Leita í fréttum mbl.is

Þá gerum við það bara Björn!

Björn er auðsjáanlega búinn að gleyma því að í aðildarviðræðum við hin ýmsu lönd hefur verið samið um viðvarandi og tímabundnar undanþágur. Eins hefur ESB brett og tekið upp hjá sé þessar undanþágur sem viðbætur við stofnsáttmála. T.d. vegna landbúnaðar á norðlægum slóðum þegar að Svíar og Finnar gegnu inn.

En ef það er einhver huggun og auðveldar málið þá er hægt að hafa þjóðaratkvæði um þetta. Hefði nú haldið að það væri nú samt betra að hefja aðildarviðræður og geta lagt eitthvað fyrir þjóðina svo hún gæti tekið upplýsta ákvörðun. En Björn er auðsjáanlega á því að Fólkið séu fífl. Og hann og vinir hans viti þetta svo miklu betur. Eins og þegar þeir stóðu fyrir því að gefa bankana, aflétta nær öllum reglurm af þeim og atvinnulífinu, af því frelsið var svo frábært og mundi sjálft sjá um allt eftirlit. Og lækka skatta af atvinnulífinu af því að þá kæmi það í veg fyrir að menn reyndu að komast hjá sköttum með undaskotum. Hef nú ekki séð það síðustu daga þegar komið hefru í ljós að milljarðar hafa streymt í skattaparadísi í Kyrrahafi og Ermasundi. Held bara að flest sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sagt um efnahags- og peningamál hafi reynst rangt.


mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú talar um að Björn (og aðrir fullveldissinnar) sé "auðsjáanlega á því að fólkið sé fífl". En líttu frekar á þennan texta hins ágæta Gunnars Rögnaldssaonar um þitt heittelskaða Evrópubandalag, hvernig þar er farið með fólkið, ef það kýs ekki eins og Brysselvaldinu þókknast:

  • "Í byrjun var ákveðið að leyfa kjósendum að kasta atkvæði um þessa 400 blaðsíðna stjórnarskrá sem á að stýra 500 milljón manns. Það hlýtur að standa sitt hvað á þessum 400 blaðsíðum. En hvað gerðist þá?

    • Frakkar sögðu nei
    • Hollendingar sögðu nei
    • Írar sögðu nei
    Þetta eru 3 nei. En hvað gera menn þá? Jú það á ekki að leyfa þessum 500 milljón manns að segja hvað þeim finnst um þessa nýju stjórnarskrá. Það eru nefnilega næstum 500 milljón fábjánar í þessu bandalagi, samkvæmt skilningi þeirra sem taka ákvarðanir um þetta mál fyrir einmitt þessar 500 milljónir manns. Hreint ótrúlegt þetta Evrópusamband að ætla að byggja nýtt ríki með 500 milljón manns sem eru of vitlausir til að geta vitað í hvernig þjóðfélagi þeir vilja búa."

Jón Valur Jensson, 14.12.2008 kl. 01:17

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta sem Björn var að tala um var að kjósa um hvort við ættum að ræða við ESB. Hann ber við að enginn fái neitt í gegnum aðildarviðræður. En það er ekki rétt.

Það að hann vilji að fólk greiði atkvæði um hvort við eigum að ræða við ESB finnst mér óþarfi þar sem að fólk hefur þá ekki mynd af þeim samning sem hugsanlega gæti komist á.

Ef við ættum að hafa kosningar fyrir aðildarviðræður væri að mínu mati skynsamlegast að leggja samningamarkmið okkar fyrir þjóðina svo hún hafi eitthvað vitrænt að kjósa um. Umræðan hér byggist mikið á því að menn móta sér skoðun fyrirfram og fara svo á vefinn og leita að greinum sem styðja skoðun þeirra. Væri þá betra að fólk vissi markmið okkar fyrir samningum og kysi um það.

Að lokum er ljóst að við göngum ekki í ESB án þess að þjóðin greiði atkvæði um það.

Þetta með kosningu um Lissabonsamkomulagið var ákvörðun hverrar þjóð fyrir sig. Írar t.d. ákváðu og héldu fast í að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu og feldu þetta. Og þegar kannað var hversvegna þeir feldu þetta var að andstæðingar ESB höfðu afvegaleitt umræðuna og Stjórnvöld ekki kynnt þetta nóg. Þannig héldu Írar margir að þetta væri samningur sem mundi fylla ÍRLAND af erlendum verkamönnum og að þeir yrðu rétthærri en írar. Þetta er einmitt dæmi um áróður sem virkar á fólk sem ekki hefur sjálft kynnt sér málið.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.12.2008 kl. 12:11

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

"... andstæðingar ESB höfðu afvegaleitt umræðuna og stjórnvöld ekki kynnt þetta nóg" !!! Það var þá helzt, Magnús! Og þau fengu jafnvel aðra utan Írlands til að styðja sig. Þrýstingur kom frá Frakklandi og Þýzkalandi, sjálf Merkel mætti á svæðið til þess! Og einfalt er af þér að skrifa: "Þetta með kosningu um Lissabonsamkomulagið var ákvörðun hverrar þjóðar fyrir sig," því að stefna stóru, leiðandi landanna (þ.e. ráðamanna þar) var eindregið sú að sniðganga lýðræðíð. Svo skammizt þið fullveldisframsalssinnar yfir því, að við viljum í lengstu lög koma í veg fyrir, að okkar ráðlitlu ráðamenn setji gersamlega vanreifað mál og gervilausn, sem þar að auki er stórhættuleg, í þjóðaratkvæði! Sýnist þér þjóðin orðin svo upplýst um þetta mál, að hún geti tekið einhverja "ákvörðun"? Þarf hún ekki meiri umhugsunartíma en tvo–þrjá mánuði?!

Þú segir, að Írar hafi óttazt, að erlendir verkamenn yrðu "rétthærri en Írar", en það verður nógu slæmt, að erlendir verkamenn, m.a. Tyrkir – þegar EB neyðist til að taka þá inn vegna eigin manneklu, m.a. vegna allra fósturdrápanna í marga áratugi –, verði jafn-réttháir Írum og öðrum þjóðum í EB til vinnu. Söm yrðu örlög Íslands að þurfa að kyngja slíku og að flytja þar með inn aukavandamál sem hljótast myndu af verulegri fjölgun múslima hér á landi.

Jón Valur Jensson, 14.12.2008 kl. 12:57

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En nú er ESB búð að gera breytingar á samkomulaginu þannig að Írar geta kosið um þetta aftur. VIð skulum sjá hvað kemur út úr því.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.12.2008 kl. 22:15

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, það er alltaf kosið aftur, þangað til Brysselvaldið hefur haft sitt fram. En það er EKKI kosið aftur eftir það!

Jón Valur Jensson, 15.12.2008 kl. 03:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband