Leita í fréttum mbl.is

Þetta er nú ekki merki um að ríkisstjórnin vilji ná þjóðarsátt!

Var að hlusta á þátti Í vikulokinn því sem hann sagði þar en sérstaklega þó atriði sem snertir þessa frétt um óánægju með skipulagsbreytingar á heilbrigðiskerfinu okkar. Það er að nú sé nauðsyn fyrir þjóðina að ná sátt um hvert skal stefna.

Það er í raun furðulegt að nú þegar það er áríðandi að fá þjóðina til að þjappa sér saman og sætta sig við miklar skerðingar á næstu árum, komi ráðherra með slíkar grundvallar breytingar og kasti framan í starfsmenn og þjónustunotendur. Þarna er um að ræða eitthvað mál sem hefur verið pukrast með í ráðuneytinu og ekki kynnt að neinu leiti fyrr en því er kastað framan í fólk í gegnum blaðamannafund og þá sem þegar orðnum hlut.

Það er eðlilegt að fólk sé hrætt því það hefur alltaf verið undirliggjandi að Sjálfstæðisflokknum svíður sá peningur af skattfé sem fer í rekstur heilbrigðiskerfissins. Þeir hafa jú líst því oft yfir "stuttbuxnaliðið" að þeir sem noti þjónustuna eigi að borga. EN annars eigi bara að lækka skatta. Menn geti bara keypt sér tryggingar. þe. Bandarískskakerfið.

En að henda þessu fram núna: Innritunargjöldum og skipulagsbreytingum án þess að hafa kynnt þetta ítarlega og tekið við ábendingum er svo úr takt við ástandið í dag, að það jaðrar við afglöp í starfi.

Og það er einmitt það sem ríkisstjórnin er sek af aftur og aftur. Hér hefur algjörlega vantað í stjórnarliðið allt sem heitir foringjaeðli. Þ.e. er að halda þjóðinni upplýstri og um leið að fá hana til að fylkja sér bakvið aðgerðir stjórnarinnar.

Fannst það gott hjá fólkinu sem stóð fyrir Áramótaskaupinu þegar þeir sýndu frá blaðamannafundi Geirs og Björgvins í Iðnó þar sem þeir sögðu Íslendingu ekkert en opnuðu svo hjarta sitt fyrir erlendum blaðamönnum.

Íslenska þjóðin á m.a. útvarps og sjónvarpsstöð. Af hverju er þetta ekki notað. T.d. klukkustunda þáttur á dag þar sem miðlað er upplýsingum um hvað sé verið að gera, hvað standi til, góð ráð til einstaklinga í þessu ástandi? Upplýsingafulltrúar stjórnvalda eru ekki að standa sig. Af hverju eru þeir t.d. ekki notaðir í þetta. Þetta eru allt gamlir fjölmiðlamenn.

Menn hljóta að gera sér grein fyrir að öll þjóðin veit að hlutirnir verða aldrei aftur eins þeir voru. Stjórnvöld verða að viðurkenna það. Og til að það verði sátt um framtíðina verður almenningur að fá að koma að þessum verkum


mbl.is Telja áformin flaustursleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: doddý

segi það en og meina það - heilbrigðiskerfið er farið til helvítis. það sverfur svo að sjúkrahúsum landsins og fólkið í landinu á eftir að finna fyrir því svo um nemur. stjórninni er svo andskotans sama - það er annað mál.

doddý, 11.1.2009 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband