Leita í fréttum mbl.is

Hvað við græddum á bankabólunni?

Hér á eftir fara nokkur atriði sem við græddum á bankabólunni:

  • Margir fengu að prófa að hafa aðgang að Range Rover og Toyota LandCruser 200 og fleiri tegundum sem menn höfðu ekki prófað áður. En nú eru víst margir að skila þeim.
  • Sumir  fengu að fljúga í einkaþotum og hafa aðgang að þeim. Þurfa víst bráðum að losa sig við þær
  • Sumir  fengu að hafa þyrlur til afnota til að fara í sumarbústaðinn
  • Sumir  fengu að kaupa sér jarðir til að byggja sumarhallir sem þeir nota kannski nokkrum sinnum á ári
  • Sumir fengu að hlusta á fræga söngvara live í afmælisveislum
  • Margir fengu tækifæri á að kaupa sér hús og íbúðir mörgum sinnum stærri en þeir þurftu
  • Margir fengu tækifæri á kaupa falleg hús og annað hvort rifið húsin eða gert þau fokheld til að geta sett inn innréttingar sem kæmum þeim í Innlit útlit.
  • Margir keyptu áður verðlaus sumarhús á tugi eða hundruð milljóna til að rífa og byggja ný af þau voru á stöðum sem var flott að segjast eiga sumarhús.
  • Margir keyptu margra milljóna hjólhýsi sem þeir hafa kannski notað í 4 til 5 skipti síðustu ár.
  • Margir keyptu sér hús á Spáni sem þeir nýta sjálfir kannski í 1 til 2 mánuði á ári.
  • Svo má ekki gleyma fjórhjólum, vélsleðum og svoleiðis flottheitum sem standa hjá mörgum svo bara inn í skúr hjá mótorhjóli sem er notað nokkrum sinnum á ári.
  • Við eigum nú bæði í byggingu og fullbúið skrifstofu og verslunarhúsnæði sem dugar okkur næstu 100 árin.
  • Og íbúðarhúsnæði gamalt. tilbúið og í smíðum sem mundi duga öðrum þjóðum til að hýsa um 750 þúsund manns.

Svona bara smá listi. En segið þið svo að við höfum ekki notið okkar síðustu ár, þó að við verðum nú kannski að skila dótinu okkar og stóru eignunum ef við getum.


mbl.is Efnahagur myndi hrynja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já ekki gleyma því að venjulegt fólk fékk loksins að "kaupa" venjulegt þak yfir höfuðið á fjórföldu verði og á lánum sem þjónkast sem leiguliðalán fyrir bankana. Miklu framfarirnar það, að þak yfir höfuðið skyldi fjórfaldast í verði. Maður segir bara TAKK frjálshyggjunöttarar.

Ólafur Þórðarson, 30.10.2008 kl. 02:34

2 Smámynd: Johann Trast Palmason

haha þetta er brill

Johann Trast Palmason, 30.10.2008 kl. 04:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband