Leita í fréttum mbl.is

Ég legg til að Hörður axli ábyrgð á því sem hann sagði um Geir í dag og stigi til hliðar.

Þessir mótmælafundir sem Hörður hefur veirð í forsvari fyrir hafa um margt verið ágætir. En í dag lét Hörður út úr sér alveg óskaplega óviðeigandi ummæli. Ætti hann þá ekki samkvæmt því sem hann hefur boðað að stíga til hliðar og fela öðrum stjórnina?

Ef fólk veit ekki hvað ég á við þá eru það þessi orð t.d. af mbl.is

„Hvað er hann að draga veikindi sín fram í dagsljósið núna?“ sagði Hörður Torfason þegar hann var inntur eftir viðbrögðum Radda fólksins við tíðindum af veikindum Geirs H. Haarde, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, og tillögum um kosningar 9. maí.

Og svo 

Hörður undrast að Geir hafi dregið veikindin fram í dagsljósið á þessum tímapunkti. „Það er til dálítið sem heitir einkalíf og svo er stjórnmálalíf. Það er tvennt ólíkt.“

Þetta eru merki um svo mikla vanþekkingu og ruddaskap að hann samkvæmt því sem hann boðar ætti að axla ábyrgð og fela stjórnina einhverjum öðrum. 


mbl.is Sextándi mótmælafundurinn á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég held ég taki undir með þessari grein sjálfstæðismanns í Kópavoginum sem má lesa á eftirfarandi slóð : http://baldur.xd.is/

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.1.2009 kl. 23:00

2 identicon

Ég sá þegar Hörður "gelti" á einn í hópi mótmælenda um daginn.

Mér var við brugðið.

Það var mikil heift í svari hans.

Hann á greinilega ekki gott með að stjórna skapi sínu. Það er ekki ásættanlegt, því hann sýndi ákveðið stjórnleysi.

Við erum einmitt að mótmæla stjórnleysi einstaklinga.

Hörður sýnir mkinn karakter og styrk sem leiðtogi mótmælanna, en þessi framkoma og viðhorf á ekki að vera "gjaldið".

Nú á hann einn valkost og það er að biðjast afsökunar á þessum fáránlegu athugasemdum vegna veikinda Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Annars mun Hörður ekki endast.

M.ö.o. að axla ábyrgð.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:14

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er nú full seint. Það eru allir í Ríkisstjórn búin að biðjast afsökunar!

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.1.2009 kl. 00:19

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sorry ýtti á vitlausan takka hér í myrkrinu. Hörður hefur staðið sig ágætlega á köflum en hann sýndi svo mikla vanþekkingu sem talsmaður Radda fólksins. Hann hélt því virkilega fram að Geir hefði átt að halda veikindum sýnum fyrir sjálfan sig og ekkert að vera að trufla aðra með þeim. Þetta er vítavert af talsmanni hóps sem er að reyna að koma ríkisstjórn frá! Eins konar bylting. Og maður í forsvari sem gerir sér ekki grein fyrir að veikindi forsetisráðherra er alvarlegt mál sem þarf að tilkynna og skipuleggja viðbrögð við.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.1.2009 kl. 00:23

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það eru auðsjáanlega fleiri á þessari línu en Hörður. Var að lesa hér á www.mbl.is þar sem haft er eftir mótmælendum:

„Ég er ekki farin að finna til með honum ennþá. Ég tel hann heppinn að hafa veikst því nú mun fólk ekki þjarma að honum,“ hefur AP fréttastofan eftir einum mótmælanda í Reykjavík dag, sem þannig kemst að orði um Geir H. Haarde forsætisráðherra.

Fréttaritari AP ræðir við nokkra mótmælendur í hópi þeirra sem vilja ákveðnari aðgerðir í stað þess að bíða fram í maí eftir nýrri ríkisstjórn.

„Hann hefði átt að biðjast afsökunar og segja af sér,“ er haft eftir Guðrúnu Tryggvadóttir, sem titluð er ritstjóri vefsíðu. „Ég er ekki farin að finna til með honum ennþá. Ég tel hann heppinn að hafa veikst því nú mun fólk ekki þjarma að honum. Ég vil nýja stjórnarskrá, og síðan samkeppni um það hvernig nýja Ísland ætti að vera.“

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.1.2009 kl. 01:03

6 identicon

Já...enginn í stjórnunarstöðu hér á landi hefur sagt af sér eftir bankahrunið, fyrir þremur mánuðum hefur sagt af sér. Ekki fíflið í FME, ekki Davíð, ekki Geir nei Imba...og þau bera ábyrgð á einhveri ömurlegri 2000 milljarða skuld sem barnabarnabörnin mín þurfa að borga hluta af. En það mikilvægasta er að krossfesta Hörð Torfason og láta hann nú axla ábyrgð...því undanfarið hefur einmitt verið svo sterk hefð fyrir því...

Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 03:33

7 identicon

Er fólk algjörlega að missa vitið hér á klakanum? Hvað í fj... meiniði með að umæli um veikindi Geirs eigi að vera einkamál sé óviðeigandi, vítisvert, alvarlegt mál og Hörður eigi að biðjast afsökunar fyrir þau! Eru þið gjörsamlega að ganga af göflunum? Hlustiði á ykkur sjálf!!!!!

Thor Svensson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 09:39

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Thor. Við eigum einmitt við að veikindin eiga ekki að vera einkamál eins og Hörður sagði!

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.1.2009 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband