Miðvikudagur, 17. júní 2009
Nú hvað héldu menn að "ríkisábyrgð þýddi"
Finnst nú augljóst að ef ríkð ábyrgist lán og stendur ekki við það þá hlýtur kröfuhafi að ganga að eignum upp í skuld. Nema að við Íslendingar séum orðnir svo innrættir eftir ræður Sigmundar Davíðs að við teljum að við þurfum ekki að greiða neinar skuldir!
Annars bendi ég á aðra frétt á www.ruv.isþar sem hagfræðingur er búinn að reikna út reyndar með nokkri óvissu hvað við komum til með að greiða af lánunum fyrsta árið:
Á ruv.is má lesa þessa frétt:
Þjóðarbúið ekki á hliðina
Hagfræðiprófessor segir að afborganir af Icesave-láninu setji þjóðarbúið ekki á hliðina. Greiðslurnar jafngildi því að slökkt væri á álverinu á Reyðarfirði og Kárahnúkavirkjun og þau ekki sett í gang aftur fyrr en að 8 árum liðnum. Eftir rúm 7 ár hefjast greiðslur af Icesave-láninu. Lánið er upp á um 650 milljarða króna með vöxtum upp á 5,5%. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands hefur reiknað út hve miklar afborganirnar verða.
Hann gerir ráð fyrir að þegar eignir Landsbankans hafi gengið upp í skuldina standi eftir 10-25% eða 65 til rúmlega 160 milljarðar króna. Hann segir mikla óvissu vera í útreikningunum og ekki séu allar staðreyndir á borðinu. Hann telji þó að fyrsta greiðslan muni nema 0,5-1,5% af landsframleiðslu það ár.
Í þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir því að árleg landsframleiðsla verði um 15 hundruð milljarðar árið 2014 og Þórólfur gerir ráð fyrir að hagvöxtur næstu ár eftir það verði 2,5%. Hann bendir á að Þjóðhagsstofnun gerði ráð fyrir að Kárahnjúkavirkjun og Reyðarálsverkefnið hafi átt að bæta þjóðartekjur um 0,5-1%. Icesave skuldbindingin sé því býsna mikil blóðtaka en gangi allt eftir er ekki ástæða til að ætla að þjóðarbúið fari á hliðina.
Já 0,5 til 1% af landsframleiðslu. Sem er svipað og landsframleiðsla okka jókst við Kárahnjúka og Reyðarál. fyrsta árið. Sem er hæsta greiðslan. En það er akkúrat talan sem Tryggvi Þór Herbersson hefur sagt að við gætum greitt. Og ég bið þessa gífurbarka í framsókn og fleiri flokkum að fara nú í að láta sérfræðinga reikna út fyrir sig stöðuna áður en þeir koma með yfirlýsingar eins og "að þjóðin sé dauðadæmd" og Við ráðum ekki við þetta" og "hér verður landauðn ef við skrifum undir"
Skv. blogginu hennar Birgittu er AGS sammála þessari Bresku endurskoðunarskrifstofu um mat á þessum eignum. En Alþingi á að senda nefnd og tala við þetta enska fyrirtæki og fá nánari upplýsingar í trúnaði.
En ég tek undir með þingmönnum sem vilja sjá meiri upplýsingar um eignir Landsbankans. Ef að þetta eru viðkvæmar upplýsingar er hægt að láta þingmenn sverja trúnað á þeim upplýsingum. Eða fá óháðan aðila til að meta þetta aftur.
Enskir dómstólar skera úr Icesave-deilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:26 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 969307
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Örfáar litlar athugasemdir við "blogg" þitt Magnús Helgi.
1. Fyrst greiðslubyrðin af Icesafe er svona´lítil og ómerkileg" hvers vegna krefjast þá viðkomandi þjóðir ríkisábyrgðar okkar?
2. Skrifað hefur verið að Icesafe eignir muni a.m.k. duga fyrir 72%-95% af Icesafe skuldunum. Hvernig má það þá vera að krafist er og nauðsyn vera talin á að ríkisabyrgð sé veitt fyrir allri skuldinnin en ekki bara fyrir ca. því sem hugsanlega vantar uppá eignirnar fyrir skuldunum?
3. Veist þú og prófessorinn, fyrirfram, hvernig fara munu úrslit dómsmála annarra kröfuhafa Landsbankans gamla gagnvart skuldum LÍ?Hvað ef/þegar, neyðarlögin verða dæmd ólögmæt, með hvaða eignum á þá að greiða "loforð ríkis" vegna Icesafe?
4. Við sem teljum að íslenska þjóðin eigi ekki að greiða skuldir "einkafyrirtækja", sem fengu arðinn af rekstrinum, en virðast ætla að "ríkisvæða tapið", við sem teljum að dómstólar eigi að fjalla um hvort "ríkið" sé ábyrgt/eða ekki ábyrgt fyrir Icesafe, við hljótum að gera þá einföldu kröfu til allra þeirra Íslendinga, já-þingmanna, sem annarra, allra þeirra sem vilja taka á sig þess óvissu "greiðsluábyrgð" án þess að dómstólar fjalli um greiðsluskylduna, við hljótum að krefjast og gera ráð fyrir því, að þeir séu tilbúnir tiil að "veðsetja/skyuldsetja" sína prívat eignir, húsnæði og/eða aðrar, til tryggingar Icesafe, en eignir okkar hinna, þ.e. okkar eignarhlutur í "ríkiseignum" séu látnar í friði, a.m.k. þangað til við allir Íslendingar, sem þjóð verðum "dæmd" til að greiða fyrir "einkafyrirtækin.
Kveðja
Guðm. R. Ingvason
Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 20:07
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.6.2009 kl. 20:50
Magnús Helgi.
Svör þín eru "efnislaus" og þunnur þrettándi.
Hvar eru svörin um hvers vegna á að veita ríkisábyrgð fyrir "allri skuldinni" ef "öll skuldin er ekki nema 5%-28% af höfuðstólnum?
Hvað ef "útrásarvíkingarnir" hefðu verið að selja öðru vísi "gallaða eða innistæðulausa og ónýta vöru". T.d. ónýt hús, skip, úldinn fisk eða ónýtt ál? Hefðu þá skattgreiðendur átt að ábyrgjast slíka vörusölu einkafyrirtækja?
Þú mundir væntanlega, sem einstaklingur, ekki samþykkja að greiða "skuldir" annarra, t.d vina þinna, ættingja eða kunningja, án þess að vera dæmdur til þess, nema að þú sért svo "greiðvikinn" að það ráði ákvörðun þinni. Þjóð getur ekki leyft sér slíka "greiðvikni".
Að lánið verði ekki "gefið út" fyrr en eftir átta ár er bull.
Samþykkt og/eða ríkisábyrgð "skuldanna" eins og upplýst hefur verið, gefur kröfueigandanum nánast "blanko" skuldabréf til útfyllingar og innheimtu á ríkissjóð og þar af leiðandi okkur Íslendinga alla.
Fjárhæðin er í dag, því miður, "bara skrifuð í skýin".
Mundir þú sjálfur, prívat og persónulega, nokkurn tíma skrifa undir slíka "skuldaviðrkenningu" fyrir einkafyrirtæki, sem þú átt ekki og hefur aldrei haft nokkurn arð af?
Eftirfarandi fullyrðing þín er ótrúleg:
"Þessir menn í Landsbankanum drógu að sér fé Breta og Hollendinga".
Þú nánast gefur þjófnað í skyn. Slík hegðan er ólögleg bæði á Íslandi og í viðkomandi löndum að því er ég best veit.
Þessir "menn/innlánsþegar" í Bretlandi og Hollandi létu græðgina ráða för alveg eins og útrásarvíkingarnir. Þeir lögðu inná Icesafe reikningana vegna "væntrar arðsemi" í formi óeðlilegra hárra vaxta borið saman við "loforð" annarra banka og græðgin varð þeim að falli.
Af hverju skyldi íslenskur banki í Bretlandi eða Hollandi, í raunveruleikanum, nokkurn tíman getað skilað miklu hærri ávöxtum á venjubundnum innlánsreikningum en aðrar lánastofnanir í sömu löndum?
Á ríkissjóður Íslands að bera ábyrgð á því að innlánsvaxtaloforð einkafyrirtækja geti staðist, frekar en t.d. á sölu annars konar gallaðrar vöru?
Standist "neyðarlögin" ekki, þá eru allt annars konar vandamál til úrlausnar, til viðbótar við "blanko" skuldabréfið vegna Icesafe.
Þess vegna ber að gera engar "viðbótar ríkisábyrgðarskuldbindingar" a.m.k. ekki fyrr en slíkt liggur fyrir. Allt annað er flumbruskpur óábyrgra aðila.
"Fabuleringar" þínar um greiðslukort, lokaða banka etc. eru bara hugarórar sem fá ekki staðist. Almenn viðskipti fyrirtækja og landa á milli halda áfram eins og venjulega ef gæði. verð og aðrir venjubundnir viðskiptaskilmálar eru í lagi. Reynslan hefur sýnt að svo sé árum og öldum saman. Engar staðreyndir liggja að baki slíkum hugrenningum og þú viðhefur, sem betur fer.
Magnús Helgi.
Ég ráðlegg þér að hætta að líta á Icesafe í gegnum þín pólitísku lífsviðhorfs gleraugu. Horfðu á sjálfan þig í spegli og spurðu þig í einlægni; "mundi ég ábyrgjast skuldir einkafyrirtækis, sem ég á ekki og hef aldrei haft nokkurn arð af"?
Ríkissjóður má aldrei haga sér á óábyrgari hátt en hinn einstaki þegn hans mundi sjálfviljugur gera eða verða knúinn til að gera samkvæmt dómsúrskurði þar að lútandi.
Kveðja
Guðm. R. Ingvason
Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 22:45
Guðmundur varðandi "Hvar eru svörin um hvers vegna á að veita ríkisábyrgð fyrir "allri skuldinni" ef "öll skuldin er ekki nema 5%-28% af höfuðstólnum?"
Ef þú ert að semja um skuldi þína við einhvern. Og ætlar að borga eftir á fimmtán árum. Heldur þú að þeir takai við eignum fyrir skuldinn bara sí svona. Þeir hefðu kannski verð tilbúinir að taka þetta lánasafn einhverjum afföllum sem hefðu þá lent á okkur.
Guðmundur ef að neyðalögin standa ekki þá er skipting milli gömlu og nýjubankana ólögleg, forgangsröðun kröfuhafa ólögleg og þar með allir gjörningar sem hafa verið gerðir í bankakerfinu síðustu mánuði.
Bankarnir gátu veitt hærri vexti en þarlendir bankar þar sem að þeir ætluðu að ávaxta peninga á háum vöxtum á Íslandi.
Íslenska ríkð ábyrgðist allar innistæður í þessum bönkum hérlendis upp á 700 milljarða. Icesave voru jafn íslenskir og aðrir reikningar hérlendis. Minni þig á að við erum þó aðeins að borga innistæðurtryggingar á icesave. Þ.e. 20 þús. evrur mest.
Guðmundur þetta er nú staðreynd. Allar bankastofnanir á landinu starf nú í skjóli neyðarlaga. Öll okkar viðskipti eru nærri rafræn og ef að erlendir kröfuhafar mundu fá neyðarlögum hnekkt þá þýðir það að í stað aðgerða sem við gerðum í október þá mundu allir kröfuhafar eiga kröfu á bankana m.e. þeir sem áttu 11 þúsund milljarða sem nú eru í gömlubönkunum.
Og það vantað bara herslumunin á að öll bankaviðskipti legðust af í október. Og við gjaldþrot þá verða allar innistæður að kröfum í þrotabú og færast aftar.
Annars nenni ég ekki að hafa þetta lengra. Þú ert sjálfsagt einn af þeim sem telur að við getum líka lækkað öll lán á Íslandi og látið erlenda kröfuhafa bera það líka. Og reiknar með bara að bretar og hollendingar geti kennt sjáflum sér um. Og þú reiknar kannski með að eftir ár verði erlendar rikisstjórnir og fjármögnunarfyrirtæki búin að gleyma þessu og keppist við að lána okkur. En ég er það ekki. Það er kreppa í Bretlandi og þegar menn benda á að þeir geti borið þennann kostnað leikandi þá ættu menn kannski að athuga að þar er lífstandard miklu lægri en hér. Minni á að þar er fólk að deyja úr kulda á veturna. Og atvinnuleysi hærra en hér.
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.6.2009 kl. 23:30
Það er ekki hægt að skylda mann til að gera það sem maður getur ekki gert. Við getum alveg jafnvel borgað þetta og ég get slegið heimsmetið í 100 metra hlaupi. Miðað við núverandi erlenda skuldabyrði þjóðarbúsins og holdarfar mitt eru báðir atburðir ólíklegir. Að gefa þannig Bretum og Hollendingum beinan aðgang að því að taka auðlyndir okkar upp í skuldir nema við gerum hluti sem við ekki getum er alveg gaga.
Héðinn Björnsson, 18.6.2009 kl. 02:45
Veit svo sem ekkert hvað eignirnar duga langt upp í þessa skuld svo að það er erfitt að meta hvað þetta er mikið, en ef spár ganga eftir varðandi verðmat á eignum landsbankans þá er þetta ansi vel sloppið eftir þetta ævintýri allt saman. Skil samt ekki hvaða vesen það er að fá ekki að sjá þetta eignasafn sem stendur þarna á bak við þetta.
Menn sem tala um það sé ómögulegt að greiða þetta miðað við gefnar forsendur eins og við þekkjum þær í dag, þ.e.a.s eignir bankans, eins og Pétur Blöndal sem talar um það sem eitthvað náttúrulögmál í hagfræði að engin þjóð geti staðið undir slíkum samning ef greiðslurnar eru meira en 1% af þjóðarframleiðslu er bara helvítis kjaftæði. Hinar norðurlandaþjóðirnar greiða til dæmis um 1% af landsframleiðslu í þróunaraðstoð og fara létt með, íslendingar fóru að kasta einhverju í þróunaraðstoð svona til að líta vel út í framboði til öryggisráðsins? Flestar þjóðir heims eyða nokkrum prósentum af landsframleiðslu í hernað, vopnakaup og fleira sem svo er oft aldrei notuð á meðan íslendingar eyða ekki neinu í hernað svo að kalla. Ætlar svo einhver að fara segja mér að það sé gjörsamlega ómögulegt að greiða þessa lágmarksupphæð eftir að hafa farið ránshendi um önnur lönd, gleymum því sem var umfram lágmarkið hjá einstaklingum og öllum sparnaðinum frá sveitarfélögum og góðgerðarsamtökum(ekki nóg með að við gefum nánast enga þróunaraðstoð, heldur hefur okkur tekist að leyfa bankamönnum að ræna góðgerðarsamtök í öðrum löndum =)
Menn tala mikið um versalasamninga í þessu sambandi. Hafa verður í huga að að þjóðarframleiðsla á mann á Íslandi í dag er miklu miklu miklu miklu hærri en í Þýskalandi þá daga. Þannig að þegar menn tala um að þetta sé svo og svo margir þúsundkallar á hvert mannsbarn, þá verður líka að hafa í huga tekjur á íslandi í dag og þýskalandi þá. Ef Ísland væri að taka á sig þessar skuldbindingar með þjóðarframleiðslu á mann eins og hún var árið 1920, þá væri þetta vissulega ómögulegt að greiða.
Ábyrgðin er okkar, þar sem fjármálaeftirlitið íslenska átti að vera að regulera þessa vitleysinga. Fyrir þjóðina að hafa gortað af því að vera snjallasta bankaþjóð í heimi fyrir 1 ári síðan, en koma svo nú og bera fyrir sig að vera svo lítil þjóð og lítt kunnandi í bankaheiminum sem rök fyrir því að ekki sé hægt að gera okkur ábyrg fyrir gjörðum okkar er hegðun sem er ekki neinni þjóð sæmandi.
Ekki má heldur gleyma skuldir ríkissjóðs á síðastliðnum árum voru greiddar niður með miklum hraða, ekki vegna þess að sjálfstæðismenn eru svo snjallir í hagfræði eins og nú hefur verið afsannað að fullu, heldur vegna þess að fjármagn frá Evrópu, meðal annars Icesave, sem við viljum svo auðvitað ekkert greiða núna, setti þjóðfélagið á stera og svo mikil var keyrslan að fólk var flutt hér inn í þúsundatali til vinnu en samt var atvinnuleysið undir 1%. Hversu miklar skatttekjur höfðum við af því? Var ekki tekjuafgangurinn fyrir 2007 einhverjir 120 milljarðar eða svo? Fólk talar um að við höfum ekkert eytt þessum peningum(gleymum hinum íslenska ofneyslulífstíl copy-paste frá Ameríku risaflatskjair, amerískir trukkar, glænýjar eldhúsinnréttingar og fleira í þeim dúr), það er nánast búið að byggja nýja borg hérna á íslandi í kringum Reykjavik, heldur fólk að þetta kosti enga peninga? Fínustu atvinnuhúsnæði sem voru verðmetinn á kannski 400 milljónir rifinn upp með grunni og nýtt húsnæði fyrir milljarð byggt beint ofan á, til dæmis Kaupþings höfuðstöðvarnar.Allskonar draumaverkefni í gangi, tónlistarhúsið kannski það frægasta.
En við getum svo sem bara tekið poplúlismann á orðinu og ákveðið að borga þetta ekki. Þá liggur fyrir eignaupptaka á íslenskum eignum erlendis að mér skilst. Svo er auðvitað endurfjármögnunin(endurfjármagna skuldir landsvirkjunar, skuldir sveitarfélaga og fyrirtækja og svo framvegis). Ég sá hagfræðing landsbankans á ÍNN á hrafnaþingi og hann var einmitt að tala um hvernig málin liggi fyrir okkur í þeim efnum. Man ekki nákvæmlega tölurnar en þetta var eitthvað fáránlegt ójafnvægi, gjaldeyrisstekjur af fiskiðnaðinum væri til dæmis 300 milljarðar á fjórum árum en á næstu sömu 4 árum, þá sé endurfjármögnunarþörfin okkar eitthvað um 1200 milljarðar, eins og ég segi, man ekki tölurnar en eitthvað svona leit málið út. Ef við greiðum ekki Icesave, þá fáum við engin lán frá norðurlöndunum skilst mér, borin von að rússar láni okkur eina rúblu og prógrammið hjá IMF strandar sennilega, (eru þeir ekki enn að halda aftur af greiðslum sínum?) Fjöldagjaldþrot gæti þá blasað við. Hvert verður tap okkar þá miðað við þessar Icesave skuldbindingar ef fyrirtækin fara að hrynja í kringum okkur, talandi nú ekki um ef landsvirkjun eða íslensk sveitarfélög lendi í endurfjármögnunarerfiðleikum? Hversu mikið verður tap okkar ef þjóðfélagið lendir í stöðnun? Hvert eitt prósenta hagvöxtur, þýðir eitthvað um rúmlega 12 milljarða fyrir íslenskt þjóðarbú sýnist mér í fljótu bragði. Argentína var mjög ríkt land áður en þeir neituðu að greiða skuldir sínar, það er aldeilis hægt að sjá hvert það leiddi þá. Færeyjar hafa verið í stöðnun í 20 ár síðan í sinni bankakreppu nánast enginn hagvöxtur og nánast engin fólksfjölgun og voru þeir þó ekki nándar nærri eins einangraðir eins og við erum nú í þessari kreppu og áttu ekki í neinum deilum við aðrar þjóðir.
Jón Gunnar Bjarkan, 18.6.2009 kl. 09:10
Ég dreg til baka það sem ég sagði um Argentínu. Þeir defaultuðu á lánum sínum 2002 og voru búinn að vera í miklum vandræðum með efnahaginn þangað til 2002. Þeim virðist hafa gengið vel eftir það.
Það verður athyglisvert að sjá hvernig þeim mun ganga núna í fjármálakreppunni.
Jón Gunnar Bjarkan, 18.6.2009 kl. 09:48
Humm....það virðist nú fara eitthvað tveim sögum hvernig gengur í Argentínu. Mér skilst að þeir séu búnir að ríkisvæða lífeyrissjóði og innistæður á bönkum sé stundum frystar, væntanlega vegna þess að það fæst ekki nægjanlegt erlent fjármagn í verkefni ríkisins.
Hinsvegar verður að teljast jákvætt fyrir Argentínu að bandaríski nýfrjálshyggju think tankinn Heritage foundation gagnrýnir efnahagsstjórnina harðlega. En ég hef það fyrir þumalputta reglu að ef neo conar í bandaríkjunni gagnrýna efnahagsstjórnun í Suður Ameríku ríki harðlega að þá sé verið að gera eitthvað mikið rétt í efnahagsstjórnun þess ríkis.
Jón Gunnar Bjarkan, 18.6.2009 kl. 13:21
Kannski líka að bæta við þau svör sem þú Jón hefur í raun gefið við fyrri færslum þínum varðandi Argentínu. Argentína er ólík Íslandi að því leiti að stórhluti Argentínubúa eru fátækir bændur sem lifa nokkuð sjálfbært á því sem þeir framleiða. Og Argentína almennt bíður fólki upp á miklu lægri lifistandard en við búum við . Því komu viðskiptaþvinganir minna við þá. En hér erum við mjög háð innflutningi þannig við mundum finna verulega fyrir viðskiptaþvingunum. Væntanlega mundi þetta leiða til skömmtunar eins og ég hef sagt oft áður.
Argentína fór í þessar aðgerðir þegar að heimurinn var fullur af peningum sem þurfti að koma út í lánum. Og því var heimurinn kannski ekki mjög lengi að fyrirgefa þeim. En nú er staðan allt önnur.
En takk fyrir allar þessar upplýsignar. Gott að menn séu í alvöru að fylgjast með en ekki gleypa allt sem sagt er hér af misvitrum indefence mönnum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.6.2009 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.