Leita í fréttum mbl.is

Nú er mér að verða nóg boðið!

Ég vill fá að sjá lista yfir alla sem sagt er að séu að hugsa um að hætta að borga! Allir fjölmiðlar lepja upp þessa yfirlýsingu athugasemdalaust og tala um að þetta sé rætt af miklum fjölda í samfélaginu. Í hádeginu var rætt við mann sem átti 2 íbúðir skuldaði 5 milljónir af annarri og 9 af hinni og hann var að hugsa um að hætta að borga! Þetta er eins og fólk hafi verið sagt frá einhverjum gróðatæki og nú sé kominn tími til að græða milljónir. Ég skil vandamál sem fólk sem tók lánin sín 2006 og 2007 og sérstaklega í erlendri mynt en fyrr má nú fyrr vera.

Fólki með erlend lán býðst nú að fara í bankann og semja um að greiðslubrigðin verði ekki meiri en hún var í maí 2008 þannig að það er ekki hægt að segja að greiðslubrigðin eigi að vera vandamál í dag. Svo sé spyr hvað er vandamálið?

Viðurkenni að sumir hafa lent illa í því og mörgum þarf að hjálpa meira. En í dag eiga allir að hafa möguleika að nýta sér þessa möguleika bankana um greiðslu jöfnun.

Svo segja fréttamenn að frystingu lána sé nú að ljúka hjá mörgum og þeir sjái ekki neina möguleika út því að þessi úrræði bankana séu aðeins í boði fyrir þá sem eru í skilum. Halló! Þetta fólk er búið að vera með frystingu í 6 mánuði, hvernig geta þau þá verið í vanskilum?

Fólk talar eins og verðbólga sé eitthvað sem hófst á síðasta ári! Verbólga hefur verið viðvarandi hér á landi í 40 ár. Og því hafa verðtryggð lán hækkað á þessum tíma með verðbólgu. Ég hef nefnt áður dæmi um Lífeyrislán sem ég tók 1988. Nú 2013 þegar ég hef greitt það á fullu þá hef ég greitt af þvi láni sem upprunalega var milljón um 3 og hálfa milljón.

Það er vissulega margt sem þarf að laga og bæta í til að aðstoða fólk sem þarf þess. En svona almennt að fella niður skuldir er eitthvað sem getur bara ekki verið rökrétt. Það eru hópar sem þarf að hjálpa en það eru líka stórir hópar fólks sem getur vel ráðið við þetta og verður að leggja eitthvað á sig til að landið komist hér á réttan kjöl.

Og þið sem hótið því að flytja bara af landinu. Þá bendi ég að ég var að tala við mann sem var að flytja frá Danmörku. Þar er verið að segja upp fólki, samdráttur í verslun, lækkun á launum og margir í vandræðum vegna skulda. Eins í Svíþjóð og Finnlandi. Þannig að fólk skyldi átta sig á þvi að við erum í svipaðir stöðu og önnur lönd nema að hér lifðum við við hátt og tókum öll lán sem okkur buðust og kennum svo bönkunum um. Það var þeim að kenna að við tókum lán langt umfram það sem ráðlegt var. Fólki fannst þröngt um sig í 100 fm íbúðin og fór því í 350 fm bara af þvi að bankinn var tilbúinn að lána því.

Gylfi Arnbjörnsson benti á það í þættinum Vikulokin að aðeins um 60% af lánum með veði í Íbúðarhúsnæði sé vegna íbúðakaupa en um 40% er vegna neyslu og annarra hluta.

 

 


mbl.is Margir íhuga greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Mjög athyglisverð færsla hjá þér. Stjórnvöld hafa gert ýmislegt til þess að hjálpa fólkinu. Frestir og frystingar.

En það er nú bara þannig að það er ekki hægt að hjálpa öllum. Hefur aldrei verið svo. Urmull fjárhagslegra galgopa ræðst í allt of stór verkefni, kokast á öllu saman og fer á hausinn.

Ekki þekki ég tölurnar. En hafa ekki gjaldþrot einstaklinga, þar með heimila, verið umtalsverð, segjum síðustu 20 til þrjátíu árin?

Ástandið núna kallar á sérlausnir, enda fordæmalaust. En við björgum ekki öllum, því miður

Björn Birgisson, 3.5.2009 kl. 19:18

2 identicon

Af hverju á fólk að setja sig í skuldafangelsi næstu 20 til 30 árin við það að borga af láni sem hefur hækkað um 100% eða meira á nokkrum mánuðum.

Fasteignin sem keypt var fyrir lánið á sínum tíma hefur svo lækkað um 20 til 30% á sama tíma.  Það eina sem þessar "greiðsluaðlaganir" hafa í för með sér er að það að fólk heldur áfram að borga hverja einustu krónu sem það vinnur sér inn þar til það fer á eftirlaun.

Þeir sem hætta að borga núna verða væntanlega orðnir húsnæðislausir eftir 18 til 24 mánuði, á þeim tíma geta þeir lagt fyrir það sem annars færi í að borga af lánum sem lækka ekki um krónu og ættu þá að verða komnir með þokkalega upphæð í startið annarstaðar, því þó að það sé kreppa erlendis í augnablikinu þá verður ástandið annarstaðar í Evrópu væntanlega orðið mun skárrra en hérna eftir 1 til 2 ár.

Maron Bergmann (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 19:40

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Aðalmálið er að lánveitendur léku sér með forsendur tóku stöðu á móti krónunni fölsuðu eiginfjárstöðu og meir og meir sem að oli falskri eignabólu sem hækkaði allt upp úr öllu valdi. Voru siðan gerðir upp lánasöfn seld þeim á undirverði sömu lánasöfn og þeir nú innheimta án miskunar á yfirverði. Það er óréttlætið sem fólk er að mótmæla við vorum rænd og ræningjarnir eru stjórnvöld og verndaðar fjármálastofnanir og eigendur fjármagns.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 3.5.2009 kl. 19:59

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jón það hafa engin eignasöfn verið seld eitt né neitt. Þú veist væntanlega að það er ekki búið að endurreisa bankana. Þú veist væntanlega að eigendur bankan eiga þau ekki lengur. Þú veist væntalega að búið er að opna á ýmsaleiðir fyrir skuldara. Þú veist væntalega að hér var nærri orðið tíska að endurfjármagna íbúðir, hækka lán og nota allt annað en íbúðarkaup. Fólk var að kaupa sér allt of stórt húsnæði oft á tíðum bara af því að bankinn var tilbúinn að lána.

Fólk var t.d. að hvetja móður mína til að taka lán á íbúðina sína eða selja og kaupa sér aðra með fullum lánum. Og setningar eins og láta peningana vinna fyrir sig dundu á henni. Henni sagt að það væri að tapa peningum að eiga skuldlaus eign. Hún ætti að taka erlend lán. Það væri bara bull í fólki sem væri að tala um að það gæti verið gengisáhætt í því.

Það er jú vitað að bankarnir tóku stöðu gegn krónunni vegna þess að þeir máttu ekki gera upp í krónum.

En þú veist væntalega líka að fólk sem keypti sér íbúð t.d. 1988 lenti í verðbólgu upp á nærri 100%. Fólk lifði það af. Ég t.d. lifði af 2 íbúðir sem ég varð að selja á þessum tíma þar sem að greiðslubirgði var í raun hærri en ég réð við.

Nú er ríkið búið að koma á greiðslujöfnun, greiðsluaðlögun, greiðslu frystingu og fleira og fleira. Fólk verður bara að fara og tala við bankana og semja.

Jón fjármagseigendur eru lífeyrissjóði og svo bara ég og þú. Fjármagnseigendur aðrir eru flestir búinir að tapa umtalsverðu af sínu fé í Skuldabréfastjóðum og hlutbréfasjóðum.

Og minni á að þeir eru líka með skuldir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.5.2009 kl. 20:14

5 identicon

Fólkið á ekkert að borga fyrir ránlán og svik og svindl.  Og fólkið á ekkert að taka á sig gengis-kol-fall og meðfylgjandi óðaverðbólgu.  Það var ekki verk fólksins að passa upp á gengið og verðbólguna.  Það var verk yfirvalda.  Líka hefur komið fram að hefðu lánin verið scandinavísk, hefðu lánastofnanir þurft að taka á sig gengisfallið og verðbólguna.  EKKI FÓLKIÐ.  Í venjulegum löndum passa yfirvöld upp á að bankar okri ekki og svindli á fólki.

EE elle

EE (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 21:09

6 Smámynd: Björn Birgisson

ee ELLE, ALLIR STIKKFRÍ, NEMA RÍKIÐ?

Björn Birgisson, 3.5.2009 kl. 21:12

7 identicon

Nei, ég meinti ekki að ALLIR eða NEINN ættu að vera stikkfrí nema ríkið, Björn.  En fyrr má nú rota en dauðrota.  Lánastofnanir og ríkið og yfirvöld þurfa að axla tap sem lánastofnanir og yfirvöld ollu.  Yfirvöld pössuðu ekki upp á gengið, og kolfall gengisins og óðaverðbólgu, heldur komust glæpabankar og þjófar upp með að vaða uppi og ræna og svíkja fólkið í landinu.  Og fásinna að nú skuli fólkið sjálft borga tapið með blóði til dauðadags!?

EE elle

. (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 21:30

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ok Viðar Guðjón formaður ykkar var reyndar með skástu hugmyndina sem gekk út á að setja hækkanir vegna verðtryggingar yfir ákveðinni prósentu á biðreikning. Og fólk þyrftir ekki að greiða af því strax. En með greiðslujöfnun er í raun farin sú leið. Nema að kosnaður er færður aftur fyrir lánið.

Björn menn gleyma stundum að ríkið það erum við! Og skuldir hafa tilhneigingu til að elta mann og eins ríki. Þannig er líklegt að land þar sem að ríkið yfirtekur allar skuldir bankakerfissins og færir þær svo bara niður eins og fólk vill, það land er ekki líklegt til að fá lán á góðum kjörum hjá neinum. Sér í lagi ef það gerir það áður en það hefur samið við þá sem við skuldum.

Fólk talar oft eins og bankarnir séu enn í einkaeign og þetta bitni bara á þeim. Fólk verður að gera sér grein fyrir að við eigum þessa banka, við eigum lifeyrissjoðina sem lánuðu líka og við eigum Íbúðarlánsjóð sem er jú sú stofnun sem er með 60 til 70% af öllum íbúðarlánum. Og ef að þar verður afskrifað hlýtur Íbúðarlánasjóður að tapa þeim peningum og þurfa að fá þá einhverstaðar. Og ég spyr hvar? Hver lánar sjóði sem afskrifar bara sí svona skuldir hjá öllum hvort sem þeir geta borgað eða ekki?

Minni á að fyrri eigendur bankana eru búnir að tapa öllu sem þeir áttu í bönkunum. Allar aðgerðir eru því á okkar kostnað.

Og hvað gerum við þegar að fólk á t.d. 2 íbúðir, 3 íbúðir, 4 ibúðir......? Afskrifum við lán á þeim öllum? Og hvað gerum við þegar ljóst er eins og Gylfi hjá ASÍ sagði að skv. skattskýrslum eru aðeins um 60% af þeim lánum sem hvíla á íbúðum sem eru vegna íbúðakaupa, hitt fór bara í eyðslu eða neyslu?

Og hvaða réttlæti væri þá að sleppa að gera sama fyrir þá sem keyptu sér bíl á erlendu láni? Það er meira en líklegt að viðkomandi væri í nær sömu vandamálum og áður þrátt fyrir að íbúðalánið lækkaði um 20%. Maður heyrir að bílalán séu sum komin í 400 þúsund á mánuði af upprunalega 10 milljón króna bíl. Og hvað með þá sem eyddu mikið á Visa erlendis í október eða nóvember og lentu í gengisfallinu? Hvað eigum við að gera fyrir þá?

Það er ákveðinn hópur sem þarf meiri aðstoð en er í boði. Og þeim verður að hjálpa frekar. En að halda að allt leysist hér á landi við að afskrifa hluta lána hjá fólki er óskhyggja. Það þarf að tryggja að allir hafi þak yfir höfuðið, það þarf að hvetja fólk til að nýta sér lausnir sem eru í boði. Það þarf að hugsa um frekari aðgerðir fyrir þá sem verst standa. En sorry við hin sem getum bjargað okkur verðum að gera það! Það er eins og fólk haldi að þetta sé svo einfalt að við bara sendum allan kostnað til útlanda og þeir geti bara borið þetta tjón. Til að byrja með er þetta ekki góður pakki að fara með í samninga við þá.  Áður en ríkið getur komið betur til móts við þá sem það þurfa þarf að vera búið að semja um þessar skuldir við þá sem bankarnir skulda. Skv. því sem við höfum heyrst eru þetta bankar eins og Evrópubankinn, stórir bankar í þýskalandi og fleiri. Þetta eru bankar sem við þurfum að semja við sem þjóð sem og fyrirtæki í framtíðinni um lán og við verðum ná ásættanlegum samningum við þá.

Síðan er gott að minna á að ef það er rétt hjá Seðlabankanum að þetta kosti okkur um 300 milljarða þá verðum við að borga það með?.... hærri sköttum, meiri niðurskurði eða hvoru tveggja. Þetta mundi bætast við þann niðurskurð sem við blasir nú þegar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.5.2009 kl. 21:55

9 identicon

Fólk verður ekkert að taka á sig svindlið þó það verði elt.  Fólk getur farið úr landi og flytur nú fjöldi.  Ekki held ég að erlendir dómstólar muni dæma glæpabönkum og öðrum glæpalánafyrirtækjum í hag.  Fólk gleymir ekkert að bankarnir eru nú í eigu ríkisins, Magnús.  Og fyrir utan það er fólk heldur ekki bara að tala um banka, heldur önnur ránfyrirtæki eins og Avant.

EE elle

. (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 22:20

10 identicon

Þetta er svona dæmigerður samfylkingarhroki. Reynið bara að fara og við munum elta ykkur út í hið óendanlega skítseiðin ykkar og ná af ykkur öllum ykkar eigum.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 22:51

11 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Góð færsla Maggi, en meira hvað menn eru snúnir, önugir og fúlir á móti. Hvernig er hægt að rökræða við fólk sem er svona uppfullt af fúllyndi? Auðvitað á ekki að hætta að borga, hvaða fásinna er það? Hvar lendir það? Ef menn hætta að borga þá verður einfaldlega gengið að eigum þeirra, er það valkosturinn sem menn vilja?

Ég skil þetta bara ekki. Þeir sem geta borgað eiga að halda áfram að borga, hinir eiga að semja um skuldir sínar. Svo verða menn að forgangsraða, endurraða lífsgildum sínum, hvort á að borga af farsímanum, tölvunni, bílnum eða húsnæðisláninu? Ok, ok ... róið ykkur, ég veit að það er ekki það sama, en þeir sem t.d. reykja pakka á dag, eyða tæplega 300 þúsund krónum á ári í reykingar, hvað eru það margar afborganir af húsnæðisláninu?

Maggi þú bendir réttilega á þá sem eiga 2, 3, 4 jafnvel 5 íbúðir. Á að frysta öll þeirra lán? Á að fella niður öll þeirra lán? Eða á kannski að benda þeim á að flestu venjulegu fólki dugar að eiga eina íbúð? Það síðasta sem Ísland þarf núna er stjórnleysi, anarkí. Við erum kannski einmitt í slíku ástandi akkúrat núna, mér finnst vera farið að draga úr hófi hversu langan tíma það tekur að koma á starfhæfri ríkisstjórn.

En að hætta að borga, leysir ekki þann vanda frekar en nokkurn annan.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 3.5.2009 kl. 23:16

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

EE elle hvert er allt þetta fólk að flytja. Mér skilst að það sé ekki auðvelt að fá vinnu í neinu af nágranalöndum okkar. Þú veist að það er kreppa þar líka? Og ég hef ekki heyrt af rútuförmum af fóllki. Veit að iðnaðarmenn hafa verið að skoða þetta. En ekki út af lánunum heldur atvinnuleysi.

Sigurður! Bara að til að forðast misskilning! Ég tala ekki fyrir Samfylkinguna! Ég er reynar félagsbundinn þar en hef aðeins mætt á nokkra fundi og þann síðsta fyrir 1 og hálfu ár. Ég var bara að benda á það að ég lenti í margratuga verðbólgu 1988 þegar ég keypti íbúð. Og líka að benda á að verðbóga hefur aldrei verið 0 hér á landi.

Þannig var verðbólga síðustu 12 mánuð 1989 og 1990

1989 
Janúar.
Febrúar.
Mars.
Apríl.
Maí.
Júní21,8
Júlí18,5
Ágúst17,6
September19,2
Október21,1
Nóvember22,8
Desember25,2
1990 
Janúar23,7
Febrúar23,9
Mars21,6
Apríl19,3
Maí18,1
Júní15,5
Júlí15,5
Ágúst14,2
September12,0
Október10,1
Nóvember9,2
Desember7,2

hækkun neysluvísitölu  síðutu 12 mánaða var 2008 og til dagsins í dag

2008 
Janúar5,8
Febrúar6,8
Mars8,7
Apríl11,8
Maí12,3
Júní12,7
Júlí13,6
Ágúst14,5
September14,0
Október15,9
Nóvember17,1
Desember18,1
2009 
Janúar18,6
Febrúar17,6
Mars15,2
Apríl11,

Þannig að hækkun vísitölu hefur aldrei farið yfir 20% nú og var 5,8% í byrjun árs 2008. Þannig að leiðrétting ætti þá nú að vera hvað? 12%? Af hverju eru þá allir að tala um 20%. Það sem fer í taugarnar á mér er að fólk talar eins og lán hafi aldrei hækkað áður. Var reyndar fylgt annarri vísitölu 1990 en hún var ekkert skárri. Maður borgaði lánin og þau hækkuðu samt. En fólk klauf þetta!

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.5.2009 kl. 23:22

13 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Alveg sammála þér Ingibjörg. Og líka með hvað þau eru að draga þennan stjórnarsáttmál. Gæti veirð að þau væru að bíða eftir einhverjum upplýsingum? Fannst skrýtið að þau hafa lengi talað um næstu helgi. Hvernig vissu þau það?

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.5.2009 kl. 23:24

14 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Magnús, mér finnast þau ekki góð rökin, að fyrst fólk hefur látið þetta ganga yfir sig áður, þá líði því vel að vera motta.

Það fer enginn leið greiðsluverkfalls nema vera neyddur í þá stöðu.  Oftast er fólk komið í þrot, þó á því séu undantekningar.  Mér finnst það ósmekklegt af þér að halda því fram að vegna þess að einhver einn aðili ætli að misnota athyglina sem þessi málflutningur hefur fengið.  Þetta er jafn ómerkilegt og ekki sé hægt að fara í almenna leiðréttingu lána vegna þess að ekki þurfi allir þess við.  Ég vil bara minna á að ALLIR innistæðueigendur fengu innistæður sínar tryggðar ÁN tillits til efnahags.  Og þeir fengu ekki bara höfuðstól innistæðnanna heldur líka vexti og verðbætur.

Marinó G. Njálsson, 3.5.2009 kl. 23:47

15 identicon

Af hverju ætli fólk sé önugt Ingibjörg að ofan?  Fólk er pínt til að borga fyrir glæpsamlega banka og getuleysi og kæruleysi stjórnvalda.  Fyrir þjófnað.  Og til að vera MOTTA eins og Marinó lýsir.  Rökin þín og Magnúsar eru fáránleg.

Jón Þór (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 00:09

17 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Marínó það sem kveikti þessa færslu hjá mér var viðtal við mann í fréttum á bylgjunni í hádeginu. Þar talaði maður sem átti 2 íbúðir. Hann skuldaði 9 milljónir í annarri og 5 milljónir í hinni. Hann sagðist geta vel borgað af þeim en af því að honum ofbauð ástandið þá vildi hann taka þátt í því að hætta að borga ef að hópurinn væri nógu stór.

Og allir innistæðueigendur fengu ekki allt borgað. Ekki þeir sem geymdu innistæður í skuldabréfasjóðum, hlutabréfasjóðum. Það er nokkuð ljóst að þeir sem fengu innistæður bættar á venjulegum bankareikningum voru fjölskyldur, ellilifeyrisþegar og hugsanlega einhver fyrirtæki, stofnanir og lífeyrirssjóðir. 

Bendi þér á að flestir eignamenn eru ekki líklegir til að hafa geymt fé sitt á almennum innistæðureikningum. Og líka að fjármagnseigendur eru örugglega flestir íbúðareigendur og skulda af sínum íbúðum. 

Fyrir utan móður mína sem geymdi sinn sparnað á bankabók þá voru flestir sem ég þekki sem áttu einhverja peninga, geymdu sína peninga í skuldabréfasjóðum og þessháttar og töpuðu 25 til 35% af innistæðum sínum. 

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar var í samræmi við yfirlýsingu nær allra ríkisstjórna hér í nágreni við okkur í október. Því að fólk óttaðist áhlaup á bankanna. Því ólíkt öllu öðru þá eiga bankar að geta borgað innistæður út þegar þeirra er óskað. Bendi t.d. á að bretar borga öllum einstaklingum út allar þeirra inneignir umfram tryggingar í IceSave.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.5.2009 kl. 00:33

18 identicon

Ég veit ekki með aðra, en ég missti vinnuna á áramótum 2007 og 2008 þar sem að fyrirtækið sem ég vann hjá gat ekki staðið í rekstri eftir að krónan tók dýfu.  Ég hef verið atvinnulaus síðan og núna er svo komið að eftir að bankadæmið fór í steik þá hef ég og fjölskylda mín tapað húsinu til íbúðalánasjóðs, enda fóru sparisjóðirnir í þrot (spron) þegar ég var að fá þá til að vinna greiðsluáætlun fyrir mig og það á víst að bera mig út á næstunni.

Þetta er búið að fara með mann andlega og maður fer ekki lengur út meðal fólks, maður skammast sín og maður veit ekki hvað tekur við, enda höfum við fjölskyldan ekki í önnur hús að leita og þar sem konan er í skóla þá eru bæturnar mínar það eina sem við höfum og þær duga ekki einu sinni fyrir leigu ef maður ætlar að eiga fyrir mat.

Þetta er raunveruleikinn sem blasir við mér, aðgerðarleysið og reglugerðar og lagaleysið hefur valdið því að ég, sem hef ekki einu sinni tekið myntkörfulán, enda bara að greiða af húsnæðisláni sit núna og skrifa þetta í von um að fólk sjái að þetta er að gerast.

Ég veit að það er fjöldi fólks í sömu sporum, skömmin er of mikil til að þora að ræða þetta og á meðan að við endum út á götu þá sitja ráðamenn og láta eins og þetta sé ekki að gerast.

Svona er ísland í dag :-(

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 03:12

19 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðmundur þú ert akkúrat í þeim hóp sem ég tel að verði að hjálpa. Og þar dugar ekki svona patent lausn eins og 20% flatur niðurskurður. Fyrir þá sem eru í þinni stöðu þarf náttúrulega þegar að frysta lán í 3 ár. Og síðar að veita ykkur forgang að vinnu.  Og síðar þarf að leita lausna til frambúðar. Þið eruð þau sem ég hef fulla samúð með. En eruð þið ekki klassískt dæmi um fólk sem á rétt á að sækja um greiðsluaðlögun?

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.5.2009 kl. 08:44

20 identicon

Sæll Magnús.

Ég veit bara að það eru fleiri en við í svipuðum aðstæðum, en þetta er mjög erfitt á sálina.  Mér skilst að við verðum borin út á næstunni þar sem að við einfaldlega getum ekki greitt upp það sem íbúðarlánasjóður setur sem skilyrði fyrir því að við fáum einhverja "aðlögun" - enda eigum við ekki svo mikla peninga - allur okkar sparnaður er farinn í að reyna að lifa af.

Á endanum held ég að þetta endi bara á því að maður verði á götunni - vona bara að sumarið verði heitt og rigningalítið fyrir mig og fjölskylduna.....án gríns.

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 21:16

21 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En Guðmundur þið eigið að geta frestað öllu slíku fram á haust ef þið sækið um. Og svo er það ekki íbúðalánasjóður sem ákveður hvort að þið komist í Greiðsluaðlögun. Þú sækir um tíma hjá ráðgjafastofnun heimila og hún hjálpar þér við að útbúa umsókn til héraðsdóms. Eða eins og segir í lögunum:

"Skuldari leitar greiðsluaðlögunar með skriflegri beiðni til héraðsdómstóls í því umdæmi þar sem hann á lögheimili, en ef leita á greiðsluaðlögunar vegna fasteignar í eigu tveggja eða fleiri skal beiðni þeirra gerð í einu lagi. Í beiðni skal einkum greint frá eftirtöldu:

1. Nafni skuldara, kennitölu og lögheimili.

2. Hvaða fasteign beiðnin varðar, hver þinglýstur eigandi hennar er, hverjir eiga þar lögheimili, hver stærð hennar er og eftir atvikum hvers konar fasteign.

3. Hvaða skuldir hvíla á fasteigninni, en í greinargerð um þær skal lýst nákvæmlega meðal annars tegund þeirra, tilurð, fjárhæð þeirra í upphafi og eftirstöðvum, greiðsluskilmálum, ákvæðum um vexti og verðtryggingu, að hvaða marki þær séu þegar í vanskilum, hvaða fjárhæð greiða þurfi af þeim með afborgun, við hverja skuldirnar eru og hvar þær eru til innheimtu.

4. Hverjar tekjur skuldarans eru og tekjur annarra sem eiga með honum lögheimili, hvort sem er af vinnu eða öðrum sökum.

5. Sundurliðaðar upplýsingar um aðrar eignir skuldarans og skuldbindingar.

6. Hvort önnur greiðsluerfiðleikaúrræði hafi verið nýtt eða eftir þeim leitað.

Með beiðni skulu fylgja gögn til staðfestingar upplýsingum sem í 1. mgr. greinir, en auk þess þrjú síðustu skattframtöl skuldarans. Þá skal jafnframt fylgja staðfesting fjármálafyrirtækis á því að það hafi tekið að sér að annast greiðslumiðlun fyrir skuldarann samkvæmt því sem í 1. mgr. 11. gr. segir."

Ráðgjafastofnun hjálpar til við að framkvæma greiðsluplan sem þau ræður við. Héraðsdómur skiptar þér umsjónamann sem hjálpar til við að semja við þá sem þú skuldar. Það er ýmist hægt að lengjalán, afskrifa lán en eftir það á að vera tryggt að þú getir næstu 5 árin borgað af lánum og lifað af tekjum þínum.

Fyrir alla muni ekki gefast upp leitið ykkur aðstoðar því hún er í boði.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.5.2009 kl. 22:11

22 Smámynd: Eygló

Ef sumir ofangreindir og fleiri eru eins vel að sér og fram kemur í útlistun á meðferðinni á okkur ríkisbubbunum, langar mig að benda á eftirfarandi um innstæður ALLRA:  Þær fengust EKKI ALLAR greiddar. Ofan í kaupið var innheimtur fjármagnstekjuskattur.  Ofangreint á við mig. Ég er lífeyrisþegi. U.þ.b. 33% hurfu af sparnaði mínum. Reiknaðar tekjur (fjármagns-) sem svo lækka lífeyri.  Við erum bubbarnir sem talað er um. Auðvitað eru margir sem hafa það flott en líka sumir meira skítt.

Það sama á við um skuldara, þeir eru af mörgu sauðahúsinu og ég hef í áratugi horft á suma þeirra bruðla og spenna meðan ég nískaðist og setti í banka til að láta rýrna þar.

Eygló, 6.5.2009 kl. 20:54

23 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég er á því að ríkið beri ábyrgð á hluta af þeirri okurvaxtasprengju sem kom á síðasta ári og eigi að axla hluta af kostnaðinum, og bendi á að slíkt hefur verið samþykkt á öllum landsfundum þeirra flokka sem eru á þingi svo það má teljast annsi aumt ef það kemst ekki í gegn.

Að auki vil ég biðja fólk um að gera sitt besta til að ræða saman án persónuárása eða með því að uppgera fólki skoðanir.

Héðinn Björnsson, 8.5.2009 kl. 00:08

24 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Héðinn ríkið það erum við. Það er ekkert ríki til með sinn eigin fjárhag. Tekjur ríkisins voru fyrir hrun eitthað um 450 milljarðar. Munu á þessu ári verða um 300 til 350 milljaraðar. Og fyrir þetta þarf að reka heilbrigðis, mennta,samgöngu þætti.Sem og að standa undir félagmálaþættinum. Ef við bætum svo við vaxtagreiðslum af lánum. Hvaðan á þá að taka alla þessa peninga. Þó að landinu hafi verið illa stjórnað er það ekkert annað en fulltrúarar okkar sem stýrðu því og við kusum þá. Og þeir eru ekki borgunarmenn fyrir því og ekki gert ráð fyrir því. Skárra væri það nú. Þetta er orðin alveg furðuleg röksemdarfærsla hér á landi. Þ.e allt saklausa fólkið sem hefur orðið fyrir barðinu á ríkinu! En það er óvart fólkið sem þarf að borga hvort sem það er af lánunum eða með sköttum til að bæta upp niðurfærlu á lánunum. Nema að sú leið kemur aðalega til með að bitna á ellilífeyrisþegum, öryrkjum og öðrum sem þá þurfa að bera hærri skatta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.5.2009 kl. 03:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband