Leita í fréttum mbl.is

Frægt handleggsbrot!

Það má ætla að þetta handleggsbrot verði frægt í sagnfræðinni í framtíðinni. Sá handleggsbrotni ætti að láta taka af sér góðar myndir því til þessa verður vitnað.

Annars bið ég bæði mótmælendur og lögreglu að gæta að sér í dag og næstu dag. Gæta að því að láta  stöðuna ekki leysast upp í tilgangslaust ofbeldi eða stórkostlega eyðileggingu. Það er hægt að standa fast á sínu án þessi að brjóta rúður, kasta grjóti eða þaðan af verra.

Mótmælendur eru að sinna sínu hlutverki og lögregla sínu. Finnst lögreglan í heild hafa staðið sig ágætlega í að verja æðstu stofnun Íslands. Í öðrum löndum væri þessu fólki sópað í burtu með háþrýstisprautum og eða táragasi. Og í versta falli með gúmmíkúlum. Því fólk var sannanlega að reyna að komast að ráðamönnum með eitthvað í huga. Vonandi ekkert slæmt en lögreglu er bannað að taka þá áhættu að fólk ætlaði ekki að ráðast að þeim. 


mbl.is Eitt handleggsbrot eftir mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn er þetta friðsamlegt og því hafa hvorki gúmmíkúlur né háþrýstidælur sést.  Erlendis fer oft svo að kjarni ofbeldismanna leggur mótmælin undir sig og gerir árás á lögguna.  Þetta hefur ekki gerst hér sem betur fer.  Því er bara að halda áfram að mótmæla.

Hriflungur (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 13:36

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Í öðrum löndum væru ráðherrar og embættismenn búnir að víkja sætum löngu áður en til svona mótmæla kæmi.  Sérstaklega maður sem segir aðra vera óreiðumenn og eiga bara "ástarbréf" og reynist svo bara vera að lýsa sjálfum sér.  Sannaðist þarna hið fornkveðna:  Margur heldur mig sig.

Marinó G. Njálsson, 21.1.2009 kl. 13:49

3 Smámynd: doddý

hæ maggi

skiptir engu máli hvort rúður brotni og bærinn málaður rauður og blár! við hættum ekki fyrr en þessi skríll drullast út.

kv d

doddý, 21.1.2009 kl. 14:00

4 Smámynd: Ingvar Skúli Vilhjálmsson

það er kominn tími til að folk láti heyra í ser þessir drullusokar eru búnir að drekja heilri þjóð

Ingvar Skúli Vilhjálmsson, 21.1.2009 kl. 14:31

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ok Doddý uppreisnar kona. En hvað ef að það verður kosið og einhverjir mynda stjórn sem að sumir ekki styðja, byrja þeir ekki bara á sömu aðgerðum líka? Þetta er það sem ég er að velta fyrir mér. Því að margir sem eru að mótmæla halda að allt verði bara í lagi ef þessari stjórn er komið frá? En vandamálinn verða öll áfram yfir okkur.

Mér finnst sjálfsagt að þrýsta stjórninni frá. En ég vildi að fleiri veltu fyrir sér hvað og hverjir eiga að taka við.  Um hverja getur þjóðinn verið sammála um að leiða okkur út úr þessu?

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.1.2009 kl. 14:48

6 Smámynd: doddý

.. en svona virkar bara lýðræðið (sbr færslu 3 og svar nr 5) - það verða alltaf einhverjir vansælir, en fyrr má drepa en steindrepa, þegar þessir einhverjir eru orðnir næstum allir. kv d

doddý, 21.1.2009 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband