Leita í fréttum mbl.is

Ég hef deilt á þessa mótmælendur/aðgerðasinna - en nú verð ég að hrósa þeim!

Ég verð að hrósa þessu aðgerðasinnum fyrir eftirfarandi:

Aðgerðarsinnar voru aftur á ferðinni í morgun en í þetta sinn voru þeir að afhenda blómvendi, meðal annars Ríkisskattstjóra og bankastjóra Nýja Kaupþings sem fékk rós í hnappagatið fyrir að hafa fyrstur gefið upp launin sín.

Þessi aðferð þeirra að verðlauna fólk sem er að gera vel  smell passar við mína hugmyndafræði. Hún gengur út á að til þess að draga fram það jákvæða hjá fólki sé áhrifaríkast að verðlauna jákvæða hegðun/verk fremur en að einblína á að refsa fyrir það neikvæða. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að refsingar og harðræði skila oftast litlu eða engu. Þetta eru aðferðir atferlismótunar. Og það sem þér er hrósað fyrir eða verðlaunaður fyrir veldur því að þú leggur þig enn meira fram.

Nú kom Bjarni Ármannsson í vikunni í viðtal og viðurkenndi að hafa gert mistök og baðst afsökunar auk þess sem hann upplýsti um endurgreiðslu á hluta af starfslokasamningi sínum. Viðbrögðin hafa verið felst á þá leið að hann kaupi sig ekki frá því sem hann hafi gert og þetta sé nú smá upphæð af því sem hann hafi "stolið". Í stað þess að fagna framtaki hans og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama hefur fólk nú slegið á þann möguleika. Það er talað um að hann hafi "stolið" 7 milljörðum. En fólk veit nú ekkert um það. Það gæti allt eins verið að hann hafi skuldað megnið af þessu. Auk þess var hann búinn að fjárfesta í nokkuð mörg ár. Sjálfsagt ýmislegt sem hann hefur gert sem er á gráu svæði siðferðislega og eins þar sem að menn vissu ekki betur en það að stela er að taka eitthvað sem hann átti ekki skv. lögum. Og það held ég að hann hafi ekki gert.

Af hverju ekki að fagna framtaki hans og hvetja hann til að koma með hugsanlegar eigur sínar í uppbyggingarstarf hér á landi á næstu misserum?. Hann gæti í framhaldi haft arð af þeim peningum sem og að það sköpuðust hér störf og tekjur. En eins og við högum okkur er ekki víst að nokkur sem á fjárfestingar/fjármuni erlendis hafi nokkra löngun til að koma og vera með okkur í uppbyggingunni.

Svo að lokum þá vil ég fagna því að minningarsjóður Ástu B Þorsteinsdóttur veldi Jóhönnu Sigurðardóttur sem handhafa "Rósarinnar" Sem eru hvatningarverðlaun. Eins og segir á www.throskahjalp.is

 Í valnefnd Rósarinar sitja fjórir aðilar, tveir frá fjölskyldu Ástu og tveir frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Í umsögn valnefndar kemur m.a. fram: 

 „Fáir ef nokkrir íslenskir stjórnmálamenn hafa á undanförnum árum beitt sér af eins miklum þunga fyrir auknum réttindum fatlaðra og Jóhanna Sigurðardóttir“.

„Styrkur Jóhönnu hefur ætíð verið víðtæk þekking hennar á samfélagsmálum og sú sannfæring að það sé ein af meginskyldum samfélagsins að jafna lífsgæði fólks og tryggja því tækifæri þess til að njóta sín sem best á eigin forsendum“.

Svona verðlaun er nauðsynleg til að hvetja fólk áfram í góðum verkum. Það sér að fólk virðir það sem það er að leggja á sig.

 


mbl.is Stoltir glæpamenn og fjölskyldualbúm lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir orð þín um Bjarna Ármannsson. Lélegt lið sem hreytir í hann fúkyrðum fyrir það sem hann gerði - Hvar eru Björgúlfsfeðgar og forsvarsmenn KB banka ???

Það sem vantaði í "fréttina" úr Iðnó var þátttaka Ástþórs í fundinum Honum var meinað að tjá sig þar sem hann fylgdi ekki fundarsköpum. Hvaða sköpum hafa mótmælendur verið að fylgja undanfarnar vikur í obeldi sínu - skemmdum og líkamsmeiðingum? Jú reyndar - ósköpum - þar klikkaði Ástþór.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 18:12

2 Smámynd: Marilyn

Afhverju ætti Ástþór að fá meiri rétt til að ávarpa fundinn en aðrir almennir borgarar? afþví að hann var í jólasveinabúning, afþví að hann bauð sig fram til forseta eða afþví að hann er semi-opinber fígúra? Væri ekki öllum sama ef jón jónson hefði mætt í gervi jólasveins og krafist þess að fá að ávarpa samkomuna? Hefði því ekki alveg eins verið neitað vegna þessara fundarskapa? Kemur persónu Ástþórs ekkert við.

Marilyn, 9.1.2009 kl. 18:28

3 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Gott svar Marilyn. Vil einnig bæta því við að það voru ekki mótmælendur sem bönnuðu Ástþóri að halda tölu, heldur voru það fundarstjórnendur, bara svo það komi fram. Ástæðan var sú að þarna var samankomið fólk af öllum aldri og af öllum stéttum til þess að ræða á málefnalegan hátt um mótmæli, hinar ýmsu aðferðir og hugmyndir er varða mótmæli. Einnig fékk löggan að tjá sína hlið og svara spurningum úr sal. Svo ég komi nú aftur að ástæðunni, þá vildi fundarstjórnin ekki leyfa Ástþóri að troða sér upp á svið með fíflaskap og rýra þannig gildi fundarins, gera fundinn að einhverjum sirkus, sem hann vissulega var ekki. Vildi að þú hefðir verið á fundinum, hefði haft ansi gott af því. Góðar stundir.

Björgvin Gunnarsson, 10.1.2009 kl. 04:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband