Leita í fréttum mbl.is

Villta Westrið og/eða galdrabrennur

Ég hef verið að velta fyrir mér ástandinu hér á Skerinu okkar. Nú á síðustu dögum hafa birst 2 fréttir um þennan fursta frá Quatar. Fréttirnar eru mjög misvísandi og nú kemur yfirlýsing frá Sigurði Einarssyni sem segir eina söguna af þessu máli.

En hér hefur allt logað af tilmælum að þessir menn séu bara handteknir og ef sumir fengju að ráða væru þessir menn settir í næsta tré og hengdir eða þá brendir. Í framhaldi af því held ég að fólk ætti að rifja það upp að hér á landi og um allan heim var fólk brennt á báli vegna meintra galdra. Sem við núna vitum að var bara kjaftæði. Þessu fólki var kennt um allt sem miður fór í samfélaginu við vitum nú að það fólk hafði ekkert með það að gera.

Eins man fólk eftir öllum kúrekamyndum þar sem bæjarfélögin tóku sig til og hengdu menn án dóms og laga sem ekkert höfðu gert af sér.

Eðli fjárfesta, viðskiptalífsins er að fara eins langt og því er leyft. Það hlýtur að vera öllum ljóst að það eru Seðlabanki og fjármálaeftirlit sem af einhverjum ástæðum voru ekki að gæta að því að bankarnir færu ekki út fyrir allt sem kallast eðlilegt. Og þar á Sjálfstæðisflokkurinn nær allan heiðurinn. Hann stóð fyrir því bæði í sölu bankana, afléttingu á reglum, með því að svelta fjármálaeftirlitið og efnahagsbrotadeildir. Í stað þess að efla Seðlabanka og gjaldeyrisforða var ráðist í að borga nær allar skuldir ríkisins. Maður veltir t.d. fyrir sér hvort ekki hefð verið nær að safna þegar vel áraði í gjaldeyrisvarasjóð.  Eins leyfi ég mér að efast um embættismenn sem áttu að halda ráðherrum upplýstum. Hvað voru þeir eiginlega að hugsa síðustu 7 árinn?

Og þó ýmsir hagfræðingar hafi haft upp viðvaranir síðustu ár, þá þögðu nú flestir eða sögðu að við værum í ágætri stöðu. Ef rétt hefði átt að vera þá hefðu hagfræðingar og fleiri átt að fara hamförum í að vara okkur landsmenn við. T.d. fyrir síðustu kosningar. Þeir hefðu átt að segja okkur það skýrt að við stefndum í glötun. Maður heyrði t.d. ekki marga kollega styðja Þorvald Gylfason hér á árum áður. Nú keppast þeir allir við að segja að þeir hafi vitað þetta. Og síðan eru þeir flestir orðnir stjórnmálafræðingar og eru að segja okkur hvernig við eigum að stjórna landinu.

Og ríkisstjórnin elur á óvissu með því að gefa okkur ekki neinar upplýsingar. Setja ekki upp rannsókn fyrr en 3 mánuðir eru liðnir frá hruninu.  Og tala nær ekkert um verkefni og aðgerðir framundan. 

Og það verður að skipta um fólk víða. En þegar maður hugsar þetta hverjir eru til hér á landi sem hafa t.d. þekkingu á rekstri banka sem ekki hafa starfað í bönkunum áður? Eða eru í hagsmundatengslum við bankana, fjölskyldutengslum eða hvoru tveggja?

Held að við þurfum að leita erlendis 

En umfram allt rannsökum fyrst áður en við dæmum. Það er ekki víst að nokkur vilji fjárfesta hér í framtíðnni  ef að menn hreinlega  dæmdr af sögusögnum sem eiga svo ekki við rök að styðjast. Munum að hér á landi eru sögusagnir oft teknar sem algildur sannleikur. Þó svo sé enginn fótur fyrir þeim. Munið eftir þegar Trausti veðurfræðingur þurfti að koma í fjölmiðla og segja að sögur af láti hans væru stórlega ýktar.


mbl.is Ekkert óeðlilegt við viðskiptin við Al-Thani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju eiga fjarfestar að fara eins langt og hægt er.

Ferð þú eins langt og hægt er í lífi þínu?

Nei, við gerum það fæst. 

Það er siðleysi, sem er vont

Egill (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 14:20

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er eðli og markmið þeirra að leita allra leiða til að græða sem mest. Finnst það augljóst.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.1.2009 kl. 14:26

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s. ég er ekki fjárfestir. En ef ég væri í vinnu hjá slíkum mundi hann sjálfsagt ætlast til að ég leitaði allra leiða til að hámarka eignir hans. Fjárfestingarfyritæki og bankar eru fyrirtæki ekki fólk og eðli þeirra er annað en fólks.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.1.2009 kl. 14:28

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og svona þegar út í það er farið þá er það nú ekki slæmt að fara eins lang og maður getur. Og þú ættir kannski að spyrja alla sem versla og kaupa þjónustu svart og borga þar af leiðandi ekki skatta af því til ríkisins. Alla sem reyna að svindla á sköttum.  Aðrir reyna að nýta sér allar smugur sem hægt er að nýta löglega t.d. varðandi skattaafslætti. Bendi t.d. á að á Íslandi eru hvað eitthvað um 40 50 þúsund einkahlutafélög. Og mörg aðeins utan um vinnu eins manns. Þau einkahlutafélög eru aðeins til að lækka tekjuskatt og útsvar niður í 15%

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.1.2009 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband