Leita í fréttum mbl.is

Held að stjórnarandstaðan ætti að fara að mínu markmiði næstu misserin!

Ég held að málflutningur stjórnarandstöðunar að allt sem gert er hér af öðrum sé slæmt og allt sé hægt aað gera svo miklu betur, þjóni ekki neinum tilgangi nema þeim að kljúfa þjóðina, draga úr vonum fólks og skapa almennt vonleysi og kannski landflótta.

Held að fólk ætti að temja sér viðhorf eins og ég ákvað að reyna að fylgja nú næstu misseri þ.e.

Vera jákvæður í kreppunni!

Það vita allir að hér á eftir að draga tímabundið úr lífsgæðum, fólk á eftir að eiga lítð eftir þegar það er búð að borga. En það er óþarfi að mála alltaf skrattann á vegginn.

Það var einhver sem benti t.d. á það að rétt væri að ef ráðherra nýju stjórnarinnar mundu nú afhenda Framsókn og Sjálfstæðismönnum lyklana og segja þeim að taka við þessu bara þá yrðu þeir fljótlega að viðurkenna að þeir gætu ekki hrint þessum patent lausnum sínum í framkvæmd.

Kreppa hjá þjóð er ekki eins og kreppa hjá einstaklingum þar sem að ríkið kemur til hjálpar með félagslegum úrræðum. Slík úrræði eru ekki í boði fyrir þjóðir. Því þá væru ekki til skuldugar þjóðir því þær hefðu allar að sjálfsögðu tekið fyrir bankana og fellt niður skuldir almenning niður eða lækkað sem og að neita að borga aðrar skuldir.

En samt sem áður þá er ég bjartsýnn á það að ég komi til með að eiga fyrir mat og helstu nauðþurftum. Ég er hættur við að skipta um bíl og fara erlendis að þessu sinni. En hvað skiptir það máli ef ég og dætur mínar eigum fyrir mat og húsnæði yfir höfuðið. Síðan getum við látið okkur hlakka til þeirra tíma sem koma þar sem við getum farið til útlanda í sumarfrí aftur, keypt nýjan bíl og endurnýjað sófasettið.


mbl.is Stór orð á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband