Leita í fréttum mbl.is

Jæja er þetta framtíðin?

Ég verð nú að hrósa fólki fyrir að nenna þessu. Maður skilur fólk frekar sem er að mótmæla hvernig stjórnvöld og bankarnir brugðust. En þetta finnst mér vera komið niður í smámuni. 

Verður kannski næst mótmælt að einhver starfsmaður gleymir að setja klóssettsetuna niður? Fólk verður að athuga að umsækjendur hafa alla möguleika á að kæra ráðningar ef þeim finnst á sér brotið.

Ekki það að ráðningar dómsmálaráðherra hafa náttúrulega oft á tíðum verið umdeilanlegar en fólk hefði kannski átt að mótmæla þessari ráðningu þyrluflugmannsins við Skógarhlíð þar sem Landhelgisgæslan hefur aðsetur. 


mbl.is Mótmælt fyrir framan dómsmálaráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Magnús: Þarna var aðalega verið að mótmæla Benóný Ásgeirssyni og  Georgi Lárussyni fyrir gjörspillta ráðningu á 3 þyrluflugmönnum. Þetta hljómar kanski ekki mjög merkilega en þetta er bara enn ein spillingin og það er einmitt það sem við eigum að berjast á móti.

FLÓTTAMAÐURINN, 19.1.2009 kl. 20:47

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er það sem ég er að segja. Ef fólk ætlar að taka allar misgjörðir allra stjórnenda þá endar þetta með að fólk fer að mótmæla hvernig brauðið er smurt í mötuneytinu. Held að fólk ætti að halda sig við stórumálin. Svona ráðningar á að vera hægt að kæra til ráðherra. Og snerta aðalega þá sem lenda í þessu. Reyndar las ég tilvitnanir í bloggið hjá þessari stelpu sem fékk starfið og það var nú ekki greindarlegt og setja þetta svona á netið. Held að ég væri þyrluflugmaður og hefði sótt um, mundi ég kæra þessa ráðningu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.1.2009 kl. 21:05

3 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Það er einn þeirra búnn eða alla vegana á leiðinni að kæra.

FLÓTTAMAÐURINN, 19.1.2009 kl. 21:07

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Flott þannig á að gera þetta. Ef að embættismenn eru að brjóta á fólki þá á að dæma þá.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.1.2009 kl. 21:17

5 identicon

Er það misgjörð að smyrja brauð eða að setja ekki klósettsetu niður ?

Það ber að mótmæla allri spillingu sama hve smávægileg hún kann að hljóma fyrir einhverjum. Hún er ekki smávægileg fyrir þá sem verið er að brjóta á.

Grettir (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 21:47

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Veit það en þeir hafa sínar leiðir til að leyta réttar síns. Ef að það eru mörg dæmi um svona vinnubrögð hjá Landhelgisgæslunni þá er þetta alvarlegt mál. En ein mannaráðning er varla ástæða til að 20 manns mæti og mótmæli. Nema að þetta mál hafi verið kært og ekkert gert í því.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.1.2009 kl. 21:55

7 identicon

Þetta snýst allt um það sama! Gjörspillt og meingallað kerfi sem byggt er upp á einum versta lesti mannsins: græðgi.

Þetta snertir svo innilega ekki bara þá aðila sem voru ráðnir eða ekki ráðnir, heldur snýst þetta um hvaða skilaboð við viljum senda yfirboðurum þessa lands, sem og meðborgurum okkar: Þetta snýst um að láta alla vita að við munum ekki lengur sætta okkur við samfélag byggt upp á spillingu, græðgi og meiri spillingu: Þetta snýst um að nú munum við ekki láta bjóða okkur neitt annað en sanngirni, réttlæti og alvöru lýðræði!!!

Gunnar (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 22:15

8 Smámynd: Dunni

Hvers konar gólftuska ert þú.  Finnst þér bara allt í lagi að stjórnvöld, Björn B. ber ábyrgð á Gæslunni, ráði starfsfólk í eftirsótt störf eftir fjölskyldu, vina eða pólitíksum leiðum.

Fólkið sem, loksins, nennir að mótmæla á heiður skilinn. Ef þú nennir þessu ekki ættir þú frekar að þegja um þetta í stað þess að opinbera aumingjaskipinn. 

Dunni, 19.1.2009 kl. 23:01

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Mér finnst finnst þetta farið að verða full persónulegt. Í þessu tilfellum eiga menn sem lenda í því að á þeim er brotið þá geta þeir kært ráðningu. Ég er ekkert að mæla henni bót en mér finnst að fólk sé farið að færa sig yfir í smáatriðin. Svo er Björn að hætta á næstu vikum. Það hefur t.d. marg oft komið fyrir að brotin hafa verið jafnréttislög við ráðningar. Fólk hefur kært þær og fengið bætur eða lausn á sínum málum.

Svo þakka ég hlý orð í minn garð!

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.1.2009 kl. 23:11

10 identicon

Frábært hjá þessu fólki,spillingu á að mótmæla svo tekið verði eftir.ÞAÐ ÞARF AÐ HREINSA TIL MAGNÚS.

Númi (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 23:15

11 identicon

Spilling er spilling, og á ekki að viðgangast!! Að kæra kerfið fyrir kerfinu er náttúrulega bara vitleysa, fyrir utan að svona á ekki að fá að hverfa án vitundar almennings, vera þaggað niður í svaðið áður en nokkur fær að heyra um málið, eins og venjan hefur verið! Sammála Dunna, ef þú getur ekki sleppt aumingjaskapnum hættu alla vega að væla yfir því að aðrir nenni að láta sig málið varða!

Dröfn (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 01:37

12 identicon

Ótrúlegt að lesa á 21 öldinni skrif fólks eins og það sé uppi á miðöldum þar sem fyrst á að drepa og svo hugsa.. Er ekki skynsamlegara að láta koma í ljós afhverju umræddar konur voru ráðnar til gæslunar áður en fáfræðin dæmir í málinu?! Sá aðili sem er búin að kæra hefur sótt um allar flugmannsstöður sem hafa verið auglýstar um margra ára skeið og ekki fengið þar sem hann hefur ekki náð hæfnisprófum sem ma. innfela sálfræðipróf.  Þessar tvær konur sem sóttu um skorðuðu hæst í þessum prófum og uppfylltu öll skylirði.  Gæslan hefur líka það markmið að ráða konur jafnt sem karla, jafnvel í karlavígi sem þyrlufugið hefur verið til skamms tíma ef þær eru jafn hæfar eða hæfari.  Það sem háir annari konunni er heimskulegt blogg (ekki ein um það) og það að vera fósturdóttir yfirflugstjórnas, spurning hvort það er refsivert.!  Málið er í dómi og þegar búið er að dæma í málinu þá kemur í ljós hvort eitthvað misjafnt var við þessar ráðningar, veit ekki til þess að flugmenn gæslunar hafi verið gagnrýndir fyrir annmarka á sínu sviði heldur þvert á móti og segir það svolítið um hvort það ráðningarferli sem notað er virkar eða ekki.

Held að fólk ætti að einebeita sér að einhverju mikilvægara en svona málum sem eiga sér fullkomnar skýringar, annars fer maður að setja stórt spurningarmerki við "mótmæli" sama hverju er verið að mótmæla.

haraldur (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 08:54

13 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Sammála um að spilling eigi ekki að líðast en þetta er komið út í kjaftæði hafi fólk ekki stærði mál að mótmæla en þetta þá er nú allt að verða gott hér en samt finnst mér mikivægara að mótmæla því að þjóðinn er að fara á hausinn

Jón Rúnar Ipsen, 20.1.2009 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband