Leita í fréttum mbl.is

Úps þetta getur ekki verið holt.

Ég er svo takmarkaður að ég hugsa alltaf rekstur ríkisins eins og heimili eða fyrirtæki. Því er dæmið þannig að það þarf að skapa verðmæti sem síðan eru seld. Fyrir það er síðan keypt eitthvað inn í staðinn. Því er ég á því að við svona mikinn viðskiptahalla séum við í raun að eyða meira en við öflum. Þetta getur gengið um tíma þar sem að hluti þessarar eyðslu kemur til baka í tekjum af fjárfestingum erlendis. En á endanum verða ekki til eignir eða hagnaður til að standa straum af þessum halla. Og þá versna lánakjör okkar, gengið fellur til að gera gjaldeyrinn vermætari í krónum sem veldur því að allt sem er innflutt verður dýrara sem leiðir til kjaradeilna sem leiðir til hækkunar launa umtalsvert sem leiðir til meiri verðbólgu. Og eina sem mönnum dettur í huga er að herða framkvæmdir. Sem þrýstir en á þennan vítahring.

Ég held að í raun sé að koma hér ástand sem gæti farið að minna á tímana milli 1970 og 1990.

 

Frétt af mbl.is

  Viðskiptahalli kominn í 205 milljarða króna
Viðskipti | mbl.is | 5.12.2006 | 16:34
 Viðskiptahallinn á þriðja ársfjórðungi var alls 80,8 milljarðar samkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti í dag. Á fyrstu níu mánuðum ársins nam viðskiptahallinn 205,3 milljörðum króna samanborið við 103,1 milljarðs króna halla árið áður. Greiningardeild Landsbankans segir að líkur hafi aukist á vaxtahækkun eftir að þessar tölur birtust og að Seðlabankinn hækki vexti um 0,25% á fundi sínum 21. desember.

Og svo gæti farið svo að Íslensk fyrirtæki flýji héðan við slíkt ástand sem ég nefndi hér að ofan

Af ruv.is

Actavis íhugar að flytja úr landi

Lyfjafyrirtækið Actavis á nú í viðræðum við íslensk heilbrigðisyfirvöld um að flytja hluta af framleiðslu sinni á lyfjum á íslenska markaðinn úr landi. Tilgangurinn er að lækka lyfjaverð, samkvæmt samkomulagi við ríkið, en hátt verð á samheitalyfjum hér á landi hefur verið gagnrýnt.

Actavis rekur um 20lyfjaverksmiðjur víða um lönd. Dýrastar í rekstri eru verksmiðjur í Norður-Evrópu og Bandaríkjunum. Fyrirtækið var harðlega gagnrýnt fyrr á árinu vegna verðlagningar á lyfjum á íslenskan markað, en þau gátu verið allt að tíu sinnum dýrari hér en til dæmis í Danmörku.

Verksmiðja Actavis í Hafnarfirði sem framleiðir íslensk lyf fyrir íslenskan markað, er er þar nær allsráðandi á samheitalyfjamarkaðnum, en einingarnar eru smáar og óhagstæðar og lyfin dýr. Í kjölfar gagnrýni, gerðu heilbrigðisyfirvöld samkomulag við Actavis um lækkun lyfjaverðs. Síðan hefur verið hagrætt í verksmiðjunni og skammt er um liðið síðan sautján manns var sagt upp störfum í Hafnarfirði. Tíu þeirra gátu færst til í starfi.

Nú leita forráðamenn fyrirtækisins leiða til að hagræða með því að flytja framleiðslu hluta þeirra lyfja sem fara eiga á íslenskan markað til annarra landa þar sem hægt væri að framleiða þau á ódýrari hátt. Sigurður Óli Ólason, aðstoðarforstjóri Actavis, segir að verið sé að kanna möguleika á framleiðslu í Bretlandi eða annarsstaðar í Evrópu.

 


mbl.is Viðskiptahalli kominn í 205 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband