Leita í fréttum mbl.is

Guð gefi að Vigdís Hauksdóttir komist aldrei í ríkisstjórn

Var að hlusta á þáttinn "Í vikulokin" á rás 1.

Og eftir hann segi ég bara þó ég sé ekki trúaður maður:

"Guð og/eða góðar vættir  gefi að Vigdís komist aldrei í ríkisstjórn"

Ég er bara sleginn yfir því sem manneskjan lætur út úr sér. Hún er held ég langt frá því að vera áttuð um að hún er einn af fulltrúum 63 alþingismanna sem eiga að hafa hag þjóðarinnar að leiðarljósi. Hún fer með staðlausa stafi og reynir að ala á ótta hjá fólki. T.d. eins og skuldbindingar okkar vegna IceSave séu 1000 milljarðar. Og við hefðum bara ekkert átt að gera neina samninga vegna icesave. Þetta segir hún þó að Tryggvin Þór Herbersson hafi verið að segja í sama þætti að 27 þjóðir hafi kúgað okkur í að ganga til þessara samninga.

Þetta er svona svipað og rétt fyrir kosningar þegar hún fór að kvarta yfir illri meðferð ASÍ á henni sem ákváðu að vegna þess að hún biði sig farm sem oddviti Framsóknar í Reykjavík þá gengi ekki að hún væri í starfi hjá ASÍ. Og síðan dróg hún til baka.

Og síðan hefur flest sem frá henni hefur komið verið vanhugsað og hreinlega rangt.

Manneskjan þarf að læra að hugsa fyrst og tala svo.


mbl.is Mótmæli vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Já sannleikurinn er alltaf sár er það ekki  En samfylkingin veit hvað er sannleikur því ekki kann hún að segja satt eða rétt frá og að forsætisráðherra landsins skuli ljúga framan í fólkið í landinu er bara ógeðslegt

Marteinn Unnar Heiðarsson, 13.6.2009 kl. 12:47

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ef þú hefur hlutstað á þennan þátt þá var þarna líka Tryggvi Þór og ég get alveg viðurkennt að sumt sem hann segir er vitrænt. En Vigdís mætir í umræður og æpir og gasprar þegara aðrir tala og svo eru innlegg hennar beinar tilvitnanir í blogg og vefmiðla. Og jafnvel túlkun annarra á greinum og skoðunum fræðimanna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.6.2009 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband