tími fyrir vinstri menn að snúa sér að því að fylgja því eftir að í þrengingum næstu mánaða og ára að standa vörð um þá sem minnst mega sín.


mbl.is Efnahagsnefnd fundi á morgun vegna IMF-láns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ef vinstri grænt framboð kemst einhvern tímann í ríkistjórn þá fara þeir að rífast við sjálfan sig.

Jón Gunnar Bjarkan, 24.10.2008 kl. 21:43

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hann er alltaf að ögmundast, en það er nýyrði yfir það að vera á móti öllu sem er gert.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 24.10.2008 kl. 21:57

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Og þeir eru ekki ennþá búnir að láta segjast. Þeir eru ennþá á móti IMF láni.

Jón Gunnar Bjarkan, 25.10.2008 kl. 04:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband