Miðvikudagur, 29. apríl 2009
Leyndardómar Landsvirkjunar!
Við lestur þessarar fréttar vakna nú eftirfarandi vangaveltur:
- Manni finnst þú að Friðrik fari nokkuð frjálslega með eftirfarandi:
Hann segir:
"Friðrik segir að eigendur Landsvirkjunar hafi verið upplýstir um verð og forsendur."
Þarna er hann að gleyma að það er almenningur sem er eigandi að Landsvirkjun - Maður hefur nú heyrt erlendis frá að þar eru uppgefin verð á raforku og menn muna að Alcoa þótti svo eðlilegt að forstjóri þess sagði frá því að rafmagn hér væri helmingi ódýrara en Alcoa væri að borga í Brasilíu.
- Þegar að raforkuverð er tengt við álverð er náttúrulega erfitt að trúa arðsemismati og sérstaklega nú þegar álverð hefur hrapað.
- Hann talar um að erfitt sé að gefa upp verð vegna samkeppnisjónarmiða. Hvaða samkeppni er það? Nú eru öll orkuöflunarfyrirtæki í opinberri eign. Og yfirleitt ekki nema eitt þeirra tilbúið í orkuöflun á hverjum tíma.
Arðsemin skiptir mestu máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:32 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Talandi um samkeppni; eftir að bankarnir voru ríkisvæddir talaði einhver bankastjórinn um að bankarnir væru í samkeppni. Hvernig geta ríkisbankarnir verið í samkeppni?
Kallinn (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 22:57
hvaða íslensk fyrirtæki eru að kaupa mikla orku...?eru það þeir sem eru með gróðurhúsalampana í bílskúrunum...?
zappa (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 01:16
Hann er ekki að tala um samkeppni milli innlendra orkufyrirtækja.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.4.2009 kl. 02:07
En Gunnar skv. þeim upplýsingum sem við þó höfum erum við að bjóða lægra verð á raforkur til stóriðju en gerist annarsstaðar svo hvaða nauðsyn er fyrir þessari leynd. Hefði haldið að það væri hvati til að fá hér fleiri hingað til lands ef að verðið væri gefið upp. Kaupendurnir hafa ekki litið á þetta sem svo mikið leyndarmál sbr forstjóra ALCOA sem talaði umm þetta á heima siðu þeirra fyrir nokkrum árum
Magnús Helgi Björgvinsson, 30.4.2009 kl. 08:29
Landsvirkjun er ekki stofnun á fjárlögum heldur ohf-fyrirtæki í eigu íslenska ríkisins sem samkvæmt lögum á að starfa á samkeppnismarkaði, líkt og StatoilHydro í Noregi, Vattenfall í Svíþjóð, Air France í Frakklandi, Enel á Ítalíu og svo mætti mjög lengi telja. Hér á Íslandi skal Landsvirkjun vera í samkeppni við Orkuveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Suðurnesja, Rarik og önnur smærri fyrirtæki sem framleiða raforku og selja í heildsölu.
Þó svo að fyrirtækið sé í eigu þjóðarinnar er ekki öll þjóðin í stjórn, heldur skipar þjóðkjörinn fulltrúi, fjármálaráðherra, í stjórn fyrirtækisins í samræmi við stöðu stjórmálaflokka á þingi. Þannig virka fyrirtæki í opinberri eigu í vestrænum lýðræðisríkjum.
Helstu samkeppnislönd Íslands á sviði raforkusölu til stóriðju eru í Ameríku og bjóða raforku framleidda með vatnsorku á mjög sambærilegu verði á Íslandi.
Þessi lönd eru t.d. Kanada, sem býður mikla skattaafslætti, og Venezuela, Brasilia og fleiri ríki í Suður Ameríku sem bjóða upp á lágan launakostnað.
Laun í íslenskum álverum eru mikið hærri en í Ameríku en á móti bjóða Íslendingar annars vegar upp á vel menntað og þjálfað starfsfólk sem aftur leyfir hátæknilausnir í álverunum og hins vegar stöðugt stjórnmálaástand sem er gríðarlega mikilvægt þar sem íslensku orkufyrirtækin láta álfyrirtækin skrifa uppá 20-40 ára samninga til að lágmarka áhættu, nokkuð sem þekkist varla í stærri ríkjum erlendis.
Það er því ljóst að stór iðnfyrirtæki horfa ekki eingöngu til raforkuverðsins þegar kemur að því að fjárfesta í verksmiðjum.
Varðandi álverð er rétt að líta til þess að heimsmarkaðsverð er á svipuðu róli nú og það var þegar skrifað var undir samningi við Fjarðaál, en á móti kemur að USD er mikið sterkari þannig að líklega eru álverin enn að greiða jafn hátt, eða jafnvel hærra raforkuverð en smærri notendur á Íslandi, ólíkt því sem margir virðast vilja trúa!
Eigið fé Landsvirkjunar hefur margfaldast frá því að framkvæmdir við Kárahnjúka hófust, var um síðust áramót um 1,4 milljarður USD, sem á núgildandi gengi er um 180 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall var 29,8%, laust fé til að standa undir rekstri og fjármögnum í 1,5 ár og eignirnar eftirsóttar á alþjóðamörkuðum. Líkast til er því Landsvirkjun stærsta og stönduguasta fyrirtæki Íslands í dag.
Bjarni Pálsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 10:40
Landsvirkjur skuldar alveg gríðarlega mikið. Og þarf gríðar fé á næstu árum. Landsvirkjun fær lán með ríkisábyrgð eða ígildi þess. Því á það að vera krafa að LV ásamt hinum orkufyrirtækjum sem eru í almannaeign gefi upp verð á orkueiningum. Annars tapaði LV skv fréttum á síðast ári þó hún geri upp í dollurum. Frétt á mbl.is
Magnús Helgi Björgvinsson, 30.4.2009 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.