Leita í fréttum mbl.is

Vandamál víðar en hér.

Nú þegar allir eru að verða brjálaðir út af aðgerðaleysi stjórnarinnar hér er kannski ekki úr vegi að benda á að aðgerðir stjórna um allan heim virðast ekki vera að virka nógu vel og kreppan læðist nú inn í flest lönd. Ef við rennum yfir fréttir síðast sólarhring:

Viðskipti | mbl | 25.11 | 17:16

Frekari aðgerðir hins opinbera

Fréttamynd

Bandaríski seðlabankinn hyggst verja 800 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 112 billjóna króna, til að reyna að koma jafnvægi á fjármálakerfi landsins. Þessar aðgerðir koma til viðbótar 700 milljarða dala aðgerðaráætlun, sem Bandaríkjaþing samþykkti í haust. Meira

 

 

Viðskipti | AP | 25.11.2008 | 16:09

Boðar björgun í Frakklandi


Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, boðaði í dag viðamiklar aðgerðir á næstunni til þess að styðja við bíla- og byggingaiðnaðinn í Frakklandi sem hefur farið illa út úr efnahagskreppunni. Þetta kom fram í hringborðsumræðum sem forsetinn tók þátt í Valenciennes í Norður-Frakklandi í dag. Skýrði forsetinn ekki nánar út í hverju björgunaraðgerðirnar fælust.

Sagði Sarkozy að innan tíu daga myndu frönsk stjórnvöld kynna viðamiklar aðgerðir til þess að koma bílaiðnaðinum til aðstoðar og svipað yrði uppi á teningnum með byggingaiðnaðinn.

Franski bílaiðnaðurinn hefur átt undir högg að sækja undanfarna mánuði og hefur verið ákveðið að loka einhverjum verksmiðjum tímabundið í sparnaðarskyni. Um 10% af vinnuafla landsins starfa í bílaiðnaðinum og leggur Sarkozy mikla áherslu á að þau störf haldist í landinu.

 

Viðskipti | AFP | 25.11.2008 | 15:26

ESB veitir Lettlandi aðstoð

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti í dag aðgerðir til þess að bjarga næststærsta banka Lettlands sem var þjóðnýttur fyrr í mánuðinum. Segir í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni að aðstoðin sé nauðsynleg til þess að afstýra alvarlegri ókyrrð í efnahagslífi Lettlands.

Eru aðgerðirnar í takt við þær sem Evrópusambandið hefur veitt öðrum ríkjum ESB. Aðgerðunum eru settar takmarkanir í tíma og umfangi og verða eins litlar og mögulegt er til þess að þær hafi ekki samkeppnishamlandi áhrif.

 

 

Vísir, 25. nóv. 2008 10:09

Versti ársfjórðungur í sögu norska olíusjóðsins

Norski olíusjóðurinn tapaði 173 milljörðum norskra kr. á þriðja ársfjórðungi eða sem nemur um 3.500 milljörðum kr.. Er þetta þar með versti ársfjórðungur í sögu sjóðsins hvað taprekstur varðar.

Í frétt um málið á vefsíðunni E24.no segir að markaðsvirði sjóðsins við lok fjórðungsins hafi numið 2.120 milljörðum norskra kr. eða sem nemur nær 45.000 milljörðum kr..

Um 53% af eigum sjóðsins eru í hlutabréfum og er ástæða hins mikla taps nú að verð þeirra hefur lækkað töluvert í þeirri fjármálakreppu sem ríkir í heiminum.

 

Vísir, 25. nóv. 2008 08:31

Darling vill endurskoða innistæðutryggingakerfi Evrópulanda

Alistair Darling vill endurskoða innistæðutryggingakerfi ESB.

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, vill að innistæðutryggingakerfi Evrópsambandsuríkja verði endurskoðað í ljósi deilnanna við Ísland um Icesave-reikninga Landsbankans.

Í umræðum um fjárlög næsta árs á breska þinginu í gær greindi Darling frá því að hann hefði þegar ritað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins bréf þar sem farið væri fram á endurskoðun á tryggingakerfinu sem nær einnig til Evrópska efnahagssvæðisins.

Benti hann á að ekki væri hægt að ætlast til þess að breska ríkisstjórnin kæmi breskum þegnum sem lagt hefðu peninga sína inn í erlenda banka alltaf til aðstoðar. Vísaði hann þar til Icesave-reikninganna. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að hinn breski skattgreiðandi verði tryggjandi til þrautarvara," sagði Darling og bætti við að hann ætti von á skýrslu um málið með vorinu.

Sagði hann enn fremur við að menn hefðu lært það af fjármálakreppunni að tryggja þyrfti betur innistæður fólks í bönkum og hraðari afgreiðslu mála ef bankar færu í þrot

 

 

Ísland fer illa út úr kreppunni í samanburði við aðrar þjóðir

Ísland er meðal þeirra landa sem Efnahags- og framfarastofnunin OECD segir að fari verst út úr kreppunni. Stofnunin telur að iðnríkin séu á leið inn í lengstu og dýpstu kreppu sem þau hafi upplifað síðan á áttunda áratug síðustu aldar.

Það hafa fáar góðar fréttir borist utan úr heimi undanfarnar vikur. Og á því varð ekki breyting þegar Efnahags- og framfarastofnunin OECD birti framtíðarsýn sína í París í dag.

Schmidt-Hebbel sagði að atvinnuleysingjum ætti eftir að fjölga um átta milljónir í hinum þrjátíu aðildarríkjum OECD. Atvinnuleysi muni halda áfram að aukast fram á mitt ár 2010.

Tölur OECD benda til þess að þróunarríkin séu nú komin í niðursveiflu sem vari í að minnsta kosti í fjóra ársfjórðunga. Tveir ársfjórðungar í röð er almenn skilgreining á kreppu.

OECD nefndi nokkur aðildarríki þar sem kreppan verður sérstaklega þung meðal annars vegna lækkunar á húsnæðisverði. Meðal þeirra ríkja eru Ísland, Bretland, Ungverjaland, Írland, Lúxemborg, Spánn og Tyrkland.

Ekki er þó endalaust svartnætti hjá OECD. Það sést glæta um mitt ár 2009.
Síðan vitum við að í Bandaríkjunum eru bílarisarnir að falla. Meira að segja ætla þeir ekki að endurnýja samning við Tiger Woods!!!!! Og USA er að útbúa risa björgunarpakka. Við erum jú að taka að láni fjármuni í risavaxna björgunarpakka fyrir atvinnulíf og fjölskyldur. Held að okkur væri holt að gera okkur grein fyrir því að þó að ástandið sé sérstaklega erfitt hjá okkur þá höfðum við það umtalsvert betra enn aðrar þjóðir margar sem eru að lenda í þessari kreppu. Minni t.d. á að kaupmáttur hefur aukist hér um hvað eitthvað um 30% á síðustu árum. Það þarf að kreppa virkilega að til að kaupmáttur fari niður um svo mikið. 

 


mbl.is Herða þarf reglur um banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband