Leita í fréttum mbl.is

Hverning getur tvöföldun Suðurlandsvegar verið 70% dýrari?

Var að hlust á vegamálastjóra sem sagði að 2+1 vegur kostaði eitthvað um 6 milljarða en 2+2 kostað um eitthvað um 11 milljarða eða meira. Mér er spurn hverning að að getur munað svona miklu nema ef menn ætluðu að hafa akgreinar svo þröngar að það væri hægt að nota núverandi vegastæði eingöngu. Nú þegar er búið að gera þetta á smá spotta á leiðinni og ég verða að segja að ég er sammála þeim sem segja að akgreinar þar eru allt of þröngar. Annaðhvort  að gera þetta almennilega eða ekki.

Þetta las ég á ruv.is

Vegamálastjóri segir að Suðurlandsvegurinn verði lítið öruggari umferðar, verði akreinunum fjölgað í fjórar, en ef þær yrðu þrjár. Sérfræðingar Vegagerðarinnar telja jafnvel að tvöföldun Suðurlandsvegarins geti orðið til þess að auka hálku á veginum.

Mér finnst að þessir sérfræðingar byggja þessar hugmyndir um hálku á litlum upplýsingum frá Reykjanesbraut sem ekki hefur verið tvöföld lengi.  Ef að hálka eykst þá verður það þeirra mál að finna lausnir á því . Hverning væri nú að nota kannski hita frá virkjunum á Hellisheiði til að hita veginn á verstu köflunum.? Það hlýtur a vera afgangur af heitu vatni þar. 

Vegamálastjóri hefur nú ekki komið í fjölmiðla og talað um kostnað við jarðgöng sem hafa verið byggð. Svo er líka  talað um að þetta verði jafnvel einkaframkvæmd sem ríkið greiðir síðan fyrir eftir notkun. (Skuggagjald). Og fyrirtæki þegar til í að taka þátt í þessu.

Þannig að ég segi bara „Vegamálastjóri þegi þú!!!!"

Frétt af mbl.is

  Tvöföldun Suðurlandsvegar kostar 70% meira
Innlent | mbl.is | 5.12.2006 | 15:25
Tvö banaslys urðu á Suðurlandsvegi um helgina og í kjölfar þess kviknaði mikil umræða um fyrirhugaða breikkun vegarins. Vegagerð Ríkisins hóf í fyrra vinnu við svokallaðan 2+1 veg með vegriði á milli akstursstefna og var meiningin að leggja slíkan veg alla leið frá Rauðavatni að Selfossi en í gær sagði samgöngumálaráðherra að réttast sé að tvöfalda veginn og hafa tvær akreinar í báðar áttir. Það mun kosta 70% meira en gerð 2+1 vegarins.


mbl.is Tvöföldun Suðurlandsvegar kostar 70% meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband