Leita í fréttum mbl.is

Ríkisábyrgð? Hvað er það ofan á brauð?

Það væri gaman að vita hvort og þá hvað marga samninga um ríkisábyrgð á lánum Bjarni Ben, Sigmundur Davíð, Þór Saari og fleiri hafa séð í gegnum tíðina.

Manni finnst einhvernvegin að þegar verið er að bjóða ríkisábyrgð þá er ríkið að ábyrgjast greiðslur. Og í ljósi stöðu okkar vilji menn hafa það skýrt í samningi. En alveg eins og ábyrgðarmenn hafa hér á landi lent í að taka á sig byrgðar og misst eignir vegna ábyrgða þá hlýtur ríkisábyrgð að virka eins.

Bjarni Ben og aðrir hljóta að gera sér grein fyrir að flestir sem um þetta mál hafa fjallað hér á landi hafa aldrei gert slíka samninga. Hafa sennilega aldrei áður séð slíka samninga og vita sennilega ekki hvað svona samningar snúast um venjulega.

Bendi svo Bjarna á að hlusta á Spegilinn á ruv.is Þar sem að Pétur Richter verkfræðing hefur skoðað verðmat sem gert var í febrúar 2009 þar sem að búið var að reikna með afskriftum á eignum úr 4000 milljörðum niður í 1200 milljarða . Og þvi eru líkur á að eignir dugi vel fyrir skuldum. Og hann bendir á að eignir og skuldir séu bæði í erlendum gjaldmiðli og því hækki eignir með lækkandi krónu eins og lánið.

Hér má heyra upptöku af speglinum í dag. Pétur kemur inn eftir að Stefán Már er búinn að tala.

Og Bjarni og fleiri ættu kannski að tala við einhverja aðra en indefence hópinn og Stefán Már um möguleika okkur áður en þeir fella ríkisábyrgðir á þessum samning. Því annars verða þeir persónulega ábyrgir fyrir afleiðingunum.

Og eins þá verða þeir að benda á aðrar leiðir. T.d. eru þeir vissir um að Bretar eða Hollendingar séu fáanlegir að samningaborði aftur.

En mér datt í hug að þessir menn hefðu aldrei áður séð slíka samninga. Og las einmitt þetta á www.pressan.is

Fráleitt að hægt verði að ganga að fasteignum

Indriði G. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og fyrrum ráðuneytisstjóri og ríkisskattstjóri, segir túlkun Magnúsar nýstárlega í viðtali við síðdegisútvarpið. Sams konar ákvæði sé að finna í vel flestum þeim lánasamningum sem íslenska ríkið hefur gert. Telur hann það algjörlega fráleitt að hægt verði að ganga að fasteignum og náttúruauðlindum hér á landi.

Indriði segir lánakjörin sína að tekið hafi verið tillit til erfiðra aðstæðna á Íslandi. Lánið sé í raun mjög hagstætt. Bæði sé greiðslutíminn langur og vextir mun lægri en fyrirfinnast á sambærilegum lánum. Aðalatriðið var hins vegar að skuldbinding íslenskra stjórnvalda lá fyrir áður en samningaviðræðurnar hófust


mbl.is Þingmenn eru ekki að staðfesta þennan samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Mikið hræðilega er þetta lélegur pistill hjá þér. Maður getur allaf verið viss um hjá þér að kemur aldrei annað sjónarmið en flokksforystan hefur sett fram. Flokkslepparnir eru jafn aumkunarverðir í hvaða flokki sem þeir rotta sig saman.

Sigurður Þorsteinsson, 18.6.2009 kl. 19:43

2 identicon

Þú hleypur alltaf í sömu átt og hjörðin vinur. Lestu samninginn bara sjálfur. Allir lögfræðimenntaðir sem talað hefur verið við og rýnt hafa í samninginn telja hann aðför að fullveldi ríkisins , að minnsta kosti leiki á því vafi. Hvort heldur sem er finnst þér það ásættanlegt þegar um er að ræða 6-700 milljarða?

Soffía (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 19:53

3 identicon

vá hvað þetta er sorglegur pistill hjá þér, tekur allt hrátt ofaní þig það sem stjórnarforystan segir, ef það væri verið að pynta þig og stjórnin segði þér að það væri gott þá myndir þú eflaust segja að það væri gott. Sorglegt, maður hélt að miðað við ástandið í dag þá myndi fólk reyna hugsa aðeins sjálfstætt en ekki láta misvitra pólitíkusa matreiða ofaní sig eins og 5 ára barn, þú hefur því miður afsannað það, sorglegt.

Hákon (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 20:06

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og þið trúið frekar einhverjum hópi manna sem eru tiltölulega ný útskrifaðir úr háskólum og slá um sig með því að vita allt betur en gamlir reyndir starfsmenn ráðuneytana sem hafa verið samninganefnd okkar til aðstoðar.

Alveg eins og þið trúið því sem sumir úr þessum hóp græningja sem aldrei hafa tekið þátt í samningum milli ríkja. Og aldrei komið að því að endurreisa fjármálakerfi og halda því nú fram að það kosti okkur ekkert að lækka öll lán á landinu. Við bara látum útlendinga borga.

Það er eins og þið áttið ykkur ekki á því að innistæðutryggingarsjóður er að taka lán eftir 7 ár til að standa við ábyrgðir sem okkur ber ábyrgð á því að axla.

Ég sæi ykkur í anda fari í banka eða fjármálastofnun og semja við þá um lán en ef þið gætuð ekki borgað þá yrði fjármálstofnunin bara að borga það sjálf.

Þið verði að gera ykkur grein fyrir að Bretar og Hollendingar eru líka í kreppu. Þeir eru að taka lán til að greiða Icesave væntanlega. Þeir taka á sig meira en helming af icesave innistæðum og við borgum aðeins tryggingar. Í Hollandi eru sveitarfélag þar sem stjórnin þurfti að segja af sér vegna þess að þeir töpuðu öllu sem þeir áttu í icesave.

Fólk skildi varast að við njótum einhverjar góðvildar í heiminum í dag. Nú þegar hafa stærstu bankar heims tapað um 11.000 milljörðum á bankahruninu hér. Við eins og allar Evrópuþjóðir tilkynntum að við mundum tryggja innistæður í Íslenskum bönkum. Og það þýðir að við þurfum að greiða þetta.

Ég verð að segja að málflutningu indefence hópsins er farinn að minna mig á bankamennina sem hér áður þóttust vita allt betur en erlendir sérfræðingar. Og þeir sem fundu að þeim voru bara öfundsjúkir. Og hvert leiddi það okkur. Hvað ef við lendum í deilum við öll þessi ríki? Fáum ekki lán frá Norðulöndum og AGS fer? Ætla þeir þá bara að segja: Úps við höfðum ekki reiknað með þessu! Afleiðingarnar gætu orðið gríðarlegar.

Kjaftæði.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.6.2009 kl. 20:32

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.S: Til umhugsunar fyrir hræðsluáróðursmennina. Geta þeir nefnt í nútíma dæmi um að ríki hafi tekið eignir annars ríkis upp í skuldir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.6.2009 kl. 20:37

6 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Eru doktorar okkar í lögum nýútskrifaðir úr háskólum? Hmmmm

Margrét Elín Arnarsdóttir, 18.6.2009 kl. 20:53

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ef þú ert að tala Stefán Már þá er hann aðallega að tala um að lögfræðilega telji hann að vegna einhvers galla í EES samningi telji hann að við gætum neitað að borga. En það er bara ekki allir sammála  honum og sérfræðingar erlendis eru á öðru máli. Og hann viðurkennir í viðtölum að hann geri sér grein fyrir að í þessu máli skipti pólitík miklu máli.

Jón Daníelsson segir að við verðum að semja t.d. ef við ætlum að starfa í samskiptum við önnur lönd.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.6.2009 kl. 21:08

8 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

ég er m.a. að tala um þetta hér:

http://solthora.blog.is/blog/solthora/entry/899250/

Margrét Elín Arnarsdóttir, 18.6.2009 kl. 21:22

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég hlustað á Stefán í speglinum. Ég virði hans skoðun en kaupi hana ekki. Hann hefur verið á móti þessum samningi frá upphafi og tel að það móti hans skoðun. Stefán Már má vera sérfræðingur í Evrópurétti og góður sem slíkur. Hann heldur fram sinni hlið. En ég er líka þess fullviss að allar aðrar þjóðir í Evrópu sem eru á andstæðri skoðun hafa líka sérfræðinga í Evrópurétti og meira að segja annnað.

Stefán vill gjarnan að við förum dómsstólaleiðina en viðurkennir í viðtölum að hann horfi aðeins á lagahliðina en aðrar hliðar á þessari deildu eins og pólitískar hefur hann ekki forsendur til meta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.6.2009 kl. 21:45

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s. Bendi á þetta úr frétt hér á mbl.is

Hann sagði að ákvæðin í samningunum væru algerlega hliðstæð ákvæðum, sem verði væntanlega í lánasamningum við hin Norðurlöndin. „Halda menn að frændþjóðir okkar á Norðurlöndum fari að setja slík ákvæði inn í samning til að geta með krókaleiðum ásælst auðlindir Íslendinga? Nei, þetta er af lagatæknilegum og samningatæknilegum ástæðum," sagði Steingrímur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.6.2009 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband