Fimmtudagur, 18. júní 2009
Ríkisábyrgð? Hvað er það ofan á brauð?
Það væri gaman að vita hvort og þá hvað marga samninga um ríkisábyrgð á lánum Bjarni Ben, Sigmundur Davíð, Þór Saari og fleiri hafa séð í gegnum tíðina.
Manni finnst einhvernvegin að þegar verið er að bjóða ríkisábyrgð þá er ríkið að ábyrgjast greiðslur. Og í ljósi stöðu okkar vilji menn hafa það skýrt í samningi. En alveg eins og ábyrgðarmenn hafa hér á landi lent í að taka á sig byrgðar og misst eignir vegna ábyrgða þá hlýtur ríkisábyrgð að virka eins.
Bjarni Ben og aðrir hljóta að gera sér grein fyrir að flestir sem um þetta mál hafa fjallað hér á landi hafa aldrei gert slíka samninga. Hafa sennilega aldrei áður séð slíka samninga og vita sennilega ekki hvað svona samningar snúast um venjulega.
Bendi svo Bjarna á að hlusta á Spegilinn á ruv.is Þar sem að Pétur Richter verkfræðing hefur skoðað verðmat sem gert var í febrúar 2009 þar sem að búið var að reikna með afskriftum á eignum úr 4000 milljörðum niður í 1200 milljarða . Og þvi eru líkur á að eignir dugi vel fyrir skuldum. Og hann bendir á að eignir og skuldir séu bæði í erlendum gjaldmiðli og því hækki eignir með lækkandi krónu eins og lánið.
Hér má heyra upptöku af speglinum í dag. Pétur kemur inn eftir að Stefán Már er búinn að tala.
Og Bjarni og fleiri ættu kannski að tala við einhverja aðra en indefence hópinn og Stefán Már um möguleika okkur áður en þeir fella ríkisábyrgðir á þessum samning. Því annars verða þeir persónulega ábyrgir fyrir afleiðingunum.
Og eins þá verða þeir að benda á aðrar leiðir. T.d. eru þeir vissir um að Bretar eða Hollendingar séu fáanlegir að samningaborði aftur.
En mér datt í hug að þessir menn hefðu aldrei áður séð slíka samninga. Og las einmitt þetta á www.pressan.is
Fráleitt að hægt verði að ganga að fasteignum
Indriði G. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og fyrrum ráðuneytisstjóri og ríkisskattstjóri, segir túlkun Magnúsar nýstárlega í viðtali við síðdegisútvarpið. Sams konar ákvæði sé að finna í vel flestum þeim lánasamningum sem íslenska ríkið hefur gert. Telur hann það algjörlega fráleitt að hægt verði að ganga að fasteignum og náttúruauðlindum hér á landi.
Indriði segir lánakjörin sína að tekið hafi verið tillit til erfiðra aðstæðna á Íslandi. Lánið sé í raun mjög hagstætt. Bæði sé greiðslutíminn langur og vextir mun lægri en fyrirfinnast á sambærilegum lánum. Aðalatriðið var hins vegar að skuldbinding íslenskra stjórnvalda lá fyrir áður en samningaviðræðurnar hófust
Þingmenn eru ekki að staðfesta þennan samning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:35 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Innlent
- Unnsteinn Manuel hlýtur Bjartsýnisverðlaunin
- Störf þingmanna ekki bundin við miðborgina
- Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal
- Borgarráð samþykkti ráðningu Steins
- 25 stiga frost á Þingvöllum
- Pyntuðu mann í tvo tíma í Vatnagörðum
- Réðust að tveimur mönnum fyrir utan neyðarskýlið
- Fuglaflensa líklegasti næsti heimsfaraldur
Erlent
- Ríkisstjórn Trumps virðist ekki átta sig á málinu
- Vongóð um að loks taki að lægja í LA
- Eldarnir í LA: Fólk er dofið
- Fimm forsetar samankomnir í útför Carters
- Danskir ráðamenn funda vegna ummæla Trumps
- Rússar fylgjast náið með Grænlandsáformum Trump
- Þetta er algjör eyðilegging
- Þetta er alvarlegt fyrir Evrópu
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Mikið hræðilega er þetta lélegur pistill hjá þér. Maður getur allaf verið viss um hjá þér að kemur aldrei annað sjónarmið en flokksforystan hefur sett fram. Flokkslepparnir eru jafn aumkunarverðir í hvaða flokki sem þeir rotta sig saman.
Sigurður Þorsteinsson, 18.6.2009 kl. 19:43
Þú hleypur alltaf í sömu átt og hjörðin vinur. Lestu samninginn bara sjálfur. Allir lögfræðimenntaðir sem talað hefur verið við og rýnt hafa í samninginn telja hann aðför að fullveldi ríkisins , að minnsta kosti leiki á því vafi. Hvort heldur sem er finnst þér það ásættanlegt þegar um er að ræða 6-700 milljarða?
Soffía (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 19:53
vá hvað þetta er sorglegur pistill hjá þér, tekur allt hrátt ofaní þig það sem stjórnarforystan segir, ef það væri verið að pynta þig og stjórnin segði þér að það væri gott þá myndir þú eflaust segja að það væri gott. Sorglegt, maður hélt að miðað við ástandið í dag þá myndi fólk reyna hugsa aðeins sjálfstætt en ekki láta misvitra pólitíkusa matreiða ofaní sig eins og 5 ára barn, þú hefur því miður afsannað það, sorglegt.
Hákon (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 20:06
Og þið trúið frekar einhverjum hópi manna sem eru tiltölulega ný útskrifaðir úr háskólum og slá um sig með því að vita allt betur en gamlir reyndir starfsmenn ráðuneytana sem hafa verið samninganefnd okkar til aðstoðar.
Alveg eins og þið trúið því sem sumir úr þessum hóp græningja sem aldrei hafa tekið þátt í samningum milli ríkja. Og aldrei komið að því að endurreisa fjármálakerfi og halda því nú fram að það kosti okkur ekkert að lækka öll lán á landinu. Við bara látum útlendinga borga.
Það er eins og þið áttið ykkur ekki á því að innistæðutryggingarsjóður er að taka lán eftir 7 ár til að standa við ábyrgðir sem okkur ber ábyrgð á því að axla.
Ég sæi ykkur í anda fari í banka eða fjármálastofnun og semja við þá um lán en ef þið gætuð ekki borgað þá yrði fjármálstofnunin bara að borga það sjálf.
Þið verði að gera ykkur grein fyrir að Bretar og Hollendingar eru líka í kreppu. Þeir eru að taka lán til að greiða Icesave væntanlega. Þeir taka á sig meira en helming af icesave innistæðum og við borgum aðeins tryggingar. Í Hollandi eru sveitarfélag þar sem stjórnin þurfti að segja af sér vegna þess að þeir töpuðu öllu sem þeir áttu í icesave.
Fólk skildi varast að við njótum einhverjar góðvildar í heiminum í dag. Nú þegar hafa stærstu bankar heims tapað um 11.000 milljörðum á bankahruninu hér. Við eins og allar Evrópuþjóðir tilkynntum að við mundum tryggja innistæður í Íslenskum bönkum. Og það þýðir að við þurfum að greiða þetta.
Ég verð að segja að málflutningu indefence hópsins er farinn að minna mig á bankamennina sem hér áður þóttust vita allt betur en erlendir sérfræðingar. Og þeir sem fundu að þeim voru bara öfundsjúkir. Og hvert leiddi það okkur. Hvað ef við lendum í deilum við öll þessi ríki? Fáum ekki lán frá Norðulöndum og AGS fer? Ætla þeir þá bara að segja: Úps við höfðum ekki reiknað með þessu! Afleiðingarnar gætu orðið gríðarlegar.
Kjaftæði.
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.6.2009 kl. 20:32
P.S: Til umhugsunar fyrir hræðsluáróðursmennina. Geta þeir nefnt í nútíma dæmi um að ríki hafi tekið eignir annars ríkis upp í skuldir.
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.6.2009 kl. 20:37
Eru doktorar okkar í lögum nýútskrifaðir úr háskólum? Hmmmm
Margrét Elín Arnarsdóttir, 18.6.2009 kl. 20:53
Ef þú ert að tala Stefán Már þá er hann aðallega að tala um að lögfræðilega telji hann að vegna einhvers galla í EES samningi telji hann að við gætum neitað að borga. En það er bara ekki allir sammála honum og sérfræðingar erlendis eru á öðru máli. Og hann viðurkennir í viðtölum að hann geri sér grein fyrir að í þessu máli skipti pólitík miklu máli.
Jón Daníelsson segir að við verðum að semja t.d. ef við ætlum að starfa í samskiptum við önnur lönd.
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.6.2009 kl. 21:08
ég er m.a. að tala um þetta hér:
http://solthora.blog.is/blog/solthora/entry/899250/
Margrét Elín Arnarsdóttir, 18.6.2009 kl. 21:22
Ég hlustað á Stefán í speglinum. Ég virði hans skoðun en kaupi hana ekki. Hann hefur verið á móti þessum samningi frá upphafi og tel að það móti hans skoðun. Stefán Már má vera sérfræðingur í Evrópurétti og góður sem slíkur. Hann heldur fram sinni hlið. En ég er líka þess fullviss að allar aðrar þjóðir í Evrópu sem eru á andstæðri skoðun hafa líka sérfræðinga í Evrópurétti og meira að segja annnað.
Stefán vill gjarnan að við förum dómsstólaleiðina en viðurkennir í viðtölum að hann horfi aðeins á lagahliðina en aðrar hliðar á þessari deildu eins og pólitískar hefur hann ekki forsendur til meta.
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.6.2009 kl. 21:45
P.s. Bendi á þetta úr frétt hér á mbl.is
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.6.2009 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.