Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Ekki okkur að kenna ?
30% með bílalán í erlendri mynt. Sko við erum ekki í lagi. Ég einmitt skulda nú um 600 þúsund í erlendu bílaláni. En þetta gaf mér tilefni í eftirfarandi pælingu.
"Ekki okkur að kenna ?"
Nú síðustu mánuði hefur þessi frasi glumið allsstaðar þar sem fólk kemur saman og ræðir kreppuna sem nú dynur yfir okkur.
En er þetta allskostar rétt. Ég hef verið að fara aðeins í huganum yfir síðustu ár og það eru nokkur atriði sem ég hnýt um.
- 1. Húsnæðisverð rauk hér upp með aðkomu bankana að húsnæðismarkaði. Og bönkunum náttúrulega kennt um að hafa lánað frjálslega. Þetta er að hluta til með réttu. EN það rifjaðist upp fyrir mér nokkur dæmi sem ég heyrði af á þessum tíma. Fólk var að leita sér að nýju húsnæði og fann sér íbúðir sem voru kannski langt umfram það sem þau þurftu. Þau buðu í íbúðina uppsett verð en komust að því að aðrir höfðu boðið hærra og þá var tilboðið bara hækkað um milljónir og svona var haldið áfram þar til að húsnæðið fékkst. Þá var fólk búið að skuldsetja sig langt umfram það sem það ætlaði og og veðsetja eignina allt að 100%.
- 2. Hlegið var að fólki sem átti skuldlausar eignir. Það var sagt að þetta fólk kynni ekki að láta peninga vinna fyrir sig. Auðvita átti að taka lán út á eignina og nota peningana í að láta sér líða vel eða ávaxta þá í hlutabréfum og þessháttar.
- 3. Fólk var að kaupa bíla eins og ég veit ekki hvað. Og algengasta aðferðin var að fá þá á 80 til 100% lánum. Og helst varð að eiga 2 og jafnvel 3 bíla á heimili. 17 ára strákar voru komnir á sportbíla upp á 1 til 2 milljónir eða meira. Og síðan voru keypt leiktæki eins og mótorhjól, vélsleðar, fjórhjól og allt á lánum.
- 4. Fólk var tilbúið að kaupa sumarhús kannski 50 fm. á leigulóð fyrir meira en sambærileg íbúð mundi kosta í bænum. Jafnvel þó að sumarhúsið væri gamalt timburhús og landið lítið ræktað. Og þetta tók fólk á sig með lánum.
- 5. Svo var það innréttinga og endurnýjunar æðið. Það var algengt að fólk rifi út úr íbúðum og húsum allar innréttingar þó þær væru í fullkomnu lagi og nýlegar. Það var svona Innlits/útlits æði hér. Og þeim mun dýrara sem hægt var að kaupa inn, þeim mun betra. Helst að hlutirnir hétu einhverjum flottum nöfnum t.d. Stark minnir mig að vaskarnir eða kranarnir yrðu að heita. Og fyrir þessu voru tekin lán.
Ég veit að það voru ekki allir í þessum gír en samt ótrúlega margir. Ég veit um fullorðið fólk sem ættingjar voru að hvetja til að skuldsetja íbúðir sínar til að hafa meira á milli handana. Fólkið var vant því að skulda ekki meira en það nauðsynlega þurfti og neitaði að gera þetta. Þetta fólk hrósar happi nú í dag.
Þó að bankar hafi boðið öllum lán fyrir öllu þá var það fólksins að þiggja þau. Það var okkar að hafa vit fyrir okkur. Var ekki verið að segja að heimilin í landinu skuldi um 1200 milljarða.
Held að þó það sé ljóst að fjármálabraskarar hafa komið okkur í vond mál, þá eigum við okkar þátt í þessu brjálæði.
Málið er að þó bankarnir væru að bjóða lán á "hagstæðum kjörum" þá þurftu við ekki að taka þau öll.
30% með bílalán í erlendri mynt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:20 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969472
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Vá þetta er svo akkurat það sem ég hef verið að hugsa..
Alla mína skólatíð, framhalds og háskóla sem spanna síðastliðin 8 ár hefur mér blöskrað fjöldinn af bílum sem standa á bílastæðum skólanna... Stráklingar komnir á 1-2-3 milljón kr bíl og ég veit ekki hvað og hvað..
David (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 15:39
Ja hérna hér, Magnús. Mikið afskaplega er ég sammála þér !!
Ég bý erlendis en kem til Íslands öðru hverju. Ég hef horft á landið rísa til hæstu hæða og hrapa niður aftur. Fyrst snérist mikil undrun mín á þessari svakalegu velferð sem maður rakst þá á götum úti, allir (flestir) á líka þessum rosalegum jeppum. Svo risu hverfin og aftur varð ég undrandi.
Svo kom skellurinn með tilheyrandi timburmönnum. Aftur varð ég undrandi en nú er ég það ekki lengur. Eftir höfðinu dansa limirnir eins og íslendingar dönsuðu eftir lánsframboðinu. Auðvitað springur blaðran fyrr en síðar. Allt sem fer upp kemur niður aftur.
Innlegg þitt er hins vegar það fyrsta sem ég hef lesið, skrifað á raunsæjan hátt um raunverulegan efnivið kreppunnar á Íslandi.
Takk fyrir þessu frábæru skrif.
Thorsteinn Eggertsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 15:48
Endilega komdu með okkur á www.heimilin.is þar sem nokkuð stór hóður er að stofna öflug samtök undir heitinu Hagsmunarsamtök Heimilinna. Stofnfundur á fimmtudaginn. Þessi mál eru í brennidepli þar. Þetta ferli sem hefur átt sér stað sl. 3 ár er brjálæði.
Haraldur Haraldsson, 13.1.2009 kl. 16:33
Ég er sammála því Magnús að þetta er ekki BARA þeim að kenna, við erum öll samsek. En þegar kemur að lánapakkanum að þá er nú okkar hlutur t.d. í heildarútlánum árið 2007 ekki nema 9%. 91% voru lán bankanna til rekstraraðila, sem að þeir áttu stærstan hlut í sjálfir eða eigendur þeirra.
Þannig að já, við höfum hagað okkur fáránlega sem gerir kreppunni enn verri fyrir marga hér heima. Það er hins vegar ekki ástæða hrunsins eða neitt nálægt því.
Við berum hins vegar stærsta ábyrgð að mínu mati í því að hafa hlustað á þennan fréttaflutning árum saman án þess að nokkurs staðar staldra við og reyna að skilja eða fá upplýsingar um hvað væri raunverulega í gangi. Nei, við meira að segja kusum svo aftur yfir okkur árið 2007 stærstan hluta þeirra ráðamanna sem að höfðu þegar sýnt fram á getuleysi sitt við að vernda okkur og fylgja eftir eftirliti.
Baldvin Jónsson, 13.1.2009 kl. 16:39
Mikið hefur þú rétt fyrir þér.....hefði ekki getað orðað þetta betur. Fólkið í landinu á sinn þátt í þessu öllu saman. Ég þekki fólk sem var að kaupa nýlegt hús með 1 árs gömlu eldhúsi (virkilega flott) og það var rifið niður og farið á haugana með það og svo var allt keypt nýtt...og það var verið að sérpanta flísar og krana frá Italíu og Frakklandi...ég hristi hausinn þá og geri enn. Góð grein hjá þér!
Eirikur Jonsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 16:53
Sammála sammála sammála !!!!
Þarna hittir þú naglann sannarlega á höfuðið,ég var svo heppinn að sjá þetta vandamál með þessi skelfilegu lán(rán) mjög snemma 2000 þegar ég keypti mér í eitt skipti og eina skipti bíl að hluta til á bílaláni og fannst þetta vera eins og að láta ræna sig í björtu þegar afborgurnar seðillin birtist um póstlúguna, þvílík eignarupptaka að það hálfa væri nóg.
Þá gaf ég sjálfum mér það loforð að taka ekki svona lán því það væri ekki mikið að eignast 4 þúsund í bíl þegar maður væri að borga 20 þúsund af honum,bara ógáfulegt hvernig sem ég leit á það.
þetta hef ég staðið við og ekki lent í þessari hrikarlegu hringavittleysu þar sem fólk fer á bullandi kúpuna bara vegna þess að bíllinn hækkar um 3 milljónir á örskotsstundu og ekkert sem hægt er að gera nema að rétta bankanum Vaselínið og láta taka sig endalega í ...........
Þessari ákvörðun sé ég ekki eftir og nú er skuldlaus maður á íslandi "ríkur "maður, en nágranninn á Range Rovernum.....maður finnur eiginlega til með þeim núna því hann er líklega dæmdur til að borða hafragraut í náinni framtíð og líklega dugar það ekki til og bíllinn fer sína leið á uppboð hvað sem tautar og raular.
Þakka góða grein.
Riddarinn , 13.1.2009 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.