Leita í fréttum mbl.is

Þetta eru nú kannski svona aðeins ýktar fréttir.

Það er staðreynd að alltaf þegar hér hefur aðeins harnað á dalnum í atvnnumálum þá hafa Íslendingar leitað tímbundið í vinnu í Noregi. En þessi frétt hljómar eins og nú sé einhver ógurlegur fjöldi. Get ekki séð það. Hér eru tölur sem ég fann á www.hagstofa.is

brottfluttir


mbl.is Íslendingar streyma til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áttaðu þig á að þetta eru fyrstu 3 mánuðir þessa árs.  M.v. þetta og það sem horfir, verður þetta metfjöldi.  Enda afhverju ætti maður að hanga á þessu skeri með þessa vanhæfu ríkisstjórn?!!

Ég er að fara, tveir vinir mínir og fjölskyldur þeirra, tengdaforeldrar mínir, og fleiri bætast við í hópinn á hverjum degi.  Held að menn þurfi að leita annarra lausna en að hækka gjöld og skatta  ef þeir ætla að hafa einhverja eftir til að borga þá á endanum.

Freyr (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 11:02

2 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Jan -> Mars eru nú bara 3 mánuðir,  ennþá 9 eftir

Jóhannes H. Laxdal, 9.6.2009 kl. 11:03

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já Freyr ef þú ert óánægður með ríkisstjórnina þá drifur þú þig bara til Noregs. EN þú gerir þér grein fyrir að beinir skattar eru hærri þar.

Og já ég veit að þetta eru fyrstu 3 mánuðir og 250 manns fluttir til Noregs. En þetta hafa menn gert oft áður. Þið sjáið t.d. 1997 flytja um 900 íslendingar til Noregs. Þá vorum við ekki nema hvað 280 þúsund manns.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.6.2009 kl. 11:51

4 identicon

Já, ég er einn af þeim fáu hér á landi sem komast í burtu þegar þeim sýnist (er ekki liggandi undir skuldaklafanum).  Ég forða mér já, þegar ég sé hættuna nálgast. 

Áttaðu þig á að '97 erum við í niðursveiflu og þá gerðist þetta... pældu hvað gerist núna.  Og það eitt leggur bara meira á fólkið sem eftir situr.  Og hvað gerir stjórnin?!  Hækkar skattana meira... eina sem þeir kunna.  

Varðandi skattana í Noregi þá eru beinir skattar hærri já, en yfir höfuð er skattheimtan minni.  Það er m.ö.o. ódýrara að lifa þar þrátt fyrir hærra verðlag.  Og þetta versnar bara hérna, en norsarar eru komnir út úr kreppudalnum á leið upp aftur.

Hvort er betra í augnablikinu?!

Freyr (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 12:12

5 identicon

Það eru margir að hugsa sér til hreyfings og ég heyri sífellt meira af því að menn leiti sér að vinnu í Noregi án þess þó að fara út í "aktíva" vinnuleit.  Útlitið er ekki bjart og lítur út fyrir að margir fari að meiri alvöru í málið ef ekki fer að bera á neinum jákvæðum fregnum.

Varðandi skatta og lífskjör Magnús, þá eru ástæður fyrir brottflutningi aðrar nú en áður.  Fólk hefur misst vinnuna áður og leitað út fyrir landsteinana tímabundið en nú er fólk við það að gefast upp.  Það er búið að horfa uppá algera eignaupptöku !  Eignamyndun fertugra einstaklinga er farinn.  Húsnæðið skuldsett hjá mörgum í botn, bílalán hærri en markaðsverð, sparnaður í sjóðum og hlutabréfum farinn eða lítið eftir. 

Við treystum því ekki að búa hér áfram !  Margir nálægt núllpunkti eignalega séð eða undir.  Eins og það hefur verið farið með þessa kynslóð og síðan á að skattpína til að greiða fyrir endurreisn !  þá segir maður fremur - bless, bless !

Neytandi (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 13:16

6 identicon

Það er ótrúlegt hvað Samfylkingarfólk gerir lítið úr vandanum og talar allt niður!  Ég ætti að þekkja það enda fyrrverandi Samfylkingarkona!

Elísabet (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 15:46

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona bara að benda á að ég tala ekki fyrir samfylkingu. Ég er að reyna að halda haus í þessu ástandi. Hér er rokið upp og talað um að fólk streymi til Noregs. Ég var að benda á þetta er tæplega ein flugvél. Og frá 1980 hafa komið svona sveiflur áður eins og sjást. Þannig 1997 voru tæplega 900 sem fluttu ríkisfang til Noregs. Þá var ekki umræður hér eða þar um stórfeldan straum til Noregs.

Fólk hér flytur milli landa og koma flest öll aftur þegar betur árar. Þetta er að hluta til gott því þetta léttir á atvinnuleysisskránni okkar á meðan.

Auðvita er ástandi mjög alvarlegt en það er spurning hvort að við reynum að taka á því eða hvort að einstaklingar ætla helst að reyna að fá lækkanir á lánum, helst lægri skatta. Ekki bíð ég í það þegar niðurskurðu kemur.

Ég stóð í mínu húsnæðisbasli 1989 þá var allt að 30% verðbólga. Hún var ekki mér að kenna. Á ég þá ekki að fá endurgreiðslur líka.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.6.2009 kl. 16:45

8 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er ekki vafi, að við höfum áður séð þá sem vilja sjá sér og sínum farborða fara til útlanda í atvinnuleit. Faðir minn fór t.a.m. til Malmö 1969 til að vinna við skipasmíðar og kom síðan heim þegar aðstæður bötnuðu. Einhverjir félagar hans urðu eftir úti og tóku til sín fjölskyldurnar og urðu Svíar. Svona hefur þetta verið áður og þá sérstaklega kannski hjá iðnaðarmönnum.

Ég var nú svo "heppinn" að vera staðsettur við vinnu á sjó í Noregi þegar þessar hremmingar helltust yfir Ísland og eðlilega hef ég ekki hugað að breytingum á þeim högum. En ég get ekki annað sagt en að þeir Norar taka okkur vel.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.6.2009 kl. 23:54

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Magnús segir að beinir skattar séu hærri í noregi en á íslandi.. það getur vel verið en óbeinir skattar eru pottþétt hærri hér en í noregi.

Ég hef búið í noregi árum saman og er á leiðinni þangað aftur og norksa skattasystemið hindrar mig ekki því það þekki ég ágætlega.. veit td að ferðir til og frá vinnu ef fjarlægðin er meiri en 12 km er niðurgreidd í gegnum skatta, lestar og rútuferðir líka.. 

Vextir af lánum eru frádráttarbærir frá sköttum..

Meðlög eru tekin af launum FYRIR skatt.. og skattur eingöngu greiddur af því sem eftir stendur.. 

Lífeyrisjóðsgjaldið er inni í skattinum í noregi.. 

skattprósenta í noregi er að jafnaði 36 % ..

Óskar Þorkelsson, 10.6.2009 kl. 12:23

10 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Já og sjómannaafslátturinn sem alltaf er verið að grenja yfir hér á landi er fimmfaldur í Noregi.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.6.2009 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband