Leita í fréttum mbl.is

Ísland = Tapaðir peningar

Nú hefur Ísland tekð við af spilavítum og glæpamönnum þegar þarf að skýra út í þáttum og væntanlega myndum um hvernig einhverjir tapa peningum.  Þetta er óheillvæn þróun. Svo eru hér meirihluti þjóðarinnar sem heldur að við getum auðveldlega skapað okkur traust og virðingu erlendis án nokkurra breytingar nema að minnka bankana okkar og borga helst lítið sem ekki neitt af okkar skuldum.

Held að nú þegar ljóst er að meirihluti þjóðarinnar er á móti aðildarumsókn að ESB þá bíði okkar langur tímið þar til að hjól atvinnulífsins fara að snúast aftur. Það verða engir hluthafar hressir með að lána fyrirtækjum eða bönkum hér verandi með krónu, enga framtíðarsýn eða á nokkurn hátt neinar gáfulegar lausnir í neinum af þessum málum.

Eins og fólk talar um ESB þá er það að setja stimpil á 27 þjóðir Evrópu um að þær séu með því að vera í ESB ósjálfstæðar, án fullveldis og gríðarlega vansælar. Þær myndi samband þ.e. ESB sem miði að því að stela öllu hér á landi og fisknum okkar líka.

Fólk er talið trú um að við getum ekki náð neinu fram í aðilaviðræðum okkar en gleymir því að við erum svo lítil þjóð að allur okkar útflutningur er ekki nema svona meðalhagnaður hjá stærstu fyrirtækjum Evrópu. Öll þjóðarútgjöld okkar eru minni en hjá stórri Evrópskri borg.  Það hefur sýnt sig að í þeim samningum sem við höfum gerst aðilar að höfum við vegna þess að við erum svo fámenn fengið inn sérákvæði fyrir okkur vegna þess að þetta er svo litlar upphæðir miðað við heildarpakkann.

  • Við fengum verulega hærri hlut fyrir okkur í Marshall aðstoðinni en aðrar þjóðir þó við hefðum ekki orðið fyrir verulegum stríðsskaða miðað við aðra.
  • Við fengum verulega meiri stuðning en aðrar þjóðir í Norðurlandaráðinu þegar við gengum í það.
  • Við fengum mikinn stuðning frá EFTA þegar við gengum þangað inn. Miklu meira enn aðrar þjóðir.
  • Og eins var með EES við fengum flest sem við lögðum áherslu á í honum 

Ég hef heyrt rök fyrir því að það séu þessir samningar sem áttu stóran hluta af því að við komum okkur út úr fátækt á seinnihluta 20. aldar.

En við td. EFTA og EES samninga loguðu allir fjölmiðlar af greinum frá mönnum talandi um að nú innan nokkra ára mundu útlendingar koma og stela öllum fisknum, öllum fyrirtækjum, öllum jörðum hér á landi og svo landið fyllast af útlendingum sem mundu taka alla vinnu af okkur. 

En semsagt nú eru líkur á að meirihluti þjóðarinnar vilji ekki aðilaviðræður til að sjá hvað við fengjum út úr þeim. Ég segi verði fólki að góðu! Ég spái því að fólk átti sig fyrr en síðar þegar að enduruppbygging hér gengur hægar en fólk heldur, þá breyti fólk um skoðun en þá erum við búin að sóa þeim tíma sem það tók fólk að skipta um skoðun og ekkert víst að ESB verði tilbúið í frekari stækkun þá.

Skoðið þið myndina hér fyrir neðan. Þar sjáið þið að það eru bara við, Noregur og Sviss í Vestur Evrópu sem ekki erum í ESB. Og af öðrum eru ekki nema örfá sem ekki eru með umsókn um aðild í gangi.

 

Aðildarríki ESB og umsóknir

 


mbl.is Tapaði öllu á íslenskum bönkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki finnst mér það fýsilegur kostur að ganga inní ESB,Með lönd líkt og Búlgaríu og Rúmeníu.Tyrkland sækir fast eftir því að fá að komast inní ESB,og ef að þeim tekst það, þá er EVRÓPA fallin.

Númi (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 11:29

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er rétt að Tyrkland sérstaklega er kannski vafasamt. En þú verður að átta þig á að það verður í þeirri stöðu að vera 1 af kannski 30 löndum þannig að það eru lýkur á því að það verði að laga sig að Evrópusambandinu en ekki öfugt. Þjóðverjar og Frakkar hafa verið á móti inngöngu Tyrkja.

Ég held Númi að við getum frestað þessu en áður en langt er um liðið þá verðum við að taka slaginn . Heyrði í finnskum fræðimanni sem sagði að innganga í ESB og upptaka evru voru leiðir Finna til að verða samkeppnis hæfir á helsu mörkuðum. Og þetta hafi reynst rétt hjá þeim. Svíar upplifðu 20 til 30% lækkun á vöruverði. Þannig lækkun mundi skipta tugum milljarða í sparnað fyrir Íslenskar fjölskyldur. Þó við höfum EES samningin þá eru margar okkar vörur ennþá tollaðar ef þær eru fullunnar. Það er svo margt sem mælir með því að ganga inn í ESB þó það séu líka gallar.

En aðildarviðræður okkar mundu náttúrulega markast af því að takmarka gallanna. Og okkur hefur alltaf tekist það í svona samningum.  Nú ef það fengist ekki viðunandi samningur þá mundi þjóðin hafna honum. 

Það er talað um fullveldisframsal á ákveðnum sviðum sem er rétt, en á móti fengjum við notið hagkvæmni hér. Það má t.d. nefna að ekki væri þörf á öllum þeim milljónum sem fara í að framkvæma búvörusamninginn og styrkir til bænda kæmu frá ESB ekki beint frá neyendum. Og þar sem að styrkir til bænda yrðu ekki framleiðslutengdir þá gæfi það bændum til að hagræða og stýra framleiðslunni betur. Þá mundu einkaleyfi eins og mjólkursamsalan hefur falla niður og önnur fyrirtæki gætu komið á markað með samkeppni. Og fleira og fleira!

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.4.2009 kl. 12:02

3 identicon

Já, ég veit ekki hvort þjóðin átti sig á þeirri stöðu sem hún er komin í.

Mér er það til efs hvort fólk alemnnt skylji hvernig ástandið geti orðið hér næstu árin, með gjaldmiðil sem nýtu ekki trausts, viðskiptalíf sem nýtur ekki trausts... engar fjárfestingar.... galdþrot og gríðarlegt atvinnuleysi....

Já förum öll og gerumst smábátasjómenn, kotbændur og húsgagnaframleiðendur...

og lokum okkur af frá umheiminum

Ég og konan höfum ákveðið að ef þetta verður raunin þá flytjum við úr landi!

Okkur finnst það sorglegt, svona er þetta bara!

B.B. (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 12:40

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það er síðan alltaf spurningin B.B. hvort að það sé betra að vera skuldaþræll ævilangt og börnin mans líka eða vera frjáls undan svikamyllykerfi bankanna, en afskiptur og félítill um tíma, held að við ættum að færa þær fórnir sem þarf og sýna almenningi í öðrum löndum að við viljum ekki þetta skulda-lénskerfi sem komið hefur verið upp á undanförnum öldum og arðrænir okkur frá vöggu til grafar, að það er hægt að snú baki við svikamyllunni, píramída svindlinu....eða á maður að vera þræll alla sína tíð afþví að flestir aðrir treysta sér ekki til annars? Feginn myndi ég éta fisk í öll mál um tíma til að losna við óværuna sem rýr allt venjulegt fólk inn að skinni og hirðir ávöxtinn af striti þess. Andskotans væri mér sama þó að ég kæmist ekki í frí til útlanda um tíma eða gæti ekki keypt dót ef það er það sem þarf til að kollvarpa útpældu arðránsgangverki.

Georg P Sveinbjörnsson, 12.4.2009 kl. 15:02

5 Smámynd: TARA

Ég held að við ættum ekki að gera neitt nú sem stendur, hvorki að ganga í ESB né taka upp aðra mynt. Ef til vill seinna, en alls ekki núna. Það er bara gálgafrestur.

TARA, 12.4.2009 kl. 15:21

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ja ekki er ég sammála þér Tara. Ég held að gera ekki neitt sé einmitt gálgafrestur. Þú veist vonandi að það er nú með nýjum gjaldeyrishömlum bannað að versla milli landa með krónu. Og samt fellur krónana. Held að ef við förum ekki að láta umheimin vita hvert við stefnum í framtíðinni þá fái engin trú á okkur næstu áratugina. Og með þessu áframhaldið fer innflutningur að stöðvast því ef engin vill eiga viðskipti við okkur þá klárum við gjaldeyrisforðan eins skot sem við ætluðum ekki að nota heldur endurgreiða 2012.

Að gera ekki neitt er ekki valkostur að mínu mati. Bara það að láta vita að við séum búin að marka vegin til framtíðar vekur traust á þvi að við séum raunverulega að vinna okkur út úr þessu. Við það gæti komið trú á krónuna til skamms tíma og hún hækkað. Því það verður hún að gera áður en við skiptum um gjaldmiðil

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.4.2009 kl. 15:40

7 Smámynd: TARA

Það er margt til i því sem þú segir Magnús Helgi og ég er hlynnt því að taka upp annan gjaldmiðil og hef verið það lengi, mér finnst það bara dálítið óöruggt núna. Vissulega er krónan alveg á leið út í hafsauga og mun áreiðanlega aldrei koma til baka...en við þurfum samt að íhuga þetta vel.

Þetta er stórt skref fyrir litla þjóð og við þurfum lika að hugsa um okkar hugsmuni og aulindir og við höfum ekki efni á að láta sjávarauðlindir okkar í hendur annarra þjóða, því þær eru okkar helsta útflutningsvara. Við verðum asð hafa óskert vald yfir þeim.

Jú, við þurfum að marka okkur stefnu og virka trúverðug og sýn að það er verið að vinna í málunum, en það verða að vera raunhæf markmið og sönn.

Hvað ætlum við að gera af fullri alvöru þegar fram í sækir ? Hvað ætlum við að bjóða í staðinn fyrir óskert yfirráð yfir sjónum við landið okkar ? Hvers vegna ættum við að fá aðild að ESB þegar við neitum að láta nokkuð af helstu þjóðargersemum okkar af hendi ?

En ég er sammála þér að við eigum ekki að snerta einn eyrir af þessu láni frá Alþjóðagjaldeyrissjoðnum og hefðum aldrei átt að taka það lán í upphafi. Skilyrði þeirra eru óásættanleg að svo mörgu leyti. Þau eru ávísun að bráðum bana sjálfstæðis okkar og eigin yfirráðum.

TARA, 12.4.2009 kl. 16:54

8 identicon

Ekki er hægt að láta sér detta í hug að múslimaríkið Tyrkland geti samsamað sig öðrum Evrópuríkjum,líkt og þér dettur í hug í svari No2,Magnús.EF eitt múslímskt ríki verður samþykkt inní ESB,þá er Evrópa unnin,semsagt fallinn.Það hefur sýnt sig í tuga,tuga ára að samskipti á milli svo ólíkra trúarbragða ganga ekki.Fær kristin maður að byggja kristna kirkju í múslimaríki   ?  Fær múslímskur maður að byggja mosku í Evrópuríki=Já.......Tek fram að ég tel mig ekki vera rasista,,en staðreyndir tala sínu máli.

Númi (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband