Leita í fréttum mbl.is

Smá saga úr raunveruleikanum

Þessi frétt um bílafjármögunarfyrirtækin smellpassar við sögu sem ég þekki vel til.

Um er að ræða mann sem fyrir einu og hálfu ári byrjaði í þeim bransa að ætla að fara að græða á bílaviðskiptum. Og tók að kaupa sér bíla og það dýra bíla af bifreiðaumboði og selja þá aftur þegar að gengi þeirra hækkaði. Þ.e. gerði út á gengi krónunar. Þetta kerfi gekk náttúrulega ekki upp og hann situr nú uppi með nokkra bíla og lánin gengistryggð og komin langt upp fyrir verðmæti bílana.

En þá byrjar í raun sagan. Nú um áramótin vorum við að ræða þetta. Hann sagði að bílarnir væru skráðir á bílasölur og hann væri af og til að fá tilboð í þá. T.d. hefði hann fengið tilboð í Hilux 2008 upp á 3,8 milljónir. Það eru í raun meira en upprunalega upphæðinn sem hann tók að láni. Ég hvatti hann til að tala við SP fjármögnun sem hafði lánað honum fyrir öllum bílunum sem hann á. Ég sagði honum að spyrja þau hvort að það væri ekki allra hagur að Sp fjármögnun mundi ganga að því að selja bílinn á þessu verði og fá þó þarna upp í lánið 3,8 milljónir frekar enn ekki neitt og sitja upp með bílinn því að maðurinn getur ekkert borgað. En svarið frá SP fjármögnun var að: jú það mætti selja bílinn en síðan yrði gefið út skuldabréf upp á það sem vantaði upp á 5,4 milljónir sem lánið stæði nú í. Hann spurði hvort að þau gerðu sér grein fyrir að hann gæti ekki borgað af þessum lánum núna og hvort að þau væru ekki betur sett með að semja við hann að fá þessar 3,8 milljónir og fella rest niður. En það kom ekki til greina.

Svo nærri sama dag heyrir maður af því að SP fjármögnun er að komast í vanda vegna skort á lausafé og svo nú að þeir séu að selja þessa bíla sem þeir hirða á slikk. Hverskonar rekstur er þetta á fyrirtæki. Hefði ekki verið sterkara fyrir þau að fá þarna inn fyrir lánið 3,8 milljónir. 1,6 milljónir sem vantaði upp á stöðu lánsins nú er kostnaður sem þau tapa hvort eða er í söluferli bílsins eða við að gengið breytist.

Þessi maður sem ég hef verið að tala um hefur nú tekið þá ákvörðun að borga ekki af þessum bílum, gera sig eignalausan og ganga frekar í gegnum gjaldþrot og því sem fylgir heldur enn að taka á sig milljónir vegna gengisfallsins.

Reyndar með afbrigðum óheppinn því að einum af þessum bílum hans var stolið á aðfangadag með nær öllum jólagjöfunum og hefur ekki fundist enn.


mbl.is Fréttaskýring: Skuldin situr öll eftir þótt bíllinn sé tekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi vinnur þinn tók þessa áhættu. Hann ætlaði að vera ríkur fyrir ekkert og láta SP lána sér!... ég hins vegar á bíl sem ég skuldaði mjög lítið í á erlendu láni og núna er lánið búið að margfaldast. Ekki dettur mér í huga að hringja í SP líkt og vinur þinn reyndi og bjóða þeim slík kosta kjör líkt og hann. Og nota svo rökin "heyrðu er ekki betra fyrir ykkur að ég borgi þó smá heldur en ekkert". Svona er þetta bara. Fólk verður að bera ábyrgð á því sem það gerir og þessi vinur þinn var gráðugur. Ég var það þó ekki!

Villi (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 21:17

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Málið er fyrir hann að hann er með 4 bíla með fullu láni. Og málið er að þarna bauðst SP fjármögnun að fá 3,9 milljónir upp í lán sem upprunalega var 3,4. En af því að hann er með 4 bíla og lánin kominn um 8 milljónir uppfyrir verð bílana þá bæði getur hann ekki borgað af þeim. Hann getur ekki tekið á sig skuldir upp á kannski 8 milljónir eftir að SP hefur tekið bílana. Og þvi ætlar hann að tryggja að hann sér eignalaus og lýsa sig gjaldþrota.

Miðað við fréttina sem ég tengdi þessa færslu við eru þessi fyrirtæki að taka bílana og selja þá á hálfvirði og tapa þvi mun meira á þessu. Ef að gegnið á krónunni mundi rjúka upp núna og SP og þessi maður hefðu náð samkomulagi mundi SP í raun græða á þvi ef að gegnið mundi hækka.

Hefði talið betra fyrir fyrirtækið að fá þarna meira en upphaflegi höfðustóllin og geta geymt þessa peninga þar til gengið hækkaði eða notað þetta strax. Þeir eru jú að reyna að fá aðstoð frá ríkið vegna slæmrar lausafjárstöðu. En sennilega sitja þeir í staðinn upp með bílinn. Og restinn verður skuld við mann sem er búinn að gera sig gjaldþrota og sennilega fluttur úr landi. Þannig að þeir fá varla nokkuð meira frá honum.

P.s. ég er líka með lágt bílalán sem var komið í 400 þúsund og það er komið upp í 700 þúsund í dag. En ég borga bara og bít á jaxlinn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.1.2009 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband