Leita í fréttum mbl.is

Skil ekki að fólk sé hissa á þessu

Nú síðustu mánuði hefur stefna sem byggir á hugmyndafræði Sjálfstæðismanna, Regan og Thatcher hrunið með miklum hvelli og skelfingu hér á landi og víðar. Hér hefur hún gegnið út á að markaðurinn fái nær algjört frelsi auk þess sem eftirlit hefur verið litið hornauga og kostnað við það haldið við hormörk. Markaðurinn átti að sjá um að leiðrétta sig sjálfur og þesshátta. Í landsfundasamþykkt xD 2007  segir m.a.


Hið opinbera þarf stöðugt að huga að því að lögbundið eftirlitskerfi verði ekki of íþyngjandi fyrir atvinnulífið og þarf að gæta þess að gera ekki óþarfar kröfur til atvinnulífsins og taka ekki upp meira regluverk en nauðsyn krefur. Þá skal lögð áhersla á að eftirlit verði eftir því sem kostur er í höndum einkaaðila, meðal annars með því að fyrirtæki njóti innra eftirlits. Það að ákvörðunarvald um hvaða kröfur skuli gerðar liggi hjá hinu opinbera, þarf ekki að þýða að ríkið þurfi sjálft að hafa allt eftirlitið með höndum. .......................

 Er svo fólk hissa á þvi að fólk er að átta sig á að þarna fer flokkur sem byggir á hugmyndafræði sem ekki stendur steinn yfir steini nú. Sem og andstaða þeirra við að skoða aðrar leiðir t.d. ESB. Þetta er að kosta okkur milljarða tugi eða hundruð nú í dag.


mbl.is Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ha ha, innra eftirlit. Þannig að ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði mátt ráða þá hefði fjármálaeftirlitið verið lagt niður og bönkunum treyst til að skoða sig sjálfa?

Sigurður Haukur Gíslason, 31.10.2008 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband