Leita í fréttum mbl.is

Bara svona vangaveltur!

Elvira hefur borið saman Icesave-samninginn og samninga Evrópusambandsins undanfarin ár, en sambandið hefur veitt ríkjum í efnahagsþrengingum, jafnt innan sambandsins sem og utan þess, lánafyrirgreiðslu. Í þeim samningum hafi vextir verið um 3,5% en vextir á Icesave lánunum eru 5,5%.
  • Við vorum ekki að semja við ESB heldur Breta og Hollendinga! Þ.e. skuld okkar við þau. Það er bara allt annað en samningar sem ESB gerir við þjóðir í efnahagserfiðleikum.
  • Held það hefði sungið í ESB andstæðingum ef við hefðum beðið ESB um lán!
  • Væri kannski spurning um að höfða til ESB um að við værum á leiðinni þangað inn þannig að þeir lánuðu okkur sambærilegt lán og við gerðum við Breta og Hollendinga nema á lægri vöxtum og við greiddum upp lán Hollendinga og Breta.
  • Er hægt að bera saman vexti núna við það sem var fyrir nokkrum misserum?
  • Alveg er ég til í að gera eins og hún segir að fara í samningaviðræður við ESB um aðstoð. Og um leið að sækja þar um.
Það er lík spurning væru menn sáttir ef að vextir væru 3,5% væru þá Indefence sáttir? Var ekki einhver sem sagði að Bretar og Hollendingar væru að borga um 4% vexti á lánum sem þeir tækju?
mbl.is Undrast lánakjör Icesave samnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekkert viss um að ESB vilji Íslendinga inn í sambandið. Það tala allir hérna eins og heitasta ósk Evrópusambandsins sé að fá okkur inn en eins og málin standa þá held ég að þau vilji okkur ekki. Fer náttúrlega eftir því hvernig þetta Icesave rugl fer.

Við erum ekki eins sérstök og við höldum sjálf.

Ína (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 22:43

2 identicon

Það er ekkert furðulegt við það að bretar og hollendingar vilji græða feitan fola á þessu. Það er í þeirra eðli.

Mamma þín (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 23:16

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hefur þú lesið færsluna hennar? Niðurstöður skýrslu minnar um Icesave

Marinó G. Njálsson, 29.6.2009 kl. 23:24

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ja Marínó ég var að lesa þetta núna! Og þá kom ein spurning í viðbót:

Hvað á hún við með:

Höfundur leggur til þá pólitísku áætlun að Alþingi hafi samband við stofnanir ESB og EES, sérstaklega hið nýkjörna Evrópuþing sem og hina sameiginlegu EES-þingmannanefnd. Í því skyni ætti sendinefnd að ferðast til Strassborgar og Brussel. Grundvallarspurningin um réttlæti í lausn Icesave deilunnar ætti að vera rædd á viðeigandi evrópskum vettvang

Nú veit hún mæta vel að grundvöllurinn að þessu samkomulagi var einmitt að Frakkar fyrir hönd ESB tóku að sér að koma á þessu samkomulagi um málsmeðferð milli okkar og svo Breta og Hollendinga.

Hún bendir líka á að við gætum átt á löngum málaferlum ef við reyndum að fara dómstólaleiðina. Hún gerir ráð fyrir að ESB mundi lána okkur sem ég efast um á meðan.  Þannig að hún gefur í skyn að samningaleiðin gæti alveg komið til greina. Enda erum við ekki í aðstöðu til að draga alla uppbyggingu hér í nokkur ár.

En ég spyr yrðu allir sáttir ef við fengjum þetta lán á kannski 4,5% vöxtum. Er það eina sem menn eru ósáttir við.  Menn tala um okur vexti en hvað eru raunhæfir vextir á 15 ára láni. Ég veit að á styttri lánum eins og bretar og hollendingar eru að taka eru 3,5 til 4% vextir en það er á 10 ára lánum sem byrjað er að borga af innan 1 eða 2 ára.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.6.2009 kl. 23:40

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona brandarar "Mamma þín" eru leiðinlegir. Ég veit ip tölu móður minnar og þetta er ekki hún. Enda hefur hún betri talsmáta. Nenni ekki að eyða þessu núna en geri það ef að fleiri svona skemmtileg comment koma!

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.6.2009 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband