Leita í fréttum mbl.is

Heitir þetta ekki að gleypa eitthvað upp eftir erlendum álitsgjöfum?

Þetta er nærri því nákvæmlega það sem fjölmiðlar höfðu eftir "sérfræðingum" erlendra blaða í morgun þegar þeir fréttu af yfirtöku Straums. Skil ekki hvað hann er að gera með að eyða tíma þingsins í þetta. Málið er að hér hefur orðið kerfishrun og upplausn búin að ganga hér yfrir í janúar. Fólk er að flytja erlendis og það er bara mjög lítið við því að gera. Nema

  • Við getum með samstilltu átaki reynt að komast sem allra fyrst út úr þessu hruni.
  • Við náum þá vonandi að gera eins og alltaf að byggja upp aðstæður sem hvetja fólk til að flytja hingað aftur. Þetta gerðist eftir 1970 og aftur eftir 1990 niðursveifluna. Fólk kom aftur.

En hinsvegar ef við förum framsóknarleiðina og fellum skuldir niður á línuna, þá er samt líkur á að þeir verrsettu fari samt og eftir situr þjóðin með himin háa skatta næstu áratugina og engin snýr aftur.

Nú er þjóðin held ég farinn að bíða eftir að ríkisstjórn, þingmenn, flokkar fari að kynna okkur framtíðarsýn sína:

  • Hvernig ætla þeir að byggja hér upp nýja peningastefnu til framtíðar þar sem slíkt fall sem varð á Krónunni verður útiloka.
    • Hvernig ætla þeir að tryggja að við getum átt í frjálsum viðskiptum við önnur lönd. ?
    • Hvernig ætla þeir að tryggja að við höfum gjaldmiðil sem nothæfur er í slík viðskipti?
    • Hvernig á að tryggja að hér verði vextir sambærilegir við útlönd?
    • Hvernig ætla þeir að tryggja að hér sé ekki tveir gjaldmiðlar => Vertryggð og óverðtryggð króna?
    • Hvernig ætla þeir að tryggja að verðtrygging lána verði valfrjáls í raun á langtíma lánum og raunhæfur kostur.
    • Hvernig ætla þeir að tryggja að við höfum aðgang að lánsmörkuðum erlendis?
    • Hvernig ætla þeir að tryggja að við fáum hingað erlenda fjárfesta til að hjálpa okkur við uppbyggingu?
    • Hvenær á að horfa á hagmuni meirihluta þjóðarinnar varðandi aðgang að ódýrari neysluvöru. Sérstaklega mat?
    • Hvenær eiga hagmunir þjóðarinnar að ganga fyrir hagmunum 100 til 200 útgerðamanna?
  •  Hvenær verður sótt um aðild að ESB?

mbl.is Segir hættu á kerfishruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Kerfishrun er þegar verslun við útlönd fellur niður vegna vanefnda og við komumst að því hvað það þýðir að eiga aðeins matarbirðir til tveggja mánuða.

Héðinn Björnsson, 9.3.2009 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband