Leita í fréttum mbl.is

Jæja nú er fylleríið búið. Næsta ár tökum við út timburmennina.

Nú þegar við erum búin að eyða 3 mánuðum í að kenna öllum öðrum á landinu um er nú komin nefnd til að rannsaka hvað gerðist hér eiginlega!!

  • Við höfum jú kennt útrásarvíkingum um! Réttilega
  • Við höfum kennt stjórnvöldum um! Réttilega
  • Við höfum kennt Bretum um! Réttilega

 

En við höfum forðast að skoða eigin  þátt í þessu. printing%20money

En ef fólk skoðar breytingar á lífsstíl okkar síðustu 5 árinn þá held ég að fólk átti sig á að stór hluti þjóðarinnar, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í þessu af líf og sál.

  • Afraksturinn mátti m.a sjá í búiðinni Góða hirðinum þar sem að nýleg húsgögn streymdu inn. 
  • Maður sá fólk kaupa hús í grónum hverfum á fullu verði og byrja á því áður en þau fluttu inn að rífa allt út úr húsunum, þó það væri fyllilega nothæft og síðan voru iðnaðarmenn í  marga mánuði að setja allt nýtt í húsin. Og þá þurfti að nota merkjavöru sem kostaði 3x meira en sambærileg vara bara ekki með rétt merki. Lengst gekk þetta í því að fólk hreinlega reif gamla húsið og byggði nýtt.
  • Fólk tók í upphafi húsnæðisbólunnar þátt í að yfirbjóða aðra við kaup á húsnæði þótt verðið væri komið langt yfir markaðsverð.
  • Fólk keypti nýja bíla í hrönnum. 1 bíl a.m.k. fyrir alla yfir 17 ára aldur. Minni á Range Rover wq-money-womanæðið.  Og síðan mótorhjól eða vélsleða eða fjórhjól.
  • Fólk var að kaupa fellihýsi, hjólhýsi á stærð við meðal sumarbústað, húsbíla og allir voru til í að losa sig við tjaldvagninn. Enda var það hallærislegt. Og fólk var kaupa sumarbústaði og smá skika fyrir upphæðir sem voru hærri en meðal íbúð í bænum
  • Fólk fór til sólarlanda 2 til 3x á ári. Það jafnvel keypti sér hús á Spáni.
  • Listinn gæti verið svo miklu lengri. Við gætum talað um sjávarpa, plasmasjónvörp, ipod, iphone, nýjar tölvur fyrir alla fjölskyldumeðlimi, gsm síma fyrir krakka frá 5 ára og fleira og poopmoneyfleira.

 

Og ofangreint hefði verið allt í lagi ef að fólk hefði ekki tekið allt þetta á lánum. 100% lánum!!!

Þarna liggja ófáir milljarðar sem bankarnir skulda núna.  Og ég held að almenningur ætti að athuga það að það var jú bullandi þátttakendur í þessu.  Jú jú það voru ekki allir en það voru samt andskoti margir. 

En nú er svo þægilegt að kenna öðrum um þetta allt.

Gleðilegt kreppuár!!!!


mbl.is Rannsóknarnefndin fullskipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband