Leita í fréttum mbl.is

Guðjón er þetta ekki augljóst?

Ásgerður segir:

Ég hef gagnrýnt hvernig staðið hefur verið að starfsmannamálum og mörgu fleiru í æðstu yfirstjórn flokksins. Nú er hins vegar ljóst að formaður flokksins ætlar sér ekki að að gera nauðsynlegar breytingar á starfsmannahaldi flokksins.    Þá hefur því verið hafnað að standa löglega að uppstillingu á framboðslista flokksins í Suðvestur kjördæmi en ég hef ítrekað gert athugasemdir við að uppstilling flokksins í því kjördæmi  sé ólögleg þar sem ekki hafi verið boðað til fundar með löglegum  hætti

Það eru nú ekki margir starfsmenn hjá Frjálslyndum væntanlega. Er það ekki bara 1 eða 2 á launum?


mbl.is Guðjón A. undrandi á uppsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Með ritaranum sem ríkið borgar og þeim aðstoðarmönnum sem ríkið greiðir einnig þá eru starfsmennirnir 7 talsins. Þá á eftir að telja upp formann og varaformann.

1 ritari.

3 aðstoðarmenn þingmanna (einn samt hættur eftir að Kristinn "sleggja" fór)

1 Heimasíðuhaldari

1 Aðstoð við gagnasöfnun við heimasíð.

1 Framkvæmdastjóri (yfir hálfa kúlu á mánuði).

Ekki að undra að óánægja sé í flokkum yfir því hve fjármunum flokksins, og þar með skattpeningum almennings, sé illa varið.

Halla Rut , 23.3.2009 kl. 16:42

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

"Já sæll!" Það er ekki smá sem þeir kosta til við heimasíðunna. Maður mundi skilja það ef þetta væri fréttasíða en svona félagssíða er dálítið vel í lagt. Held að Guðjón sé búinn að missa stjórn á þessu batteríi.Og framkvæmdarstjóra upp á hálfamilljón. Er það ekki sami maður og er aðstoðrarmaður Guðjóns?

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.3.2009 kl. 17:03

3 Smámynd: Halla Rut

Nei nei, Magnús, hann er svo með annan sem aðstoðarmann og því að Guðjón er formaður flokks þá fær hann aðstoðarmann á fullum launum frá ríkinu.

Halla Rut , 23.3.2009 kl. 18:31

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Takk fyrir upplýsingarnar. Það er náttúrulega þá ekkert skrítið að Ásgerður hafi viljað taka eitthvað til þarna. Nema náttúrulega að hún hafi viljað komast á launaskrá í stað fyrri varaformanns?

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.3.2009 kl. 18:55

5 Smámynd: Halla Rut

Varaformaður er ekki á launaskrá. Hún vildi taka til og vildi láta endurkjósa í þeim kjördæmum þar sem forustan hafði staðið fyrir ólöglegum prófkjörum.

Halla Rut , 23.3.2009 kl. 19:16

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

OK þessum flokki er bara ekki viðbjargandi! Sennilega bara gott að hún tók hann af lífi væntanlega endanlega með þessu. Enda kannski best þegar þetta er orðið eitthvað batterí sem starfar á þessum nótum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.3.2009 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband