Leita í fréttum mbl.is

Leyndardómar Landsvirkjunar!

Við lestur þessarar fréttar vakna nú eftirfarandi vangaveltur:

  1. Manni finnst þú að Friðrik fari nokkuð frjálslega með eftirfarandi:
    Hann segir:
    "Friðrik segir að eigendur Landsvirkjunar hafi verið upplýstir um verð og forsendur."
    Þarna er hann að gleyma að það er almenningur sem er eigandi að Landsvirkjun
  2. Maður hefur nú heyrt erlendis frá að þar eru uppgefin verð á raforku og menn muna að Alcoa þótti svo eðlilegt að forstjóri þess sagði frá því að rafmagn hér væri helmingi ódýrara en Alcoa væri að borga í Brasilíu.
  3. Þegar að raforkuverð er tengt við álverð er náttúrulega erfitt að trúa arðsemismati og sérstaklega nú þegar álverð hefur hrapað.
  4. Hann talar um að erfitt sé að gefa upp verð vegna samkeppnisjónarmiða. Hvaða samkeppni er það? Nú eru öll orkuöflunarfyrirtæki í opinberri eign. Og yfirleitt ekki nema eitt þeirra tilbúið í orkuöflun á hverjum tíma.

mbl.is Arðsemin skiptir mestu máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Talandi um samkeppni; eftir að bankarnir voru ríkisvæddir talaði einhver bankastjórinn um að bankarnir væru í samkeppni. Hvernig geta ríkisbankarnir verið í samkeppni?

Kallinn (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 22:57

2 identicon

hvaða íslensk fyrirtæki eru að kaupa mikla orku...?eru það þeir sem eru með gróðurhúsalampana í bílskúrunum...?

zappa (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 01:16

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hann er ekki að tala um samkeppni milli innlendra orkufyrirtækja.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.4.2009 kl. 02:07

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En Gunnar skv. þeim upplýsingum sem við þó höfum erum við að bjóða lægra verð á raforkur til stóriðju en gerist annarsstaðar svo hvaða nauðsyn er fyrir þessari leynd. Hefði haldið að það væri hvati til að fá hér fleiri hingað til lands ef að verðið væri gefið upp. Kaupendurnir hafa ekki litið á þetta sem svo mikið leyndarmál sbr forstjóra ALCOA sem talaði umm þetta á heima siðu þeirra fyrir nokkrum árum

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.4.2009 kl. 08:29

5 identicon

Landsvirkjun er ekki stofnun á fjárlögum heldur ohf-fyrirtæki í eigu íslenska ríkisins sem samkvæmt lögum á að starfa á samkeppnismarkaði, líkt og StatoilHydro í Noregi, Vattenfall í Svíþjóð, Air France í Frakklandi, Enel á Ítalíu og svo mætti mjög lengi telja.  Hér á Íslandi skal Landsvirkjun vera í samkeppni við Orkuveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Suðurnesja, Rarik og önnur smærri fyrirtæki sem framleiða raforku og selja í heildsölu. 

Þó svo að fyrirtækið sé í eigu þjóðarinnar er ekki öll þjóðin í stjórn, heldur skipar þjóðkjörinn fulltrúi, fjármálaráðherra, í stjórn fyrirtækisins í samræmi við stöðu stjórmálaflokka á þingi.  Þannig virka fyrirtæki í opinberri eigu í vestrænum lýðræðisríkjum.

Helstu samkeppnislönd Íslands á sviði raforkusölu til stóriðju eru í Ameríku og bjóða raforku framleidda með vatnsorku á mjög sambærilegu verði á Íslandi. 

Þessi lönd eru t.d. Kanada, sem býður mikla skattaafslætti, og Venezuela, Brasilia og fleiri ríki í Suður Ameríku sem bjóða upp á lágan launakostnað. 

Laun í íslenskum álverum eru mikið hærri en í Ameríku en á móti bjóða Íslendingar annars vegar upp á vel menntað og þjálfað starfsfólk sem aftur leyfir hátæknilausnir í álverunum og hins vegar stöðugt stjórnmálaástand sem er gríðarlega mikilvægt þar sem íslensku orkufyrirtækin láta álfyrirtækin skrifa uppá 20-40 ára samninga til að lágmarka áhættu, nokkuð sem þekkist varla í stærri ríkjum erlendis.

Það er því ljóst að stór iðnfyrirtæki horfa ekki eingöngu til raforkuverðsins þegar kemur að því að fjárfesta í verksmiðjum.

Varðandi álverð er rétt að líta til þess að heimsmarkaðsverð er á svipuðu róli nú og það var þegar skrifað var undir samningi við Fjarðaál, en á móti kemur að USD er mikið sterkari þannig að líklega eru álverin enn að greiða jafn hátt, eða jafnvel hærra raforkuverð en smærri notendur á Íslandi, ólíkt því sem margir virðast vilja trúa!

Eigið fé Landsvirkjunar hefur margfaldast frá því að framkvæmdir við Kárahnjúka hófust, var um síðust áramót um 1,4 milljarður USD, sem á núgildandi gengi er um 180 milljarðar króna.  Eiginfjárhlutfall var 29,8%, laust fé til að standa undir rekstri og fjármögnum í 1,5 ár og eignirnar eftirsóttar á alþjóðamörkuðum.  Líkast til er því Landsvirkjun stærsta og stönduguasta fyrirtæki Íslands í dag.

Bjarni Pálsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 10:40

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Landsvirkjur skuldar alveg gríðarlega mikið. Og þarf gríðar fé á næstu árum. Landsvirkjun fær lán með ríkisábyrgð eða ígildi þess. Því á það að vera krafa að LV ásamt hinum orkufyrirtækjum sem eru í almannaeign gefi upp verð á orkueiningum. Annars tapaði LV skv fréttum á síðast ári þó hún geri upp í dollurum. Frétt á mbl.is

 Á árinu 2008 var tap af rekstri samstæðu Landsvirkjunar 344,5 milljónir Bandaríkjadala, sem svarar til 39,3 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag, en rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) var 246 milljónir Bandaríkjadala. Á árinu 2007 nam hagnaður Landsvirkjunar 459,3 milljónum dala, sem svarar til 52,4 milljarða króna á gengi dagsins í dag.

Ársreikningur Landsvirkjunar er  í Bandaríkjadölum sem er starfrækslugjaldmiðill Landsvirkjunar frá og með ársbyrjun 2008.  Samanburðartölur fyrir árið 2007 hafa verið umreiknaðar á lokagengi Bandaríkjadals gagnvart íslenskri krónu í árslok 2007. 

Eiginfjárhlutfall 29,8%

Handbært fé frá rekstri nam 184,4 milljónum Bandaríkjadala.  Í árslok námu heildareignir samstæðunnar 4.619,2 milljónum Bandaríkjadala og eigið fé nam 1.376,8 milljónum Bandaríkjadala. Eiginfjárhlutfall er 29,8% í árslok 2008.

Rekstrartekjur aukast um 83 milljónir Bandaríkjadala sem er að verulegu leyti vegna aukinnar orkusölu með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar.  Rekstrarkostnaður án afskrifta nam 100,5 milljónum Bandaríkjadala á árinu en var 105,8 milljónir Bandaríkjadala árið áður.  Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur námu 660,6 milljónum Bandaríkjadala sem skýrist aðallega af lækkun á virði innbyggðra afleiða í orkusölusamningum sem tengdir eru álverði og gengistapi, að því er segir í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Ekki ráðist í nýjar framkvæmdir nema takist að afla nýrra langtímalána

Gengistapið og gangvirðisbreytingar eru að mestu leyti óinnleyst.  Meðalnafnvextir langtímalána voru um 4,51% á árinu 2008 en þeir voru um 4,69% árið áður. 

„Gengisþróun og gangvirðisbreytingar á innbyggðum afleiðum munu sem áður ráða miklu um afkomu Landsvirkjunar í ár. Fyrirtækið hefur aðgang að lausafé og lánum sem ásamt fé frá rekstri mun tryggja að fyrirtækið getur mætt núverandi skuldbindingum sínum á þessu og næsta ári. Landsvirkjun mun ekki ráðast í nýjar framkvæmdir nema að félaginu takist að afla nýrra langtímalána," að því er segir í tilkynningu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.4.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband