Leita í fréttum mbl.is

Við þessu var búist!

Gunnar segir:

Hann segist stefna að því að geta úttekt á verkum bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar þegar hann hefur störf sem óbreyttur bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er alveg ljóst að öll mannanna verk eru ekki hafin yfir gagnrýni, og ekki þeirra heldur. Við þurfum að fara yfir það líka nákvæmlega eins og það er búið að fara yfir mín störf. Menn eiga helst ekki að henda grjóti úr glerhúsi,“ segir Gunnar og tekur fram að ekki sé um neinar hótanir að ræða. Fara verði yfir málin á málnefnanlegum grunni.

Þannig að Gunnar ætlar að sitja áfram í stjórn og reyna að finna eitthvað á aðra bæjarfulltrúa til að hefna sín. Við þessu bjóst fólk. Reynar væri rétt að benda Gunnari á að hann hefur verið í meirihluta með framsókn í 19 ár. Og meirihluti tekur ákvarðanir og ber ábyrgð á þvi sem bæjarfélagið tekur sér fyrir hendur.

Eins þá er þetta með ólíkindum þegar hann segir:

Spurður um ábyrgð og hvort hann hafi axlað hana segir Gunnar: „Ég hef ekki talið mig gera neitt rangt í þessu máli.“

Hann semsagt sér ekkert af því að bærinn hafi skipt við dóttur hans. Manni finnst þetta með ólíkindum. Bendi sem dæmi á forskot sem ættingjar geta haft. T.d. gætu kjörnir fulltrúar tryggt að ættingja fréttu af væntanlegum verkum, hvað aðrir hefðu boðið og eins að hvetja þau til að bjóða fram þjónustu í verk sem aðrir vita ekki um fyrirfarm. Þetta er bara smá dæmi um að nánir ættingja kjörina fulltrúa og sér í lagi bæjarstjóra hljóta að vera í þeirri stöðu að þau geta ekki unnið fyrir viðkomandi sveitarfélag.


mbl.is „Þetta jaðrar við brjálæði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er í raun bara enn eitt dæmið af mýmörgum um siðleysið sem stjórnmálamenn fá að komast upp með án þess að taka ábyrgð.

Siðleysið liggur í augum uppi þótt ekki endilega hafi verið um lögbrot að ræða. Persónulega finnst mér þetta vera brot en ekki þekki ég lagabókstafinn en veit þó að hann er því miður ekki alltaf með siðferðið innvinklað.

Tók sjálfstæðisflokkurinn (og samfylkingin/framsókn) einhvern tímann afgerandi ábyrgð og gerði hreint fyrir sínum dyrum eftir hrunið?? Það virðist ekki skipta máli.

Það virðist vera þegjandi samkomulag á milli pólitíkusa og íslensku þjóðarinnar um að þú getir gert nánast hvað sem er og verið gjörsamlega gripinn glóðvolgur við verknaðinn en samt fengið að komast upp með að neita fyrir það fram í rauðan dauðann. Alveg þangað til þjóðin fær upp í kok af málinu og þá gleymist það hægt og rólega..

Án gríns, þá virkar þetta á mig sem sandkassaleikur! Þetta er eins og litli krakkinn sem situr við útkrotaðan vegginn með tússpennann í hendinni og neitar því að hafa gert þetta.

JC (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 15:56

2 Smámynd: ThoR-E

maðurinn er algjörlega siðlaus.

að svona starfshættir hafa getað viðgengist hér á landi ... að það mun ég aldrei skilja.

Klíkuskapur ... fjölskyldumeðlimum og vinum í forgangi í verkefnum fyrir bæinn ... manni verður hálf óglatt við að lesa þessa frétt og orð Gunnars.

maðurinn ætti að vera í dýragarði .. eða sirkus .. algjör trúður.

ThoR-E, 16.6.2009 kl. 16:35

3 identicon

,,maðurinn ætti að vera í dýragarði .. eða sirkus .. algjör trúður."

Er hann ekki með framsóknarflokknum ?

Er það ekki eitthvað líkt , að vera í sirkus sem algjör trúður ?

JR (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband