Leita í fréttum mbl.is

Ég stór efast um að þessir krakkar hafi kosið hingað til.

Þessir krakkar sem þarna beita sér eru ekki í mínu nafni. Þessir krakkar hafa varla borgað skatta nema í nokkur ár í það mesta og búa flestir heima hjá mömmu. Þeir eru að nota tækifærið að fá útrás fyrir eyðileggingarþörf sína. Því þeir eru orðnir þreyttir á að eyðileggja strætóskýli og ruslafötur. Þetta vekur svo mikla athygli.

Svona skemdarverk skila nákvæmlega engu. Og eins og Ingibjörg sagði tala þessir krakkar ekki fyrir þjóðina. Enda hafa þau litla sem enga reynslu á þeim málum sem þau eru að mótmæla. Þau eru annað hvort í framhaldskóla eða í háskólum á lánum frá okkur. 


mbl.is Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Neddi

Þeir voru nú ansi aldraðir margir krakkarnir þarna.

Neddi, 31.12.2008 kl. 15:50

2 identicon

Það er kannski ekki skrítið að ungt fólk mótmæli. Hverjir haldiði að þurfi að sitja uppi með skuldirnar sem hafa safnast upp síðustu ár?

Gaman að sjá samt hvað margir voru að hlakka til að sitja í sófunum sínum og hlusta á þetta fólk afsala sig allri ábyrgð.

Sveinn Ólafsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:10

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Mér þætti gaman að vita hverju þau eru að mótmæla. Þau segja að? þau vilji að stjórnina frá! Hvað vilja þau í staðinn? Halda þau að Vg hefði höndlað þetta betur' Framsókn? Frjálslyndir? Hvað á fólk við með þjóðstjórn. Hvernig halda menn að samkomulag innan þjóðstjórnar væri? Utan þingsstjórn? Þá mundum við fyrst finna fyrir niðurskurði ef að hagfræðingar einir fengju að stjórna? Hvaða forsendur ættu þeir t.d. að hafa til að setja sig inn í málefni fatlaðra og öryrkja? Það tæki tíma sinn.

Styð fólk í í mótmæla en það verður að vita hvað það vill þá í staðinn. Það er ekki nóg að vera á móti það verður að vera einhver málstaður sem þjóðinn getur þjappað sér saman um.

Hér fyrir 40 árum varð að loka miðbænum þar sem að fólk fór þar um á áramótum og braut rúður og skemmdi. Þetta er sama sem þetta fólk vara að gera. Fá útrás! Starfsfólk Hótel Borgar eða Stöðvar 2 hafði ekkert sér til saka unnið og þetta fólk sem þarna fór offari hendandi grjóti í lögreglu og svo framvegis dæmir sig sjálft og það er þarna alls ekki í mínu nafni.

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.12.2008 kl. 16:28

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og skv. myndum borgu þarna aðalega fólk á aldrinum 15 til 25 ára. Krakkar sem hafa alist upp við að það sé í lagi að kaupa sér 17 ára Subaru 300 hestafla upp á milljónir á lánum. Krakkar sem voru börn þegar að bankarnir voru seldir og hafa því eins og aðrir ekkert þekkt nema að maður gæti fengið allt sem maður vildi og tekið lán fyrir öllu. Held að við getum sem foreldrar kennt okkur sjálfum um. Við höfum öll hagað okkur eins og vitleysingar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.12.2008 kl. 16:32

5 Smámynd: doddý

þetta er snúið mál þessi mótmæli. ég held að það besta í stöðunni sé að sniðganga kosningar þegar þær verða. það er mesta anarkíið sem völ er á án þess að gera sig að fífli eða gista fangageymslur grátandi undan táragasi. kv d

doddý, 3.1.2009 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband