Leita í fréttum mbl.is

Hvar eru eigninar sem allur þessi peningur fór í?

Skv. stöð 2 í kvöld eru grunsemdir að 100 milljarðar hafi verið fluttir úr Kaupþingi inn á reikninga þar sem erfitt er að finna þá. Talað um 100 milljarða að minnsta kosti. Síðan var aflétt persónulegum ábyrgðum upp á 80 milljarða. Þessi upphæð er um 1/3 sem að ríkið er að reyna að fá lánað til að reyna að komast út úr verstu krísunni. Síðan má nefna þegar bankarnir innheimtu mikinn mmj03098260000_1_719371.gifgengishagnað. En síðan virðast öll lán hafa farið að mestu í skuldsettar yfirtökur. Að minnstakosti eru fá af þessum fyrirtækjum sem við þekkjum og hafa fengið lán hjá þessum bönkum, sem koma til með að lifa af að fá ekki meiri lán.

mmj03005920000_1_719365.gifMaður hefur jú heyrt um stór sumarhús og snekkjur en anskotinn hafi það hvar eru allir þessir peningar sem hafa streymt í gegnum bankana. Maður hefði haldið að 9 til 12000 milljarðar hefðu átt að sína sig í stórum eignum hérlendis og erlendis. EN þetta virðist að mestu vera skuldasúpur sem eru veð í þessum lánum. Hvar eru þá raunverulegu peningarnir sem bankarnir voru að fá lánaða?

Jú ég veit að eignir hafa rýrnað og allt það en bendi á að þetta eru það háar upphæðir að þær einar og sér mundu duga okkur til að reka allt landið í 12 til 15 ár Og jú eitthvað er hér í húsnæðislánum en samt.

Eru kannski bankar á "góðum stöðum sem eru að springa vegna Íslenskra peninga sem hafa streymt þangað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband