Leita í fréttum mbl.is

Ok nú er komið að þeim tímapunkti að þetta gengur ekki lengur!

Nú á ríkisstjórnin/Alþingi að skipa nefnd sem hefur 2 vikur til að fara yfir þetta mál frá A til ö. Fá til sín sérfræðinga og kanna möguleika okkar.

Hvað eiga menn við þegar þeir segja að við eigum rétt á því að taka málið upp fyrir óvilhöllum dómstóli. Hvað dómstóll er það í dag? 

Alþjóðadómstóllin í Haag? Um hann segir á wikipedia:

Lögsaga og framfylgd dóma

Dómstóllinn hefur ekki lögsögu yfir neinu ríki sem ekki hefur gengist undir hana sjálfviljugt. Þetta getur komið til þannig að ríki gera sérstakt samkomulag sín á milli um að leggja málið fyrir dómstólinn.

Það þýðir að ef að Bretar og Hollendingar neit því að fara með þetta mál fyrir dóm þá verður af því.

Evrópudómstóllinn kemur ekki til greina þar sem hann fjallar bara um:

aðilardómstóll með lögsögu
ESB-stofnungegnESB-stofnunECJ
ESB-stofnungegnaðildarríkiECJ
aðildarríkigegnaðildarríkiECJ
einkaaðiligegnESB-stofnunECJ
einkaaðiligegnaðildarríkidómstóll í aðildarríki
einkaaðiligegneinkaaðiladómstóll í aðildarríki

Gerðardómur:

Það úrræði er bundið því að báðir samþykki og yrðu vandræði að skipa þann dóm líka.

Finnst að fólk þurfi líka að vita hvaða lausnir eru í boði ef við samþykkjum ekki þennan samning. Hollenskur fulltrúi í samninganefnd Hollands um icesave sagði að upptaka á þessum samning kæmi ekki til greina!

Það hefur verið bent á að hafna samningum þýðir að Bretar og Hollendingar hafi þar með í raun möguleika á að gera lögtak í öllum eignum Íslendinga erlendis sem og að við vitum frá því í október að þeir koma til að með að frysta allar eigur okkar aftur og þar með gætu þeir farið í það að stoppa gjaldeyrisstreymi til okkar.

En þrátt fyrir þetta. Fáum bestur sérfræðinga til að kortleggja hvað skeður ef við skirfum ekki undir! Hverning verður ástandið hér þar sem við fáum þá engin lán frá neinum. Og hvað skeður ef við skirfum undir. Metum aftur hvers virði þessar eignir eru. Fáum einhvern til að kanna líkur á því að við náum nýjum samningi við Breta og Hollendinga.

Og höfum svo fulltrúa allra flokka sem ákveða hvað við gerum.

Þetta bull í mönnum fram og til baka án þess að vita hvað þeir eru að segja gengur ekki lengur.


mbl.is Icesave kostar minnst 300 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með EFTA dómstólinn? http://www.esb.is/siteindex/eftacourt.htm  Hann er ráðgefandi.

Ef Bretum og Hollendingum finnst á sér brotið með þessu Icesave dæmi öllu þá finnst mér annars að við eigum leyfa þeim að komast að því hvaða dómstólaleið er fær. Mér sýnist samt að þeir séu ekki spenntir fyrir því að fara með þetta fyrir dómstóla. Af hverju skyldi það nú vera?

Soffía (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 14:30

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

EFTA dómstóllin er:

EFTA dómstóllinn situr í Luxemborg og í honum sitja þrír dómarar, frá Íslandi, Noregi og Liechtenstein.

Held að það gangi ekki!!!!

Málið er Soffía að við komum þessu ekki fyrir dóm ef að Bretar og Hollendingar vilja það ekki. Og báðar þessar þjóðir eru í ESB og eins og við vitum er það náttúrulega hlutverk ESB að standa með sínum aðildaþjóðum. Og hvað gera þjóðir þegar þær telja að við séum að brjóta samkomulaga við þær sbr.

Samkomulag sem við gerðum við ESB í nóvember þar sem segir m.a.

  1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í lög­gjöf­ina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahags­svæð­ið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
  2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samninga­viðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóða­gjald­eyris­sjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
  3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.

Líkur eru á því a.m.k. að Bretar og Hollendingar beiti því að taka allar eignir okkar lögtaki sem þeir komast í erlendis. Eins þekkjum við að þeir geta stoppað allt gjaldeyrisstreymi til okkar. Auk þess sem líkur eru á að þeir fái ESB til að taka þátt í þessum aðgerðum á grundvelli þess að við ætlum ekki að standa við gerð samkomulag. Þ.e. að standa við þær skuldbindingar sem við höfum fallist á.

En ég vill bara fá sérfræðinga fyrir nefndir Alþingis sem vit hafa á þessu og þeir sýni okkur svart á hvítu hverju við eigum von á eftir þvi hvaða leið við veljum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.6.2009 kl. 15:06

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bendi á athyglisverða pælingu frá Gauta B Eggertssyni sem hefur verið að skoða þetta mál:

Hann er að fara yfir EES tilskipunina og segir:

Eins og ég skil þessa lagagrein, í samhengi textans, segir hún að öllum aðildarríkjum sé skilt að tryggja 20.000 evrur per reikning en ekkert umfram það. Mér sýnist tilgangur þessarar málsgreinar vera að taka skýrt fram að ríkinu sé ekki skylta að borga meira en nemur 20.000. Lykilinn eru auðvitað 'and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized'

Minn skilningur er að orðin 'and ensuring the compensation' þýði að ríkið sé skuldbundið til að greiða.

Síðar fer hann yfir hvernig þetta er í USA og ástæður trygginga þessa reikninga sem eiga sér forsögu aftur til "Kreppunar 1930. Þar segir hann m.a.:

Ég hygg að það sé nú einmitt þess vegna sem allar Evrópuþjóðir, sem og allt alþjóðasamfélagið, brást mjög hart við þegar þeim fannst íslensk stjónrvöld ýja að því að ekki yrði greitt fyrir icesave á grundvelli túlkunnar af þessu tagi. Túlkun íslensku lögfræðinganna -- ef rétt -- myndi þýða að ekkert væri að marka innistæðutryggingar í allri Evrópu, að einstök ríki væru ekki ábyrgð fyrr þeim, heldur myndu þessar 'sjálfseignastofnanir' bara verið látnar gossa ef á þær reyndi. Niðurstaðan hefði getað orðið alsherjarbankaáhlaup á alla evrópska banka, enda engin trygging lengur fyrir sparifjárseigndur Evrópu að neitt stæði á bak við 'innistæðutryggingar' sem kveðið er á um í tilskipunum ESB.

Þetta útskýrir auðvitað líka afhverju ekkert Evrópuríkjanna hafði neinn áhuga á 'dómstólaleið'. Með því að slík leið væri farin, væru Evrópuríkin að fallast á að þetta sé eitthvert lögfræðilegt álitamál. Líkast til telja þau að niðurstaðan blasi við ef lögin eru lesin og að dómstólaleið myndi grafa undan trúverðugleika evrópsk bankakerfis, enda væri þá viðurkennt að það leiki vafi á öllum innistæðutryggingum í Evrópu, sem hefði getað leitt til bankaáhlaups. Þetta er líklega ástæða þess að við náðum jafn hagfeldum samningum og raun bar vitni, því auðvitað þurftu hvorki Hollendingar eða Bretar að lána okkur fyrir icesave, hvað þá heldur viðurkenna að íslenska ríkið ætti forgang (í gegnum Tryggingarsjóðinn) á allar eignir Landsbankans á undan öðrum kröfuhöfum, líkt og neyðarlögin mæla fyrir um.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.6.2009 kl. 15:19

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s. þessi grein Gauta er miklu lengri og ítarlegri og holl lesning. Gleymdi að setja slóðina ínni athugasemdina hér að ofan. EN hún er

http://gautieggertsson.blogcentral.is/blog/2009/6/22/serkennilegur-skilningur-laga/

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.6.2009 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband