Leita í fréttum mbl.is

Eigum við ekki að fara að huga að framtíðinni? Frekar en að eyða svona mikilli okru í að finna sökudólgana.

Finnst þessi ógnar áhugi fólks á að finna sökudólga og krefjast refsinga sé farinn að trufla okkur full mikið. Væri ekki skynsamlegast að koma þessum málum bara í rannsókn hjá aðilum sem við treystum og bíða eftir niðurstöðum þeirra

Er ekki nær að fólk fara að huga að því hvernig landi við viljum búa í framtíðinni? Finna leiðir til að ná þeim takmörkunum og hefjast handa.

Fjölmiðlar eru undirlagðir í svona gróusögum og flökkusögum sem eiga sér svo engar stoðir og bloggið slær allt út. Maður hefur heyrt um gríðarlega aukningar á sjálfsmorðum sem Landlæknir bar síðan til baka. Maður hefur heyrt um að heilu gámunum af göngum hafi verið eytt sem komu frá bönkunum. En nú á þessum tímum geta tölvusérfræðingar nær alltaf rakið slóð nær allra skjala og séð hvaða skjölum hefur verið eytt. Maður hefur heyrt að þessi og hinn sé að fá sérmeðferðir hjá bönkum en það verður kannað í rannsóknum.

Er ekki kominn tími til að fólk hér á Íslandi reyni að átta sig á sinni Útópíu og hvernig hægt væri að skapa þjóðfélag sem kemst næst því.

 

Af hverju eru dagblöð og fjölmiðlar ekki t.d. með fréttaskýringar varðandi ESB aðild. Þar sem að með almennilegri blaðamennsku er skýrt út fyrir fólki kostirnir og gallar. Hvað þarf að varast og hvernig aðrar þjóðir líta á aðild sína þar inni.?

Er hægt að skapa stöðuleika hér til framtíðar og hvað þarf til?

Er hægt að taka upp gjaldmiðil einhliða og hvað þarf þá til?

Af hverju eru hér ekki fréttaskýringar þar sem nákvæmlega er farið í hvernig aðrar þjóðir tókust á við sínar kreppur. T.d. Svíar, Finnar og fleiri lönd?

Af hverju er ekki komið fram frumvarp um fjölmiðla sem tekur á þvi að einn maður geti ekki átt alla fjölmiðlana. Þó fjölmiðlafrumvarp hafi verið dregið til baka hér um árið þá vildu allir lög um fjölmiðla?.

 

Ég vill að við förum að leggja áherslu á að framtíðina. Hverju megum við búast við næstu ár? Hvað þarf að gera til að komast sem fyrst út úr þessu? Hverju á að breyta til að koma í veg fyrir að þetta komi aftur fyrir? Og svo hverjir eiga að móta framtíð okkar?

Og í kjölfarið þá getum við kosið milli þeirra leiða sem okkur lýst á. Það gerum við með því að kjósa þann flokk sem kemst næst þeirri framtíðarsýn sem kjósandin hefur.

 


mbl.is Fyrrum bankastjórar koma ekki að rekstri Nýja Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rannsókn hjá aðilum 'sem við treystum'? Ég hef ekki heyrt þá aðila kynnta til sögunnar enn.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 19:06

2 identicon

Nope.....það að finna sökudólg breytir kannski engu á íslandi....enn á meðan umheimurinn getur ekki sett nafn á "sökudólginn" þá eru ALLIR íslendingar sökudólgurinn.  Og þar af leiðandi er mjög mikilvægt að einhver taki ábyrgðina svo að þessu létti. Og ef það skeður ekki bráðlega þá mun verr fara í samfélaginu...þetta getur versnað mikið ef að erlenda fólkið, ríkin, fyrirtækin og bankarnir munu ekki byrja að treysta okkur. Mikið vona ég að landinn fari að gera sér grein fyrir þessu áður enn landið verður gjaldþrota og ungmennin stinga af til annara landa....það má ekki ské.

EGJ (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 20:11

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Finnst bara að fjölmiðlar og allir séu að eyða öllum sínum kröftum að finna allt og alla sem hægt sé að kenna um. Finnst að við ættum að snúa okkur að því að taka lagaumhverfið í gegn og breyta þannig að þetta komið ekki fyrir aftur.

Ef að við hugsum Ísland sem fyrirtæki þar sem upp kæmi að stjórnendur og aðrir hefðu ekki staðið sig í að fylgjst með og nokkrir starfsmenn stefnt fyrirtækinu í hættu, þá mundi fyrirtækið endanlega rúlla ef að allir starfsmenn þess eyddu öllum kröftum sínum í að finna allt um þessa fáu starfsmenn. Yfirleitt er kallaðir til nokkrir menn í að rannsaka þetta mál og mál send til löggunar ef þau eru saknæm. Stjónrendur er skikkaðir af eigendum til að hætta eða taka upp nýjar og öflugar reglur. Fyrirtækið fær nýja farmtíðarsýn. En almennir starfsmenn snúa sér að því að byggja upp og bæta fyrirtækið. Því annars legst það á hliðina og allir tapa öllu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.12.2008 kl. 01:02

4 identicon

Ef mennirnir sem hafa verið kallaðir til að rannsaka málin eru vinir og vandamenn þeirra sem stóðu sig ekki, þá hlýtur einhver hinna almennu starfsmanna að taka málin í sínar hendur. Eða finna sér annað fyrirtæki til að vinna fyrir.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 07:47

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég held þegar við erum að tala um stór fyrirtæki eins og bankana í litlu landi. séu fáir hér á landi sem hafi ekki einhver tengsl við bankana. Og við ættum kannski að hætta að horfa svo mikið á það. Held að mest um vert að niðurstaða rannsóknar  standist skoðun. Það gæti erlendur aðili gert. Þ.e. vottað rannsóknina eftir að henni er lokið.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.12.2008 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband