Leita í fréttum mbl.is

Skemmdarverk á vefsíðu Nýs lýðveldis

Ömurlegt  af vsir.is

Skemmdarverk á vefsíðu Nýs lýðveldis

mynd
Ólína Þorvarðardóttir.

Skemmdarverk hafa verið unnið á nýstofnaðri síðu Nýs lýðveldis þar sem skorað er á forseta og Alþingi að hlutast til um myndun utanþingsstjórnar og boðun stjórnlagaþings, að fram kemur í tilkynningu frá Ólínu Þorvarðardóttur sem er einn af forsvarsmönnum Nýs lýðveldis. Aðstandendur síðunnar hugleiða nú stöðuna og munu snúa sér með málið til lögreglu.

Í morgun höfðu rúmlega þrjú þúsund undirskriftir borist á síðuna en hún hafði þá verið opin í rúman sólarhring. Um svipað leyti urðu aðstandendur síðunnar varir við að eitthvað undarlegt var á seyði, því birtum undirskriftum fór fækkandi. Nú sýnir talingin 0.

,,Það er sorglegt að svona skuli komið fyrir umræðu og tjáningarfrelsi í landinu á þessum erfiðu tímum; að einhver skuli leggja á sig að eyðileggja frjálsan, opinn, umræðuvettvang til þess að þagga niður þessa eðlilegu kröfu. Það mun ekki takast," segir Ólína.


mbl.is Talsverðan tíma tekur að undirbúa kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður getur ekki annað en fordæmt svona lagað!

Ekki það að ég hafi hugsað mér að styða þetta bandalagþ

Ólina á allt of skrautlegan feril til að fara að hald að maður tresyt henni fyrir heilli þjóð

Hún sem olli þvílíkri upplausn sem skólameistari.

Nei takk

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 15:49

2 Smámynd: doddý

??? er ólína að bjóða sig fram í eitthvað ? um hvað snýst þetta bandalag? annars er ólína góð manneskja. kv d

doddý, 24.1.2009 kl. 16:17

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

doddy finnur upplýsingar um þetta á http://nyttlydveldi.is/ Annars er þarna verið að byggja á hugmyndum Njörðs P Njarðvík

Að þessari undirskriftarsöfnun stendur hópur Íslendinga sem telur brýnt að hefjast nú þegar handa við að endurreisa traust í þjóðfélaginu og efla virðingu fyrir reglum lýðræðis og grundvallarstofnunum samfélagsins.

Fólkið í landinu þráir nýtt upphaf og nýjar leikreglur ásamt endurreisn þeirra gilda sem þjóðin hefur um aldir lagt rækt við, gilda á borð við heiðarleika, samvinnu, ábyrgð og jöfnuð.

Við viljum með þessu framtaki mynda þverpólitíska breiðfylkingu um þau markmið sem koma fram í áskoruninni til forseta og Alþingis. Margir góðir og vel metnir Íslendingar hafa lagt til  ráðgjöf og aðstoð við undirbúning þessa framtaks.

Hópurinn er óháður öllum stjórnmálaframboðum og hagsmunaöflum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.1.2009 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband