Leita í fréttum mbl.is

Hvenær er nóg komið?

Ég hef hér áður talað um skrítna forgangsröðunn í samgöngumálum okkar íslendinga. Það er verið í óða önn að borga í gegnum fjöll hér um allt land nema á SV horninu. Þar hafðist eftir áratugabaráttu að fara í tvöföldum Reykjanesbrautar og fer nú að sjá fyrir endan á því. En Suðurlandsvegur sem er einn af umferðamestu þjóðvegum landsins er búið setja sífellt í salt og ekkert gert. Jú það voru byggð mislæg gatnamót við Þrengslaveg og svo hefur smá hluti verið gerður 2x1. Annarstaðar í heiminum væri þessi vegur löngu orðinn 2x2 og kominn jarðgöng undir Hellisheiði. Það er með ósköpum að það þurfi að kosta mannslíf til að vekja ráðamenn. Og svo segir Vegagerðin að það þurfi ekki 2x2 heldur nægji að gera þetta með hangandi hendi og notast við eins ódýrar bráðabyrgða lausnir og hægt er.

Ég minni þessa karla á að hvergi er eins mikil umferð af vörubílum og þarna því að aðal malarnámur Höfuðborgarinar eru við Þrengslaveg. Þetta margfaldar líkur á framúrakstri og þar af leiðandi slysa hættu. Ég legg til að það verði engin jarðgöng byggð á landinu fyrr en að búið er að tvöfalda Suðurlandsveg til Selfoss og helst að gera göng undir Hellisheiði til að losna við Kambana. Suðulandsvegur eru búinn að taka allt of mörg mannslíf.

Frétt af mbl.is

  Telur að skilja verði að umferð úr gagnstæðum áttum á Suðurlandsvegi
Innlent | mbl.is | 3.12.2006 | 12:43
Rannsóknarnefnd umferðarslysa telur að aðskilja verði umferð úr gagnstæðum áttum á Suðurlandsvegi í ljósi tíðra umferðarslysa þar. Tvennt lést í banaslysi þar í gær hjá Bláfjallaafleggjaranum og fimm voru fluttir á sjúkrahús. R

Skil vel bæjarstjóran í Hveragerði.

Suðurlandsveg verður að tvöfalda

 
 
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir mikla reiði meðal bæjarbúa í kjölfar banaslyssins sem varð á Suðurlandsvegi í gær. Ekki sé hægt að búa við þetta ástand lengur, að vera ekki örugg á leið um Suðurlandsveginn yfir Hellisheiði. Tvöfalda verði veginn milli Reykjavíkur og Selfoss, annað verði ekki liðið af hálfu Sunnlendinga.

Aldís kveðst hafa orðið vör við mjög öflug viðbrögð meðal fólks eftir að slysið varð. Aldís segir að lokun vegasambands milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurlands í tvær klukkustundir vegna slyssins auki á reiði fólks.


mbl.is Telur að skilja verði að umferð úr gagnstæðum áttum á Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband