Leita í fréttum mbl.is

Hugmynd að nýrri stjórnsýslu

 

Hugmynd sem var að vakna hjá mér!

Til að mæta þvi sem fólk er að mótmæla m.a. sem eru vanhugsaðar aðgerðir stjórnvalda sem og aðgerðarleysi. Það hefur líka heyrst að Alþingi sé að afgreiða lög og reglur án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Þá er einnig  upplýsingaskorti til almennings.

Því  gengur hugmynd mín út á að skipuð verið a.m.k. 3 ráð á vegum  Alþingis sem er jú æðsta stofnun ríkisins. Þessi 3 ráð hafi það hlutverk að fara yfir allar hugmyndir að lögum og reglum sem snerta fjárhagslegan hag almennings. Og skila frá sér álitum um kosti þeirra og galla og eins koma með hugmyndir að lögum og reglum sem vert er að breyta.

 

Þessi ráð yrðu eftirfarandi.

Þjóðhagsráð/hagráð: Þar færu allar ákvarðanir í gegnum sem vörðuðu hag þjóðarinnar. Ráðið legði mat á afleiðingar bæði kosti og galla. Kæmi með hugmyndir að lagfæringum ef að þyrfti. Frá ráðinu færum málin til Alþingis með álitinu og Alþingi því meðvitað um hvað það er að fjalla um.

Lögfræðiráð: Þar yrði fjallað um allar lagabreytingar, ný lög og reglugerðir og mæti þær út frá því hvaða áhrif það hefði á hagsmuni almennings,  Kosti og galla og skilaði áliti sínu til Alþingis. Eins gæti það fjallað um hugsanlegar breytingar á Stjórnarskrá.

 

Upplýsingaráð: Það sæi um að stórauka upplýsingastreymi til almennings og tryggði öllum aðgang upplýsingum á mannamáli varðandi allar stærstu stjórnvaldsaðgerðir. Þannig væri fólki gefin kostur á að mynda sér upplýstar skoðanir á þessum málum.

Í þessum ráðum mundu vera skipaðir okkar fremstu sérfræðingar og þeir sem hafa talað mest nú að undanförnu. T.d. Ólafur Ísleifs, Þorvaldur Gylfa, Friðrik Már, Gylfi Zoega og jafnvel Lilja Mósesdóttir

Í lögfræðiráðið gæti maður hugsað sér Sigurði Líndal, Björg prófessor í Hí og fleiri

Í upplýsingaráðið væru skipaðir hæfustu menn á svið upplýsinga, t.d. fréttamenn, menn frá almannatengslafyrirtækjum og fleiri

Þetta gæti verið byrjun á t.d. auknum þjóðaratkvæðagreiðslum.

Með þessum ráðum hefðum við  vissu um að vanhugsuð mál kæmust síður í gegn og að öllum sem að ákvörðunartökum kæmu væri fullkunnugt um afleiðingar þeirra.

 

rikisráð

Smellið á myndina til að stækka hana.

Þetta er bara hugarflæði sem ég ákvað að geyma hér til að gleyma þessu ekki.


mbl.is Hörður: Mótmælin rétt að byrja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Heldur þú virkilega að núsitjandi ríkisstjórn hlusti á svona tillögur - Geir lagði sig og ISG er að moka skaflinn með árinni!   Svo er besta ráðið til að tefja mál að setja það í nefnd.    Fyrst er að koma fíflunum frá - svo má fara að rækta eitthvað betra!

Ragnar Eiríksson

Ragnar Eiríksson, 11.1.2009 kl. 20:52

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég hugsa að þetta sé rétt hjá þér Ragnar. En maður er bara að velta fyrir sér mistökum og upplýsingaskorti sem er að koma í ljós að við höfum þurft að sæta síðustu ár og hvernig kerfið megi bæta. Held að þó við kjósum nýtt fólk þá verði það að hafa einhverjar hugmyndir um hvernig kerfið verði bætt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.1.2009 kl. 21:46

3 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Skoðaðu síðuna hans Egils Jóhannssonar!

Kveðja,

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 11.1.2009 kl. 23:21

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég held að Alþingi hafi fjölda sérfræðinga nú þegar innan handar til að gefa sér ráð. Ég held að vandinn sé ekki að þingmennirnir séu svona vitlausir, heldur að þeir séu að þjóna öðrum herrum en þjóðinni.

Annars held ég að eitt af því síðasta sem okkur vantar núna séu fleiri almannatenglakónar til að matreiða upplýsingarnar ofan í okkur.

Vésteinn Valgarðsson, 12.1.2009 kl. 04:55

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Vésteinn. Ég hugsaði sem svo að þarna færu allir þeir sérfræðingar sem almenningur lítur til t.d. hagfræðingar. Þannig að frá þessum ráðum kæmi fram hvort að þessar hugmyndir að lögum og reglum séu til góðs eða ekki. Í dag eru erindi send út um allar jarðir frá Alþingi og ótrúlegustu álit fengin. EN kannski enginn frá þeim sem helst ættu að fjalla um málin.

Ég hugsaði Upplýsingaráðið sem tæki til að tryggja að við fengjum upplýsingar almennt. VIð fáum svo litlar upplýsingar í dag.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.1.2009 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband