Sunnudagur, 25. janúar 2009
Á morgun eru líkur á að komið hafi verið á móts við allar kröfur mótmælenda.
Það verður gaman að sjá hvað þá tekur við. Nú er þetta sennilega að nálgast að vera lífsstíll hjá ákveðnum hópum að mótmæla. Nú á morgun er líklegt að staðan verði svona:
Ég er að velta fyrir mér hvort að mótmælin séu að verða lífstíll. Og þá hvað fólk gerir nú þegar felst
- Reikisstjórn burt! Hún fer og ekki seinna en eftir 100 daga
- Stjórn fjármálaeftirlist burt! Hún er búin að segja af sér og forstjórinn hættir 1 mars.
- Þeir sem áttu bankana eru búnir að missa þá og eiga ekki að hafa áhrif þar lengur
- Davíð verður vonandi settur af á morgun. Sem og bankastjórnin. Jón Sig þegar búinn að ákveða að segja af sér í stjórn.
- Geir er að hætta
- Búið að ákveða að auglýsa stöður bankastjóra Landsbanka og Glitnis
- Hafin rannsókn á bankahruninu
- Samfylking búin að lýsa yfir að það verði tekið til í stjórnkerfi sem þýðir að einhverjir fleiri embættismenn fjúka á næstunni.
- Líkur á að Árni Matt verði færður eða segi af sér.
Það er spurning hvort að mótmælendum finnst sniðugt að skipta um stjórn núna. Menn hafa talað um utanþingsstjórn og nefnt ýmsa til að leiða hana. Veit ekki? Um þá flesta er það að segja að maður hefur nú ekki séð þá stýra einu eða neinu hvað þá hagsmunum 320 þúsundmanna þjóðar. Það tekur menn örugglega mánuði að komast inn í störfin og þá eru komnar kosningar. Held að flestir þeir sem nefndir hafa verið ættu kannski frekar heima sem ráðgjafar þá nýrrar stjórnar eða sem fulltrúar á stjórnlagaþingi.
Munum að ný stjórn þarf að eiga í samskiptum við marga og ólíka aðila innanlands sem utan. Og nú á næstunni reynir mjög á samskipti okkar við erlendar þjóðir.
Held líka að fólk haldi að með nýrri stjórn verði strax hægt að lækka lánin þeirra, skatta og skapa störf. Held að fólk sé alltaf í einhverjum drauma heimi. Það hafa verið þurrkaðir út úr þessu samfélagi þúsundir milljarðar sem í raun voru aldrei til hér. Og eftir sitjum við með skuldir vegna lána sem bankarnir tóku m.a til að lána okkur. Og þessar skuldir þarf að borga. Og til þess þarf að skera niður. Og fólk þarf að borga lán sín því annars lendir það öðrum með hærri sköttum. Stjórnvöld eiga að gera fólki það mögulegt með ráðstöfunum en ef láni er aflétt á einum þarf annar að borga meira fyrir vikið.
En það verður gaman að sjá hvað fólk gerir á morgun.
Mótmælt við Seðlabankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Held að ef eins miklar breytingar og við viljum komi á morgun þá hætti fólk bara að mótmæla. svo einfalt er það nú. hinsvegar er ólíklegt að þetta gerast þannig að fólk mun halda áfram því það er nauðsynlegt.
það er auðvitað erfitt að koma inn í stjórn mála núna, en það er nauðsynlegt að þeir sem ekki hafa sérhagsmuna að gæta eins og stjórnin, sem ekki tengjast auðvaldi og þeirra fjölmiðlum, sem ekki vilja koma öllu í sama farið..sé falin stjórn. fagaðilum. þeas, fólki sem er annt um íslensku þjóðina.
í þessu er mikilvægt að við stofnum nýtt lýðveldi með nýja stjórnarskrá þar sem við tryggjum, að sama hversu ógeðslegan flokk við sitjum uppi með, að valdhöfum muni ekki takast að mata eigin krók án afleiðinga, að þeir muni virða pólitíska ábyrgð, að auðvaldið nái ekki fótfestu hér eins og það hefur í dag og að fjölmiðlarnir muni vera frjálsir eða fyrirlitnir
Þröstur (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 23:42
Þegar þetta er skrifað er ekki ósennilegt Geir rjúfi þing og boði til kosninga innan 6 vikna skv. lögum.
Í millitíðinni sitji stjórnin eða forsetinn skipar utanþings- eða starfstjórn til að sinna verkum ráðherra næstu 6 vikurnar.
(Magnús, ég er með svar til þin vegna stjórnlagamálanna á minni síðu í athugasemd á eftir þinni.)
Haukur Nikulásson, 25.1.2009 kl. 23:55
Uppstokkun hjá valdamönnum er bara byrjunin, smá millistig sem þarf til að fylla upp í og greiða fyrir alvöru breytingum.
Eins og Búdda orðaði það þá hafði hann rámað um í þjáningum í gegnum sífeldar endurfæðingar, en það var ekki fyrr en hann hafði lagt húsið í rúst og skilið grunninn eftir á jörðinni sem hann gat byrjað að lifa hamingjusamur. Eitthvað sem hann kallaði Straumhvörf (pali: Sotāpanna)
Samfélagið okkar þarf að fara í gegnum svipuð straumhvörf og Búdda. Við þurfum að ganga að öllu dauðu sem áður olli okkur þjáningum. Pappírsverðmæti, einkaeign og allt annað sem getur gert manni kleyft að lifa eins og kóngur á kostnað annarra verður að hverfa, enda engum til gagns. Þegar það hefur verið gert, þá skipta lán, skattar og atvinna ekki nokkuru máli, hvort sem lánið er þúsund milljarðar eða tíu þúsund milljarðar.
Á morgun mun fólk gera heiðarlega tilraun til að losna þær hindranir sem gamlar hefðir og tiltrúr valda.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 00:02
Páll Skúlason stýrði Háskólanum með miklum sóma í fjölda ára - hann er kjörinn til að leiða Utanþingsstjórn. Nánast óumdeildur.
Þór Jóhannesson, 26.1.2009 kl. 01:00
Ég er alveg sammála að Páll stóð sig mjög vel í HÍ. En við erum að tala um allt annan hlut hér. Hvað heldur þú að hann yrði lengi að koma sér inn í embættið. Þetta er ekkert smá mál. Samningar við erlendar þjóðir, samskipti við sveitarfélög, hagmunahópa, almenning. Allur rekstur ríkisins, Seðlabankinn. Samskipti við stéttarfélög, atvinnurekendur. Og fleira og fleira. Það væri ekki óeðlilegt að það tæki nokkra mánuði. Það tók hann örugglega nokka mánuði í Háskólanum þó hann starfaði innan hans.
Magnús Helgi Björgvinsson, 26.1.2009 kl. 01:15
Ég skil ekki af hverju þú heldur að það taki marga mánuði fyrir utanþingsstjórn að ná utan um verkefnið. Í raun gætu ráðuneytin starfað eðlilega án nokkurns ráðherra! Kosturinn við utanþingsstjórn væri að þeir myndu einbeita sér að því allra nauðsynlegasta og láta starfsmenn ráðuneytanna um allt hitt.
Sigurður Hrellir, 26.1.2009 kl. 01:32
Ráðuneytin taka engar veigamiklar ákvarðanir án þess að ráðherra leggi þær fyrir eða samþykkir. Og nú er tími ákvarðana. T.d. hvað varðandi lán og vertryggingar, frystingar, nýjar vísitölur. Hvað með samskipti við Breta og IceSave. Og svo framvegis. Og á þessum tíma þarf væntanlega að ráða nýjan Seðlabankastjóra og stjórn, Stjórn fjármálaeftirlits og þeir að ráða forstjóra. Það á að hitta fulltrúa IMF í næsta mánuði og fara yfir sameiginlegu áætlunina. Það er svo ótrúlega margt sem þarf að gera. Og við erum bara að tala nú um 103 daga til kosninga.
Magnús Helgi Björgvinsson, 26.1.2009 kl. 01:38
Því betra að hafa stjórn sem ekki er með hugann við kosningar daginn út og inn.
Sigurður Hrellir, 26.1.2009 kl. 07:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.