Föstudagur, 12. júní 2009
Nú er ég ekki löglærður maður en er innistæðursjóður ekki ábyrgur skv. þessu?
Var að glugga í lög um innistæðusjóðinn: Þar segir í 3. gr
Viðskiptabankar, sparisjóðir, fyrirtæki í verðbréfaþjónustu og aðrir sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verðbréf í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti, sem hafa staðfestu hér á landi, skulu eiga aðild að sjóðnum. Hið sama gildir um útibú þessara aðila á Evrópska efnahagssvæðinu. Þessi fyrirtæki, hér eftir nefnd aðildarfyrirtæki, bera ekki ábyrgð á skuldbindingum hans umfram lögbundin framlög til sjóðsins, sbr. ákvæði 6. og 7. gr. Fjármálaeftirlitið skal halda sérstaka skrá um aðildarfyrirtæki.
Sem sagt að þarna er ljóst að útibú heyra undir þennan sjóð.
Í 4 gr segir
Stjórn sjóðsins skal skipuð sex mönnum til tveggja ára í senn. Viðskiptabankar tilnefna tvo menn í stjórn sjóðsins, sparisjóðir einn mann, fyrirtæki í verðbréfaþjónustu og aðrir sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verðbréf sameiginlega einn mann og viðskiptaráðherra tvo menn. Viðskiptaráðherra tilnefnir jafnframt fulltrúa innstæðueigenda og fjárfesta sem áheyrnaraðila með málfrelsi og tillögurétt í stjórn sjóðsins og skal hann uppfylla sömu kröfur og stjórnarmenn. Viðskiptaráðherra skipar formann stjórnar. Varamenn skulu tilnefndir á sama hátt.
Stjórn sjóðsins er heimilt að ráða framkvæmdastjóra við sjóðinn eða semja við lögaðila um rekstur og vörslu hans. Lögaðilinn getur verið Seðlabanki Íslands og vörslufyrirtæki samkvæmt lögum um verðbréfasjóði.
Ef að þessi sjóður er ekki á vegum ríkisins hvernig stendur þá á þvi að viðskiptaráðherra tilnefnir 2 menn og formann nefndarinnar?
Síðan segir í 10 gr
10. gr.Fjárhæð til greiðslu.Nú hrökkva eignir viðkomandi deildar sjóðsins ekki til þess að greiða heildarfjárhæð tryggðra innstæðna, verðbréfa og reiðufjár í hlutaðeigandi aðildarfyrirtækjum og skal þá greiðslu úr hvorri deild skipt þannig milli kröfuhafa að krafa hvers þeirra allt að 1,7 millj. kr. er bætt að fullu en allt sem umfram er þessa fjárhæð skal bætt hlutfallslega jafnt eftir því sem eignir hvorrar deildar hrökkva til. Fjárhæð þessi er bundin við gengi evru (EUR) miðað við kaupgengi hennar 5. janúar 1999. Sjóðurinn verður ekki síðar krafinn um frekari greiðslu þótt tjón kröfuhafa hafi ekki verið bætt að fullu.
Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og stjórn hans telur til þess brýna ástæðu er henni heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum.
Komi til greiðslu úr sjóðnum yfirtekur hann kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi.
Er þetta ekki einmitt sem verið er að gera núna? Mér skilst að eftir 7 ár taki innistæðusjóður lán til að greiða upp okkar hluta í IceSave. Reyndar verður ríkisábyrgð á þessu láni en formlega séð verður það innistæðusjóður sem tekur það.
Svo ég spyr hvaða atriði eru það sem menn eru að hengja sig í þegar þeir segja að við þurfum ekki að greiða IceSave?
Manni skilst að menn séu að hengja sig í eftirfarandi þegar þeir hafna ábyrgð okkar en eins og getið er um í þessari frétt er það vafasamt.
Þá hefur því verið haldið fram að í aðfararorðum tilskipunarinnar segi að aðildarríki beri ekki ábyrgð gagnvart innstæðueigendum hafi það komið á fót innlánstryggingarkerfi í samræmi við tilskipunina. Sérfræðingar sem leitað hefur verið til telja þarna um mislestur á 25. efnisgrein hennar að ræða, en þar segir: Whereas this Directive may not result in the Member States or their competent authorities being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized;". Þetta þýði að óvíst sé að ábyrgð falli á aðildarríki hafi verið komið upp tryggingarkerfi samkvæmt tilskipuninni.
Hvet fólk til að lesa alla þessa grein á visir.is hún tekur fínt á þessu
Síðar í þessari frétt/grein segir:
Raunar virðist, svona að aflokinni orrahríð í falli bankanna, að stjórnvöld hafi líka komist að raun um að krafan um að innstæðutryggingar takmörkuðust við eign Tryggingarsjóðs innstæðna stæðist ekki skoðun. Í yfirlýsingu forsætisráðherra frá 8. október síðastliðnum segir orðrétt:
Ríkisstjórnin ítrekar að ríkissjóður mun styðja Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta við öflun nægjanlegs fjár," og var þar ítrekuð fyrri afstaða stjórnvalda, líkt og hún birtist í bréfi viðskiptaráðuneytis til breska fjármálaráðuneytisins 20. ágúst. Þar er fullyrt að íslensk stjórnvöld muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að Tryggingarsjóður fái staðið við skuldbindingar sínar hvað varðar lágmarksvernd innstæðueigenda.
Eins má nefna að í ríkisreikningin 2007 er innstæðusjóður skráður í d hluta hans
Og skv. skilgreiningu í ríkisbókhaldi er D hluti
D-hluti. Til hans teljast fjármálastofnanir ríkisins, þar með taldir bankar og vátryggingafyrirtæki í eigu ríkisins, enda séu þær hvorki sameignar- né hlutafélög.
Sjálfstæðismenn til bjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:36 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Bilunin er með slíkum eindæmum að til eru þingmenn sem ætla að skrifa undir samning sem þeir hafa aldrei lesið og fá ekki að lesa vegna þess að þeir sem eru að kúga þjóðina Bretar og Hollendingar banna að innihald samningsins er kunngert.
Er allt í lagi með ríkisstjórnarþingmennina?Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 17:23
Sjóðurinn á að veita tryggingu fyrir alla innstæðueigendur, líka í útibúum erlendis. En það jafngildir ekki ríkisábyrgð.
A.m.k. 4 síðustu ár hefur ríkisendurskoðun gert athugasemdir með endurskoðuðum ríkisreikningi og hamrað á að sjóðurinn sé ekki í eigu ríkisins og alls ekki á ábyrgð ríkissjóðs.
Síðan koma inn í þetta neyðarlögin og túlkun á þeim. Enginn getur veitt vissu fyrir því að þau haldi ef á reynir.
Staðan er þannig að fræðimenn og hæfir lögfræðingar deila um málið. Allir hafa þeir eflaust eitthvað til síns máls en eru mjög ósammála. Þá er aðeins eitt að gera; að vísa málinu til dómstóla og fá fram úrskurð. Til þess eru dómstólar.
Haraldur Hansson, 12.6.2009 kl. 17:24
Ábyrgðin er íslands. Því miður. Það eru engar deilur þá hægt sé að grafa upp 2-3 ísl. sem ætla að upphefja stóra þrætubók. Gallinn við þrætubókamenn, eins og jón baldvin hefur bent á, er að það fyrirfinnst enginn sem tekur mark á útúrsnúningafræði þeirra. Það er bara þannig.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.6.2009 kl. 17:45
Takk fyrir stórgóða samantekt. Ekki lögfróð heldur en finnst lögfræðirökin gegn því að borga hljóma svolítið eins og verið að "deila um keisarans skegg". Erlendis er oft talað um anda lagana, maður hefur á tilfinningunni að á Íslandi sé meira um að lögin tekin bókstaflega (sem m.a. talið skýra af hverju verið svona erfitt að "nappa" víkingana okkar hingað til, sbr. gamla Baugsmálið). Mér finnst alla vega andi lagana alveg skýr, sem og andi neyðarlagana.
Ég myndi persónulega ekki þora að taka áhættuna á að fara með þetta mál fyrir dómstólana (sem ekki einu sinni víst að hægt þ.s. Bretar/Hollendingar geta neitað þeirri leið, eins og við neituðum Bretum um að fara í mál í þorskastríðinu á sínum tíma). Vona að þeir sem berjast fyrir þeirri leið séu reiðubúnir að bera ábyrgðina á afleiðingunum ef sú leið yrði farin.
ASE (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 18:14
"Prime Minister Geir H. Haarde shouldn't be pissed off with the EU countries but merely with himself and his Central Bank and 2 or 3 large Icelandic Banks (IMG:style_emoticons/default/dry.gif) After all Iceland didn't want to belong to the EU in the first place so WHY being pissed of with the EU ? (IMG:style_emoticons/default/huh.gif)
It's a country with 300,000 people for Xsake...and they put themselves in shite, nobody else did.
In The Netherlands they attracted some 50,000 people*** who stashed their savings with ICESAVE (lured by high interest rates) and contrary to what happened in the UK, ICESAVE Holland was not allowed to close their Bank-website ....BUT....showing some clients on television, it was IMPOSSIBLE for them to get access to the website in order to try and transfer money from their accounts into saver haven.
Iceland's Prime Minister Geir H. Haarde shouldn't blame others....but himself, his Central Bank and the regulators, controlling the other banks. (IMG:style_emoticons/default/dry.gif)
*** The Dutch clients of ICESAVE- Iceland are able to collect (lot of trouble, but still) the first € 20,000 savings from the Icelandic Goverment and the rest they're hopefully (for them) able to collect from the Dutch Government, which in fact, I find rather stupid; if you're that greedy to put your money on an iceberg and the iceberg melts...it's your own fault."
Frá þessari vefsíðu...
http://www.thaivisa.com/forum/Icesave-Sht-Creek-Expats-Troub-t216509.htmlAnna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.6.2009 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.