Leita í fréttum mbl.is

Sammála Samfylkngunni í Norðvesturkjördæmi.

Held að okkur sé nauðsynlegt að komast í ESB sem er sambandi nú 27 sjálfstæðra þjóða. Við erum nú að taka lán upp á hundruð milljarða til að reyna að lífaga krónuna við. Við erum háð útflutningi og það verður aldrei stöðugleiki á krónunni þannig að til þess að krónan falli ekki verðum við að safna þúsundum milljarða í gjaldeyri og ofan á skuldir okkar núna er það ekki mögulegt.

Auk þess segja allir hagfræðingar, formenn allra samtaka á vinnumarkaði og meirihluti þjóðarinnar að ef við ætlum að vera til sem þjóð verðum við að komast þarna inn. Við mundum ekki lifa af aðra svona sveiflu  í nánustu framtíð sem sjáfstæð þjóð.

Spyrjið

Guðmund Ólafsson Hagfræðing

Ólaf Ísleifsson Hagfræðing

Friðrik Már Baldursson Hagfræðing

Þorvald Gylfason hagfræðing

Gylfa Zoega hagfræðing

Vilhjálm Egilsson SA

Gylfi Arnbjörnsson ASÍ

Guðmund Gunnarsson RÍ

Og í raun er sama hvern við hlustum á. Flestir sérfræðinga og formenn hagsmunasamtaka mæla allir með að farið verið í samningaviðræður um inngöngu í ESB og vinnu við að taka upp Evru í framhaldi af því.


mbl.is Aðildarviðræður við ESB strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þegar á bjátar má alltaf treysta á uppgjöf Samfylkingarinnar"

Gott að halda þessu til haga.  

Ef við ekki björgum okkur sjálf þá gerir það enginn og það þarf enginn að segja mér það að öðruvísi hefði farið ef einhver evra eða efra eða júra hefið veri gjaldmiðill.  

 Það er þjóðarframleiðslan sem skiptir mestu. Ekki myntin.

Aðild að ESB er það sama eins og biðja um aðild að Ráðstjórnarríkjunum en bara annar stimpill og sá er ekkert gæfulegri en hinn. 

101 (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Æ þetta er svo þreytt.  þjóðarframleiðslan hefur verið hér með ágætum en hún dugði ekki til. Það var krónan sem hætti að virka. Sem og að þjóðarframleiðsla okkar verður aldrei nóg til að viðhalda sér mynt.

Minni þig á hvaða lönd þú ert að tala um. Þú getur ekki sagt að ESB ríki yfir allri Evrópu. Og ef svo væri mundu lönd eins og Svíþjóð og Danmörk ekki vilja vera þarna inni. Eða segðu Finnland sem gekk í gegnum svona krísu eins og við fyrir 15 til 20 árum. Um leið og þeir voru komnir út úr því versta þá sóttu þeir um að ganga í ESB.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.10.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband