Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðismenn treysta ekki þjóðinni!

Það ætti að vera flestum ljóst eftir þessar hugmyndir Sjálfstæðismanna að þeir treysta ekki þjóðinni!

Fólk man eftir fjölmiðlafrumvarpinu sem ekki mátti fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og nú vilja þeir ekki inn í Stjórnarská opnun á að ákveðin hluti þjóðar eða þings geti fraið fram á þjóðaratkvæði. Þeir vilja ekki að þjóðin hafi neitt með breytingar eða endurnýjun stjónarskrá að gera. Þ.e. þeir vilja ekki stjórnlagaþing heldur:

Þá leggja þeir einnig til að skipuð verði stór nefnd um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar sem skili af sér eftir tvö ár.

Og væntanlega fá að ráða því hverjir verði í þessari nefnd.

Og síðast en ekki síst vilja þeir ekki að auðlindir þjóðarinnar séu þjóðareign og ekki seljanlegar varanlega. Þetta er náttúrulega hagmuna pot fyrir kvótaeigendur af verstu sort. Og sýnir fólki að þrátt fyrir að alltaf hafi verið talað um að kvóti væri í raun bara nýtingarréttur sem ekki væri varanlegur þá eru sjáfstæðismenn að vinna að því að ákveðnar fjölskyldur eigi fiskinn í sjónum um aldur og ævi.

Smá viðbót:

Í stað þess að auðlindir sem ekki eru einkaeigu væru skildgreindar í stjórnarskránni sem þjóaðar eign leggja Sjalfstæðismenn til að ávæðið verði:

Frá minni hluta sérnefndar um stjórnarskrármál (BBj, StB, BÁ, JM).

1. Við 1. gr. Greinin orðist svo:

Við stjórnarskrána bætist ný grein, 79. gr., svohljóðandi:

Íslenska ríkið fer með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt þeirra náttúruauðlinda sem ekki eru í einkaeign og hefur eftirlit með nýtingu þeirra eftir því sem nánar er ákveðið í lögum.

Þetta mundi þýða að staðan væri jafnvel verri en hún er í dag. T.d. sé ég ekki betur en að ríkið gæti jafnvel selt auðlindir án þess að bera það undir þjóðina.


mbl.is Segja sjálfstæðismenn hafa varpað grímunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Menn þurfa að horfast í augu við það að leiðtogar sjálfstæðismanna fyrirlíta þjóðina og elska sjálfa sig. Hugsanir þeirra ganga út á auðlindafrekju, einokun og spillingu og í hjartanu er rúm fyrir fátt annað en þá sjálfa. Það eru ekki til skörungar í flokknum lengur, það er langt síðan þar voru einhverjir sem voru ekki skammlaust fylgismenn spillingar eða fólk sem vílaði fyir sér að ljúga kinnroðalaust. Etv. hafa þeir aldrei haft slíka leiðtoga - Sjá söguna hversu flekkótt hún er af blóði alþýðunnar.

Það einkennlegasta er samt fólkið sem er ekki inni í "klíkunni" en kýs þá frá vöggu að dauða í von um að fá sneið af kökunni eða þá í þeirri trú að FLokkurinn sé ekki það sem hann augljóslega er. Það góða við daginn í dag er að það verður sífellt erfiðara að blekkja sig með þessu móti, og áður en langt um líður eru mestar líkur til þess að einungis verði þar orðnir eftir innanborðs þeir sem eru blindir í sálinni og er ekki við bjargandi.

Rúnar Þór Þórarinsson, 16.4.2009 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband