Fimmtudagur, 21. maí 2009
Ég er sammála Hagsmunasamtökunum um sumt annað ekki!
Ég get tekið undir kröfu Hagmunasamtakana um:
- Að ekki sé hægt ganga að öðru en veði fyrir skuldum.
- Og eins um afnám vertryggingar.
En um jafna áhættu lánveitenda og lántakenda veit ég ekki alveg. Hefði haldið að þar með færi engin út í að lána peninga nema á okurvöxtum og gjöldum. Því af hverju að taka áhættu á að lána almenningi þegar hægt væri að hafa lægri en tryggar ávöxtun í að kaupa ríkisskuldabréf um heiminn.
Eins þá velti ég því fyrir mér hvað margar fjölskyldur kæmust út úr vandræðum með 15 til 20% lækkun húsnæðislána þegar áætlanir ganga út á að raunvirði íbúðarhúsnæðis lækki um allt að 45 til 50% á næstu misserum. Og eins þegar vitað er að lán til íbúðakaupa eru aðeins um 60% af þeim veðskuldum sem hvíla á íbúðarhúsnæði. Og ef að kosnaður við þessar aðgerðir eru 300 milljarðar sem lenda á ríkinu, hvar fáum við þá peninga sem vantar til að hjálpa þeim sem enn verða í vandræðum þá.
Hvað með fjölskyldur sem endurfjármögnuðu skuldlitlar íbúðir og settu alla þá peninga í ávöxtun í bönkum og fjármálafyrirtækjum og hafa tapað því öllu. Þetta eru þá sannanlega ekki lán til íbúðakaupa eiga þeir að fá lækkun eins og aðrir. Hvað með visa skuldir - yfirdrætti og fleira?
Hvað með öll bílalán, fellihýsi, hjólhýsa, sumarbústaðarlán, tölvulán og fleira væri ekki verið að mismuna skuldurum ef þeir fengju ekki niðurfellingu líka.
Það er talað um að 7900 heimili hafi skuldað meira en þau áttu í íbðarhúsnæði 2007 og þessi tala verði kannski komin upp í 30 þúsund heimili í lok þessa árs. Við vitum að gengistryggðu lánin eru dágóður hluti þessa heimila. Og í raun þau sem helst hafa lent í þessu. Því önnur heimili hafa lent í verðbólgu sem hefur jú verið landlæg hér á landi þó að hún hafi náð alveg þessum hæðum sem hún náði nú þá hefur hún oft verið ansi há áður. Ég vildi fá að sjá útreikninga á því hvað 15 til 20% lækkun lána mundi hjálpa mörgum til að standa þetta af sér án frekari aðstoðar. Og eins hvað marga þarf eftir sem áður að aðstoða meira en þetta?
Síðan vill ég minna á að það er alltaf verið að tala um að allt sé gert til að hjálpa fjármagneigendum á kostnað skuldara. Vill bara minna á að fyrri fjármagneigendur eru nú búnir að missa allt. Við eigum bankana og nú er spurningin hvernig lítum á málið. Ef við lækkum skuldir og þurfum að hækka skatta á móti þá erum við að moka úr einum vasa í annan. Ef við þurfum að bæta bönkunum auknar afskriftir þá þarf að hækka skatta og þjónustugjöld en frekar en nemur þessum 170 milljörðum sem halli ríkisins stefnir í. Ef að við getum látið erlenda kröfuhafa taka tapið verður væntanlega að klára að semja við þá um verð á lánapökkum þeirra. Og þá held ég að engin vilji ræða um frekari afskriftir strax því þá erum við að segja að við ætlum að afskrifa skuldir sem fólk réði hugsanlega við að borga. Þá væru kröfuhafar vísir til þess að segja að þeir vilji sjálfir innheimta þessar skuldir eða að pakkarnir yrðu enn dýrari fyrir okkur því að kröfuhafar okkar væru vísir til að segja að þeir tækju þá þessi lán yfir og innheimtu því þeir fengju meira út úr því.
Boða til fundar á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Magnús, líkt og þú líklegast veist, hef ég setið í stjórn samtakanna frá upphafi. Fyrst sem varamaður og síðar aðalmaður. Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuðu utan um hagsmuni húsnæðiseigenda, þ.e. þeirra sem tóku lán til að koma sér þaki yfir höfuðið. Samtökin eru ákaflega vel meðvituð um aðra hagsmuni, en ákveðið var að berjast á þessum vettvangi. Við höfum átt viðræður við Félag íslenskra bifreiðaeigenda og Neytendasamtökin, svo dæmi séu tekin, um önnur málefni, m.a. þau sem þú nefnir. Við teljum að hluti af okkar kröfugerð muni hjálpa þessum aðilum, t.d. krafan um að það sem sett er að veð eigi að duga fyrir veðskuld, jafna ábyrgð lántakenda og lánveitenda (t.d. með því að setja þak á þá vexti sem hægt er að innheimta og þak á verðtryggingu) og að gengisbundnum lánum verði breytt í krónulán.
Samtökin hafa einnig tekið undir tillögu Talsmanns neytenda um stofnun gerðardóms. Hugmynd TN með gerðardóminum er að skoða öll lánasöfn húsnæðisveðlána og efast ég ekki eitt augnablik um að þær niðurstöður verða fordæmisgefandi fyrir önnur lán. Annars hef ég heyrt innan úr bankakerfinu, að menn eru farnir að skilja hugtök eins og sokkinn kostnaður og að ekki verði sætt á því að fara fram á meira en nemur fasteignamatsverði húsnæðis og jafnvel að það sé full mikil bjartsýni. Hafi menn skilið þetta gagnvart einni tegund veðlána, þá er ekki langt í að menn skilji að þetta á við um önnur lán líka.
Inn í tölum um eignarstöðu, er eingöngu verið að miða við húsnæðislán og meira að segja ekki öll húsnæðislán. Ekki er tekið tillit til yfirdráttarlána, námslána, bílalána eða lífeyrissjóðslána. Talið er að heildarskuldir heimilanna hafi verið um 2.100 milljarðar um áramót. Af þessu voru gengisbundin lán um 430 milljarðar, þar af 185 milljarðar vegna húsnæðislána. Afgangurinn 245 milljarðar er því ekki inni í tölunni um eignarstöðu. Efvið skoðum þessa 185 milljarða, þá hefur upphaflegur höfuðstóll þeirra lána verið eitthvað í kringum 90 milljarðar eða vel innan við 8% af heildarskuldum heimilanna. Mér finnst því ólíklegt að gengisbundnu láni vegi eins þungt og þú heldur.
Varðandi fjármagnseigendur, þá hafa sumir þegar misst sitt. Aðrir fengu björgunarbát frá ríkisstjórninni og blotnuðu ekki einu sinni, meðan enn aðrir fengu björgunarhring en komust með stærstan hluta eigna sinna á þurrt. HH hafa gagnrýnt þessa mismunun sparnaðarforma. Samtökin hafa ekki tekið afstöðu gagnvart tapi fólks á ævisparnaði sínum í hlutabréfum, en það hef ég aftur gert. Mér finnst að sá hópur sem flokkast undir að vera almennur hlutafjáreigandi, þ.e. var ekki að kaupa hlutabréf sem fjárfestingu heldur sem sparnaðarform, eigi að fá tjón sitt að einhverju leiti bætt. Mín rök eru að innistæður umfram EUR 20.887 hafi verið jafnmikið áhættufé og hlutabréf.
Það er mjög mikilvægt að ljúka verðmati á lánasöfnum nýju bankanna áður en gert er upp á milli gömlu og nýju bankanna. Það er ekki síður mikilvægt, að skuldarar fái að njóta helst að fullu, en a.m.k. að eins miklu leiti og hægt er, ef lánasöfnin verða tekin á milli með einhverjum afslætti. Verði þetta ekki gert strax mun þetta koma í bakið á nýju bönkunum síðar. T.d. er þeirri skoðun að vaxa fiskur um hrygg, að gengisbundin lán séu ólögleg. Ég vakti fyrst athygli á þessu í athugasemd við færslu hjá mér í febrúar. Síðan hafa lögfræðingar verið að skoða þetta og mér skilst að sífellt fleiri séu að komast á þessa skoðun.
Mér finnst ekki skipta máli hvort fólk ráði við að greiða af skuldunum eða ekki. Það var ekki spurt af því, þegar innistæðurnar voru varðar. Af hverju á það vera málið núna? Ég held raunar að gerðardómsleiðin sé skynsamlegust og réttlátust.
Marinó G. Njálsson, 21.5.2009 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.