Leita í fréttum mbl.is

Þetta er nú merkilegur andskoti!

Var að lesa frétt um þetta á visir.is þar sem haft er eftir Ómari:

„Meirihlutasamstarfið stendur traustum fótum eins og alltaf," segir Ómar aðspurður um stöðu meirihlutasamstarfsins í bæjarfélaginu

Nú hvers vegna eru menn þá búnir að vera í öllum þessu farsa síðustu vikur? Á ég að trúa því að eitt lögfræðiálit sem segir að af þvi að því einstaka upphæðir hafi ekki farið yfir einhver mörk þá sé bara allt í lagi með viðskipti Kópavogs við fyrirtæki dóttur Gunnars. Þó sýnt haf verið fram á að Frjáls Miðlun hafi fengið nærri 300 til 400 þúsund á mánuði að meðaltali.

Sjá hér http://www.tidarandinn.is/dotturfelagid

Úr annarri frétt hér www.mbl.is í dag úr yfirlýsingu Samfylkingar í Kópavogi

 Fyrirtækið Frjáls miðlun fékk nær mánaðarlega greitt um 450.000 kr að meðaltali fyrir hin ýmsu verk fyrir Kópavogsbæ á 9 ára tímabili án þess að nokkrir samningar eða verklýsingar lægju fyrir.  Sárasjaldan voru gerðar verðkannanir eða leitað tilboða.  Reikningar voru ranglega færðir í bækur bæjarins og svo virðist sem greitt hafi verið oftar en einu sinni fyrir sama verkið og greitt fyrir hálfkláruð verk.  Sama verkið hefur verið bókfært á mismunandi bókhaldslykla til að fela umfang viðskiptanna.  Staðreyndirnar tala sínu máli.

Nú segir Ómar bara að meirihlutinn standi traustum fótum. Á maður að trúa því að Ómar ætli að sætta sig við að Gunnar fari í veikindafrí einhvern hluta af tímabilinu og það sé bara nóg fyrir Framsókn. Ómar verður að gera sé grein fyrir að það er ekki það sem kallað er "taka á vandamálinu"? Og þar með situr Gunnar áfram í skjóli Framsóknar.

P.s. svo les maður á www.ruv.is þessa frétt:

Gunnar Birgisson víkur til hliðar sem bæjarstjóri Kópavogs. Þetta var niðurstaða fundar hans og Ómars Stefánssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokks í morgun. Ekki hefur verið ákveðið hvenær Gunnar hættir, en endanleg ákvörðun um það verður tekin á fulltrúaráðsfundi, sem væntanlega verður á mánudaginn. Ekki er búið að ákveða hver verður eftirmaður Gunnars í starfi bæjarstjóra Kópavogs.

Þetta er nú meiri farsinn.


mbl.is Fundað í hádeginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband