Leita í fréttum mbl.is

Alþingi! Brettið upp ermarnar og takið til óspilltra mála!

Kæru alþingismenn!

Ef þið hafið ekki tekið eftir þvi þá bíður þjóðin eftir að þið- Já þið ekki ríkisstjórn takið til óspilltra mála nú þegar. Það er búið að leggja fram held ég 8 eða 9 frumvörp sem eiga að taka á erfiðleikum sem að okkur steðja. Nú er það ykkar að afgreiða þetta fljótt og örugglega. Ekki vera að eyða tíma í að reyna að skora stig fyrir kosningar. Ef að ykkur finnst ríkisstjórn ekki nógu fljót með frumvörp til ykkar a vinna úr, þá leggið þið þau bara fram sjálf. Það er gjörsamlega ótækt að ætla að fara að leika einhver leikrit nú á hverjum degi. Það eru ekki nema kannski 2 vikur eftir af þinginu og þið þurfið a.m.k að afgreiða um 25 mál sem hafa verið boðuð frá ríkisstjórn. Það þýðir að þið verðið að koma ykkur að verki. Kalla til tímabundið sérfræðinga á þessum sviðum til að vera nefndum Alþingis til halds og trausts og pumpa þessum frumvörpum í gegnum umræðurnar. Það gerir ekkert til þó að einhver frumvörp innihaldi einhverja smá galla. Þeir verða bara lagaðir á næsta þing.

Ég legg til að fundar- og starfstími þingsins verður lengdur nú strax í stað þess að vera síðustu daga fyrir þingrof sólarhringum saman inn á þingi.

Munið að kjósendur horfa núna til ykkar og vega og meta hvað þau kjósa í næstu kosningum. Og þá verður horft til verka ykkar núna.

Þetta er eins með ríkisstjórnina. Verið ekki að horfa of á smá atriðin. Hugið að lausnum fyrir fjölskyldur eins og að seinka gjaldþrotum, lengja tíma sem fólk getur búið í íbúðum sínum eftir gjaldþrot. Og náttúrulega greiðsluaðlögun. Þessum hlutum verður að hrinda í framkvæmd núna. Því það léttir brýnum áhyggjum af fjölskyldunum í landinu.

Upp með ermar, girðið ykkur í brók, látið verkin tala, rífið ykkur nú upp á rassinum og farið að vinna.


mbl.is Hægt að halda áfram þingstörfum eftir þingrof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Óspilltra mála??

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2009 kl. 16:48

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er þetta ekki rétt? " Að taka til óspilltra mála!" Að koma sér að verki og láta ekkert annað trufla sig. Held að þetta sé rétt. Ég hef minnsta kosti sagt svo síðan ég var lítill. En þetta getur líka verið vísun í að láta ekki flokkshagmuni spilla fyrir starfi þeirra.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.3.2009 kl. 17:00

3 identicon

Sounds good to me....

Lissy (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 17:03

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Að taka til óspillta mála er orðatiltæki. Það þýðir að hefja þegar verk eða aðgerð og láta ekki trufla sig.

Skv. Orðanet.is er þetta svona

taka til höndunum(10)

blása til sóknar so bretta upp ermarnar so  hefjast handaso  láta til skarar skríða so taka sér eitthvað fyrir hendurso  taka til höndunumso  taka til óspilltra mála so taka til óspilltra málanna so taka til sóknaso taka til verka so

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.3.2009 kl. 17:30

5 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

tja ég skildi við hvað var átt við ,er verið að sýna hvernig þingmenn starfa með karp um ekki neitt :)

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 2.3.2009 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband