Leita í fréttum mbl.is

Auðvita gerum við það!

Við Íslendingar eru ekki það miklir bjánar að við frestum aðildarviðræðum. Við viljum kanna möguleika okkar og sjá hvað okkur biðst. Við vitum stöðu okkar núna. Við látum ekki þrönga hagsmunahópa ráða hér örlögum heillar þjóðar. Ef okkur bjóðast ekki ásættanleg kjör þá leitum við annarra leiða. En að lokum verður þjóðin einu sinni að fá að taka ákvörðun um framtíð sína en ekki einhver hópur misvitra stjórnmálamanna og sjáaskipaðra sérfræðinga. Förum í viðræður með skýr markmið. Fáum samningsdrög og svo verður það þjóðin sem segir af eða á um þetta mál.
mbl.is Rehn: Ísland gæti komið óvænt með aðildarumsókn 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn og aftur ítrekar Olli Rehn að við getum fengið hraðmeðferð til inngöngu í ESB. 

Hvað voðalega liggur ESB mikið á á að fá okkur í "góðgerðarfélagið" sitt ESB.  Hvað hangir á spýtunni?  - af hverju eru þeir svona "jákvæðir" fyrir því að fá okkur inn núna einmitt þegar samningsstaða okkar er afleit?  Hvað vilja þeir í staðinn?  - ég veit ekki til þess að ESB séu nein góðgerðarsamtök.  Alla vegana er það ekki mín reynsla miðað við það hvernig þeir tóku okkur í rassgatið í sambandi við IceSave-deilunu nú fyrr í haust.

Hmmmm.  Þetta er eitthvað grunsamlegt, - eða finnst ykkur það ekki???

Höskuldur P. Magg. (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 13:31

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Noegur gerði það líka. Sem og Bandaríkin og IMF þannig að heimurinn er á móti okkur. Eigum við að segja okkur úr lögum við heiminn?

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.12.2008 kl. 13:49

3 identicon

ESB stjórnaði þessu, en ekki Noregur.  Bandaríkin áttu nóg með sjálfa sig. 

Að auki hefur ISG verið að þenja sig gegn Bandaríkjunum og ögra þeim með því að vingast við Írandi, erkifjendur Bandaríkjanna.  Það eitt dugir til að styggja Vestrænar þjóðir.  Höfum við ekki nú þegar sagt okkur úr lögum við heiminn fyrir áeggjan ISG? 

Það er naumast hvað ISG er alltaf kokhraust.  Hún er með algjöra stórumáttarkennd.

Höskuldur P. Magg. (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 14:32

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég held að það hafi ekki heldur verið ESB heldur einstök ríki þar sem fóru fram á að samtök sín stæðu með sér. ESB gekk svo í að semja við okkur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.12.2008 kl. 15:08

5 identicon

ESB studdi nauðasamninga gegn okkur þannig að við verðum að taka á okkur drápsklyfjar næstu áratugi. 

Kröfurnar sem okkur er gert að taka á okkur eru hlutfallslega  margfalt þyngri en Þýskaland varð að taka á sig í stríðskaðabætur vegna fyrri heimstyrjaldarinnar.  

Þarna sést best hversu mikil góðgerðarsamtök ESB eru gagnvart smáríkjum.  Svo er til landráðafólk hér að landa sem vilja að auðmýkingin verði fullkomnuð með því að við skríðum til ESB.

Höskuldur P. Magg. (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 16:13

6 identicon

Afhverju þarf að fara í aðildarviðræður til að kanna hvað er í boði. Er ekki nóg að skoða það sem stendur í þeim samningum sem eru í gildi um inngöngu ríkja í ESB. Halda menn virkilega að hálfgjaldþrota þjóð geti sett einhverja skilmála. Nei...

Tobbi Villa (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 16:31

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Af því að hver og einn aðildarsamningur er einstakur. Það er samið um ákveðin atriði ´t.d. undanþágur tímabundnar og varanlegar. Sbr. sérákvæði varðandi byggð á norðlægum slóðum sem Svía og Finnar fengu. Þess vegna hafa þessar viðræður tekið að meðaltali 2 ár. Þetta eru 35 málefnaflokkar sem er samið um og við erum þegar búin að undirgangast minnstakosti 22  með EES og aðrir 3 til 5 eru mjög líkir þvi sem við höfum í lögum hjá okkur. Það sem kemur til með að þurfa að semja um er stjórn fiskveiða og hvernig styrkjum til landbúnaðar verður háttað. Þá þarf að reyna í þessum samningum að fá að taka evru upp hratt eða í það minnsta að tengja krónuna við evru.

Bendi mönnum á að nær öll lönd Evrópu eru komin í ESB eða búin að sækja um að komast inn. sbr þessa mynd hér:

Blár þýðir að þær eru í ESB grænn að þær eru búnar að sækja um eða lýsa vilja til þess og svo eru nokkrir gráir blettir sem eru þjóðir sem ekki eru í ESB og það er sláandi hvað þeir eru fáir

esb.jpg

Og flestar þessar þjóðir hafa gegnið í þetta bandalag fullvalda þjóða frá 1970 til 2007. Þannig að þær hafa allar séð sér hag í þessu. Bendi á Person sem var hér um daginn sagði að fyrir Svía hefði þetta skipt sköpum í miðri kreppunni að lýsa yfir að þeir ætluðu að ganga í ESB

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.12.2008 kl. 16:54

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

PS varðandi nauðasamningana þá var ekki ein einasta þjóð sem studdi okkur. Okkar málstaður var mjög hæpinn og byggði á okkar skilning á EES samninginum. Það voru 27 þjóðir sem skildu hann öðruvísi og töldu að með því að ganga að kröfum okkar þá væri verið að tefla öllum bönkum ESB í hættu. Og svo minni ég að við erum ekki í ESB og ef við hefðum verið þar og lent í svipaðri deilu við t.d. Norðmenn þá hefðum við krafist stuðnings frá ESB. þeirra hollusta er fyrst og fremst við sín aðildarríki.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.12.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband