Leita í fréttum mbl.is

Sigmundur strax búinn að gefa færi á að skilja Framsókn eftir!

Með ummælum sínum í dag um að ESB sé ekki brýnasta málið og að ESB sé ekki að sækjast eftir að fá til liðs við sig gjaldþrota ríki, - gefur hann Samfylkingu og fleirum færi á að fara án framsóknar í aðildarviðræður og skilja Framsókn eftir fram að næstu kosningum sem áhrifalausan flokk. Eins má benda á að ummæli hans eru náttúrulega út í hött frá formanni stjórnmálaflokks. Hann er þar með búinn að kasta út í umræðuna orðum sem gætu skaðað málstað okkar í væntanlegum aðildarviðræðum. Bendi á góða pælingu hjá Baldri Mcqueen um þetta mál. Þar segir hann m.a.

 Það er því með ólíkindum að nýkjörinn formaður Framsóknarflokks skuli slíta sundur kostina við aðildarviðræður við ESB, annars vegar, og innlendar aðgerðir sem grípa þarf til á næstunni, hins vegar.
Þegar Sigmundur Davíð segir ESB vera aukaatriði, því aðalatriðið sé "að taka á skuldastöðu þjóðarbúsins og koma atvinnulífinu aftur í gang", er hann að afvopna sig fyrir orrustuna.
Þess utan lítur Framsókn út fyrir að vita ekki í hvorn fótinn hún á að stíga.
Ótrúlegur afleikur hjá honum Sigmundi. Því í gær hafði hann allt með sér. T.d. þau orði hans að Framsókn ætlaði að vinna með stjórnvöldum að lausn vandans. Leit mjög vel út.  
mbl.is Svipmynd: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

fræddur okkur núna um það hversu rosalega mikla hjálp Írar eru að frá ESB og frá Þrautarvarnarlánveitanda sínum, Seðlabanka Evrópu. Fræddu okkur hversu æðislegt það er að Írar eru búnir að þjóðnýta lífeyrisjóðinni og þannig búnir að veðsetja ellilífeyri þjóðarinnar. fræddu okkur um það hvernig ESB og Evran hefur hjálpað Írum.

eða hefur ESB og Evran kannski ekki hjálpað Írum neitt nema hvað að þeir hafa fengið örlítinn frest á vandamálum sínum þannig að þeim gafst tími á því að veðsetja lífeyrissjóðina. lausn sem vinir þínir og ESBstuðningsmennirnir og Útrásarvíkingarnir vildu gera en blessunarlega varð ekki af. 

Fannar frá Rifi, 19.1.2009 kl. 20:44

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda þér á að allar upplýsingar um slæma stöðu Írlands eru hafðar eftir einum hagfræðing sem tjáði sig í gær. Það sem mér sýndist hann meina væri að þeir vildu geta fellt gegnið um umtalsvert. Hvað hefðu Írar sagt þá ef að laun hefðu lækkað eins og hér um 20 til 30%. Ekki viss um að allir yrðu hressir með það. Ekki beint að sjá að fólk hér sé hresst með hvernig að gegni krónunar hefur valdið verðbólgu sem nú hleðst á verðtryggð lán og við skulum ekki tala um gengistryggð lán.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.1.2009 kl. 21:01

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

já það er betra að auka atvinnuleysið eða lækka laun handvirkt heldur en að gengið falli Magnús?

en hvað hefur ESB og Seðlabanki Evrópu gert fyrir Íra. hefur einhver hjálp borist? breikkum þetta aðeins út. Hefur Seðlabanki Evrópu getað aðstoðað eitthvað ríki sambandsins sem er í vanda svo einhverju næmi? 

Er það ekki Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem allir leita til því að Seðlabankinn og Evrópusambandið eru getulausar stofnanir. Stofnanir sem hafa styrkar undirstöðu ef það er logn og blíðviðri.  ef það reynir ekkert á þær.

ESB og Seðlabankinn hafa ekkert gert enda geta þeir ekkert gert. algjörlega gagnslaus stofnun og bandalag. 

Fannar frá Rifi, 19.1.2009 kl. 22:18

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Fannar þú gerir þér væntanlega grein fyrir því að öll lönd ESB eru núna í niðursveiflu. Það var tilkynnt í dag að það yrði samdráttur að meðaltali í ESB löndum upp á 1,9% og reyndar í Írlandi upp á 5%. Af þessu ástæðum kom þekktur hagfræðingur írskur og sagð að ef að ESB ætlaði ekki aðstoða Írland þá ætti þeir að segja sig frá evrunni.

Þú veitst væntanlega að samdráttur hér hjá okkur verður minnst 10%

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.1.2009 kl. 22:40

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

þú víkur þér undan.

hvaða gagn er í Evru og ESB? hefur Seðlabanki Evrópu komið Írum til hjálpar og verið lánveittandi til þrautarvara? 

hefur hann eitthvað gert? 

miðað við þau fögru loforð sem þú og aðrir ESB sinnar hafa komið með og hversu mjög þið hælduð Írum og tókuð Írland sem dæmi um velheppnað ESB og Evruland. Þá er þetta ekki mikið svar. 

Evran og ESB hefur ekki reynst Írum á neinn hátt eins vel og þið hafið af látið. enda hættuð þið alveg í sumar að minnast á Írland þegar þið hælduð Evrunni og ESB. En fyrir ári og hálfu síðan þá gátu þið ekki hætt að tala um velgengni Íra. 

Fannar frá Rifi, 19.1.2009 kl. 23:13

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það sem Írar ólíkt okkur þurfa ekki að búa við er gengisfall, hækkun lána vegna verðtrygginga, semsagt að allar áætlanir eiga að vera stöðugri. Og hef ég ekki fundið annan mann sem síðustu vikur hefur merið að tala um að henda evruni en þennan:

Einn af fyrrverandi stjórnendum írska seðlabankans, David Mc Williams, segir að ef Evrópusambandið komi Írum ekki til hjálpar í efnahagskreppunni eigi Írar að hóta því að draga sig út úr evrusvæðinu

Fann engan ráðamann sem sagði þetta,

Minni þig nú það sem okkar fræðingar hafa sagt.

  • Flestir segja að við eigum ekki annan kost en að ganga í ESB og taka upp evru sem fyrst.
  • Við eigum að prenta peninga eins og vitlausir menn og láta bara meðfylgjandi verðbólgu ganga yfir okkur.
  • Við eigum að fella niður skuldir á heimilum og þá væntanlega borga þær með sköttum
  • Við eigum að taka upp dollar, fara í mynsamstarf við Dani, norðmenn.

Svona rignir yfir okkur hugmyndum.

Þessi orð þessa írska hagfræðings túlka ég sem bara hugmyndir hans.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.1.2009 kl. 23:36

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

nei þeir fá ekki gengisfall til að leiðrétta efnahaginn og þannig verði hægt auka útflutningin án þess að lækka vöruverð og þar með laun með beinum aðgerðum heima fyrir. en er það allt og sumt? hefur ESB, Evran og seðlabanki evrópu ekki gert neitt og getað hjálpað Írum neitt?

Þegar krónan var of hátt skráð var allur útflutningur á leið í gjaldþrot. Írar glíma við þetta vandamál í dag. 

Fannar frá Rifi, 20.1.2009 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband