Leita í fréttum mbl.is

Vg stærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum - Hvaða lausnir býður hann nú?

Nú þegar að 32% þjóðarinnar segir að þau mundur kjósa Vg er allt í lagi að fara að velta fyrir sér hvaða lausnir hann bíður fólki í þessu hruni sem við höfum orðið fyrir síðasta misseri.

  • Samningur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn IMF:Steingrímur og Ögmundur fóru hamförum þegar að samningur var gerður við AGS. Þeir hafa m.a. sagt að í samningnum felist að að við missum yfirráð yfir auðlyndum okkar og getum aldrei greitt þetta. En skv. því sem mér skilst er meiningin að nota þessa peninga ekki heldur geyma þá í gjaldeyrisvarasjóð og þar eru þeir á vöxtum.  En hvað vildi Vg þá gera? Það hafa þeir aldrei sagt. Þeir vita eins og aðrir að enginn var tilbúinn að lána okkur nema að við værum í samstarfi við AGS? En hvaða lausnir hefur Steingrímur? Hann sem er á móti pukri bauðst reyndar til að fara leyniferð til Noregs og reyna að fá þá til að aðstoða okkur. En hann vissi að Norðmenn eins og aðrir vildu fá áætlun frá AGS áður en þeir skoðuðu það.
  • IceSave: Vg vill að við skrifum ekki undir samninga um lámarksábyrgð á IceSave reikningum. Heldur láta þetta fara fyrir dóm. Vg veit væntanlega að þar með mundi milliríkjadeila okkar við Breta og Holland magnast aftur og þeir mundu beita sér og ESB gegn okkur. Loka á viðskipti sem og setja allar skorður aftur á gjaldeyrisviðskipti við okkur.
  • Þeir vilja auka útgjöld töluvert í viðbót á fjárlögum en tala ekkert um hvernig við vinnum okkur út úr skuldum.
  • Framtíðarsýn: Ég hef ekkert heyrt frá þeim um hvernig þeir sjá fyrir sér að best sé fyrir Ísland að koma sér út úr þessari kreppu.
    • Þeir vilja ekki ganga í ESB
    • Þeir vilja ekki taka upp evru
    • Þeir vilja breyta EES samningi okkar yfir í tvíhliða samning við ESB. Eins og ESB séu ólmir í það.
    • Þeir hafa nefnt myndsamstarf við Noreg. En ég get ekki séð að Noregur sem er nú ekki risa myntsvæði geti tekið áhættu á að fara í slíkt samstarf. Enda benti Norski Seðlabankastjóri á að það þjónaði ekki hagsmunum okkar.
  • Hvaða hugmyndir hafa þeir varðandi lausnir sem auka atvinnutækifæri núna? Ekki í framtíðinni heldur næstu 2 ár. Til að vinna gegn atvinnuleysi.

Þannig að ég er að velta fyrir mér þegar fólk segist ætla að kjósa Vg hvað það horfir til hjá þeim annað en að þeir hafa ekki verið í stjórn áður.


mbl.is Fylgi VG mælist rúmlega 32%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband