Leita í fréttum mbl.is

Til athugunar fyrir Steingrím og aðra ESB andstæðinga!

Tvær greinar sem ég hef rekist á í dag sem ættu að ýta við andstæðingum aðildarviðræðna við ESB. Báðar spá því að ef við gerum ekkert í málinu þá sé líkur á öðru hruni fljótlega!

Á www.eyjan.is er vitnað í grein sem Sigurður Már Jónsson, aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins skrifar og segir m.a.

„Undirritaður hefur fyrir því heimildir að það sé góður möguleiki á því að semja við Seðlabanka Evrópu á grundvelli aðildarumsóknar strax núna í sumar. Það væri þá samningur sem fæli í sér að Seðlabanki Evrópu myndi styðja við krónuna sem við núverandi aðstæður gæti orðið eina björgun hennar. Það byggist á því að í EES-samningnum er innifalinn svokallaður neyðarréttur sem ekki hefur reynt á ennþá. Ef hann fæst nýttur þá gæti komið þar sá bakstuðningur sem krónan þarfnast svo sárlega,“ segir Sigurður í pistlinum.

Hann segir íslenskt efnahagslíf ekki þola gengisvísitölu langt yfir 200 stigum í langan tíma, og þjóðargjaldþrot sé yfirvofandi. Hann segir að fjármálaleg einangrun blasi við landinu, sem sé augljóslega stórhættuleg staða. Hann segir undarlega lítið fjallað um þessa hættu og líkir því við þá litlu umfjöllun sem hættuleg staða bankanna fékk í fyrra.

Sigurður segir að ef þessi möguleiki sé ekki nýttur sé verið að kalla yfir þjóðina nýjar hörmungar. “Við þolum ekki fleiri áföll í líkingu við það sem átti sér stað síðasta haust,”

Greinin hans Sigurðar heitir: " Verður Ísland gjaldþrota á kjördag"

Og í henni tala hann líka um:

.......haldi gengi krónunnar áfram að þróast með sama hætti og undanfarið bendi margt til þess að landið verði orðið gjaldþrota á sjálfan kjördag. Sigurður segir að varla verði séð að annað geti orðið okkur til bjargar en að sækja um ESB aðild.

Og svo er rétt að vitna í grein  Benedikts Jóhannessonar framkvæmdastjóra og ritstjória Vísbendingar, vikurits um efnahagsmál, sem sagð í grein í mogganum í gær:

Annað stóráfall er framundan á Íslandi verði ekki sótt um aðild að Evrópusambandinu. Þjóðin verður þá um langa framtíð föst í fátæktargildru.

Og síðan segir í frétt www.eyjan.is af þessu máli þ.e. greininni hans Benedikst:

Benedikt spyr hvað gerist ef þjóðin sæki ekki um aðild að Evrópusambandinu. Hann svarar sjálfur:

  1. Stórfyrirtæki flytja höfuðstöðvar sínar úr landi
  2. Útlendingar þora ekki að fjárfesta á Íslandi
  3. Fáir vilja lána Íslendingum peninga
  4. Þeir sem vilja lána þjóðinni gera það gegn okurvöxtum
  5. Atvinnuleysi, vaxtaokur og gjaldþrot verða viðvarandi
  6. Þjóðin missir af Evrópulestinni næstu tíu ár
  7. Íslendingar verða áfram fátæk þjóð í hafti

Benedikt segir að þeir sem hafni nú Evrópusambandsaðild hafi ekki bent á neina aðra leið úr rústum bankahrunsins.Eina úrræði þjóðarinnar sé að taka málin í sínar hendur og krefjast þess að stjórnmálamenn setji málið á dagskrá.


mbl.is Hafa ekki leyst ágreining um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrýtin grein.

Með fullri virðingu fyrir greinarhöfundi.  Er tilveran svona einföld? ég reikna með að þú vitir hvað er að gerast í heiminum, er ekki kominn tími til að setjast yfir raunverulega stöðu mála???

itg (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 22:22

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það getur verið að ég sá að koma málunum eitthvað vitlaust frá mér. En ég er að benda þarna á tvær greinar eftir menn sem fylgjast vel með í viðskiptalífinu og spá því báðir að við séum á leið í annað hrun nema að við gerum eitthvað í því að komast hjá því.

itg. Þú ættir kannski að fara að fylgjast með því sem er að gerast hér hjá okkur. T.d. að krónan hefur fallið um 100% á innan við ári og um 140% á einu og hálfu ári.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.4.2009 kl. 22:35

3 Smámynd: Hans Miniar Jónsson.

Sem manneskja sem hefur fylgst með og stúderað ESB í talsverðan tíma, sem og fylgst með þróuninni hérna heima þá verð ég bara að segja að þessi grein hróflar ekki nokkurn móta við þeirri skoðun minni að það væru mistök að ganga í ESB.

ESB er ekki töfralausn sem bjargar okkur úr okkar vandamálum. 

Hans Miniar Jónsson., 16.4.2009 kl. 23:40

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það væri þá gott ef þú bentir fólki á fyrst að það væru mistök að ganga í ESB hvernig að þjóðin á að bregðast við ef að við lendum í því eins og líkur eru á að:

  1. Engin vilji fjárfesta hér
  2. Engin vilji lána okkur þar sem að framtíðin er svo ótrygg
  3. Hér verði áfram króna til frambúðar sem hoppi upp og niður um marga tugi prósenta eftir því hvort að einhver er að borga vaxtagreiðslur og þessháttar.

Hér var um dagin fræðimaður frá Finnlandi sem sagði að ein helsta ástæða Finna að ganga í ESB var að skapa grundvöll fyrir að erlendir aðilar vildu fjárfesta þar eftir hrunið og kreppuna hjá þeim og eins að verða samkeppnishæfir á aðal viðskiptasvæðum þeirra.´

 Nú í dag er ástandið hér t.d. að ef við ætluðum að flytja út fullunninn fisk í neytendaumbúðum þá mundi hann lenda í tollum, eins varðandi kjöt.

Neytendur hér á landi borga að meðaltali um 25% meira fyrir flestar mat- og neysluvörur en fólk innan ESB.

Með því að ganga inn í ESB erum við þó að reyna að skapa okkur sömu skilyrði og aðrar ESB þjóðir búa við. Þar með mundu opnast líka fleiri markaðir fyrir okkur því ESB hefur gert viðskiptasamninga t.d við Kína og fleiri stór markaðssvæði.

Auðvita er ESB ekki fullkomið en ástandið hér er ekki fullkomið og verður það ekki nema að við gerum eitthvað annað en að láta okkur dreyma um að útlendingar verði glaðir að eiga við skipti við okkur og lána eftir að við erum að láta þá vita að við ætlum ekki að greiða skuldir okkar nema einhvern lítinn hluta. Því við erum svo fá og efnahagsumhverfi okkar svo lítið að við ráðum ekki við meira.

Held að ef við gerum þetta ekki núna þ.e. að hefja aðildarviðræður, þá kemur að því innan nokkra mánaða eða kannski rúmlega árs að við vöknum upp við það að við erum hér ein út á hjara veraldar. Fiskurinn okkur fer hríðlækkandi, álverð líka og þar af leiðandi er tap á orkuframleiðslu. Og verst af öllu er að engin má lengur eiga viðskipti með krónu utan Íslands. Þar af leiðir að við verðum hér innilokuð og förum skríðandi til ESB og þurfum að sætta okkur við verri kjör þar sem við eigum þá ekkert val. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.4.2009 kl. 00:29

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þessi blákalda staðreynd blasir við okkur og það sögðu þrír valinkunnir sjálfstæðismenn í Markaðnum hjá Borni Inga í kvöld. Það þýðir vist ekki lengur að berja hausnum við steininn og segja ég vil ekki ég vil ekki

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.4.2009 kl. 03:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband