Leita í fréttum mbl.is

Enn ein hörmungarsaga úr Kópavogi

Ég hef alltaf haft sterkar taugar til þeesa hús. Ég upplifið það að vinna á þessu svæði frá 1984 til ársins 2003.

Ég hef skrifað um þetta hús áður hér á blogginu eða var það á gamla blogginu mínu og ég færði það svo hingað yfir en það sem ég sagði m.a. var

Í fyrra var kynnt í Kópavogi um sölu bæjarins á gamla Kópavogshæli. Þ.e. því húsi sem byggt var af Hringskonum um 1923 og gengdi fyrst hlutverki sem hvíldarhæli fyrir berklasjúklinga síðan fyrir holdsveika og en síðar var þar gæslusystra/Þroskaþjálfaskólinn. Kaupandinn var Ingunn Wernesdóttir. Ég var alltaf á móti því að bærinn seldi þetta hús því það er með elstu byggingum í bænum og kjörið að breyta því í safn og fræðaaðstöðu fyrir bæinn t.d. tengt náttúrufræðum sem og að tengja það við Kópavogstúnið sem ég vill að verði lystigarður. En semsagt að bærinn seldi það með pomp og prakt og kynntu söluna með trompi en í dag var ég að lesa viðtal við Ingunni Wernersdóttur þar sem segir m.a.

Til stóð að kaupa gamla hressingarhælið á Kópavogstúni, sem Hringskonur létu byggja árið 1923 eftir teikningu Guðjóns P. Samúelssonar. Ætlunin var að gera húsið upp á myndarlegan hátt og byggja við það, þó þannig að það héldi sínu upprunalega útliti sem mest og vera síðan með listaverkasýningar og ýmsa listviðburði þar fyrir almenning. "Auk þess var ætlunin að vera með höggmyndagarð á þessum stórkostlega stað.

Kópavogsbær og Inn Fjárfesting undirrituðu kaupsamning um fasteignina 9. júlí síðastliðinn þar sem við gerðum ýmsa fyrirvara um kaupin sem miðuðust svo aftur við ákveðnar tímasetningar. Síðan leið tíminn án þess að samningsaðilar næðu saman um ákveðin atriði sem mér fannst skipta mjög miklu máli. Samningurinn féll því um sjálft sig þar sem fresturinn til að klára þessi atriði var útrunninn. Ég var ef til vill of stórhuga í þessu verkefni eða gekk of langt að mati sumra en þannig er ég, vil gera hlutina almennilega og myndarlega. Það er mikil eftirsjá í þessu húsi á Kópavogstúni."

Þetta er með elstu húsum í Kópavogi sem á sér ekki svon langa sögu sem þéttbýli. Og svo þarna skammt frá er Kópavogsbærinn sem er enn eldri og elsta hús Kópavog. Hann er jú steinhlaðinn. En í látunum við að skaffa þarna lóðir fyrir verktaka til að byggja blokkir var mjög þrengt að þessum húsum. Restina af Kópvogstúninu ber að halda óbyggðu. Þar er mikill trjágróður og auðvellt að breyta þessu svæði í t.d. listigarð með göngu og útvistarsvæðum. Holdveikrahælinu má breyta í safn og kaffihús. Þarna búa margir í hring og margir njóta þarna útiveru og því gæti þannig rekstur vel borið sig. Þarna gæti t.d. verið safn sem fjallar um sögu holdsveikra á Íslandi sem og safn sem fjallaði um þróun þjónusu og viðhorfa til fólks með fötlun. Þarna var jú í þessu húsi t.d. á einum tíma Þroskaþjálfaskólinn (áður Gæslusystraskóli), Þetta var hressingarhæli fyrir berklaveika, þarna í þessu húsi var til margra áratuga mötuneyti fyrir allt Kópavogshæli. Þarna í kring bjuggu þegar mest var yfir 200 einstaklingar með fötlun. Á svæði sem á köflum var eins og fangelsi

hælið

mbl.is Gamla hælið grotnar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband