Miðvikudagur, 1. júlí 2009
Auðvita er allir á móti samkomulaginu! - En við verðum að samþykkja það!
En við höfum ekki aðra kosti nema að hætta á að okkur verði kastað aftur í efnahagslegur tilliti um áratugi.
Ég er virkilega orðinn þreyttur á draumórum Framsóknar um að við eigum möguleika á þessu og hinu án þess að borga.
Nú í Kastljósi var Eygló Harðardóttir að ræða um að við hefðum átt að fá þetta lán í Krónum. Hverskonar kjaftæði er þetta. Hún vitnar í lög um innistæðusjóð 9.gr. En hún og fleiri eru búin að gleyma því að Bretar og Hollendingar eru nú þegar búnir að greiða fyrir hönd innistæðutryggingarsjóðs út greiðslu til innlánseigenda. Og þau gerðu það í pundum og evrum. Af hverju í ósköpunum ættu þeir að taka það í mál að fá skuldina greidda upp í verðlausum krónum? Ég bara held að þetta fólk sé ekki í lagi.
IceSave málið hefur þróast þannig hjá framsókn.
Í upphafi => við eigum ekkert að borgar þetta. => fara með málið fyrir dóm => við eigum ekki að samþykkja þennan samning en eigum að standa við skuldbindingar => við eigum að fá lánið í krónum. Það hefur nefnilega komið í ljós að þegar göng eru skoðuð að Ísland er búið að reyna allt það sem Indeframsókn hefur sagt að hafi ekki verið gert. Sérfræðingar innlendir og erlendir verið samninganefnd og ríkisstjórn til aðstoðar og ráðleggingar alveg eins og þau hafa sagt.
Ég get ábyrgst að ef að þessi samningur verður feldur og stjórnin fellur. Sem yrði væntanlega til að framsókn og sjálfstæðisflokkurinn kæmist að völdum. Þá mundi það leiða til varðandi IceSave:
- Í versta falli lendum við í erfiðum deilum við Evrópu og fleiri ríki.
- Í besta falli verður sest að samningaborði aftur og sami eða verri árangur næsðist.
- Og allt þar á milli yrði til að auka á hörmungar fyrir okkur næstu árinn.
Það er t.d. ljóst að við fengjum ekki lán og þyrftum að endurgreiða AGS þau lán sem við þegar höfum fengið þar sem að frágangur á IceSave er skilyrði fyrir aðstoð við okkur. Þar með hefðum við engan gjaldeyri til að verja krónuna. Þar með misstum við stuðning AGS og fleiri við gjaldeyrishöft. Höftin eru brot á EES og þar með fengju Bretar og Hollendinga vopn í hendurnar um að láta vísa okkur þar út.
Og ég neita því kjaftæði í Indefence og framsókn að þessar þjóðir muni ekki um þessar upphæðir og því séu þær tilbúnar í frábæra samninga við okkur eða gefa okkur þetta fé.
Mér finnst þetta svo augljóst að ég skil ekki þessa þingmenn sem tala í slagorðum og frösum sem þeir grípa upp efti misvitrum Indefence mönnum. Bendi fólki á góða pælingu um Indefence eftir Karl Th. Birgissson á Herdubreid.is
Meirihluti mótfallinn Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:13 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Sífellt er endurtekið að "okkur beri skylda" til að greiða Icesave ábyrgðir. Það hinsvegar að það sé endurtekið gerir það ekki svo.
Þjóðir heims ábyrgjast ekki innistæður þeirra sem eiga inni hjá bönkum sínum. Þannig virkar það einfaldlega ekki.
Nú gætu menn sagt "já en Björgvin var búin að lofa englendingunum", það er líka staðreynd að "loforð" er ekki það sama og skylda. Það má vel vera að það væri fallega gert að gefa englendingum og hollendingum þessar 1200 miljarða, en okkur ber engin skylda til þess.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hollendingar og Englendingar reyna að knésetja Íslendinga. Undanfarnar tilraunir þeirra, í Þorskstríðunum, sýna að réttlætið endar yfirleitt á því að sigra.
Þess ber sérstaklega að geta að málalyktir annars þorskastríðsins urðu þau að Íslendingar lofuðu að reyna ekki að víkka út landhelgina. Þetta loforð var endurtekið af hérlendum stjórnvöldum. Ég vænti þess þá að þú viljir einnig veita Bretum heimild til að veiða fisk hér upp að ströndum, þ.e.a.s. að þú teljir okkur "bera skyldu til"?
Hammurabi, 1.7.2009 kl. 20:23
Við verðum segirðu. Ekki aldeilis. Við getum aldrei greitt þetta. Þetta er óútfylltur tékki. Samþykkt þessa dæmalausa samnings saminn við viðsemjendur okkar af Svavari Gestssyni og kosningastjóra Vinstri Grænna getur aldrei gengið upp. Samþykkt samningsins er ígildi fullveldisafsals og það er kannski það sem þú Magnús, hóra Samfylkingarinnar vill en hún er undirlægja ESB og allt skal yfir okkur ganga bara til þess að komast þangað inn. Nei takk.
ÞJ (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 20:38
ÞJ hvernig getur þú sagt að þessi samningur sé dæmalaus? Hefur þú séð þá marga? Minni þig á að í samninganefndiinni voru nú aðeins fleiri en Svavar og að þessi Kosningastjóri var ekki í nefndinni heldur var hann aðstoðarmaður Svavars! Bendi þér t.d. á að Eva Joly réð sér aðstoðarmann hér á landi sem er arkitekt!
ÞJ það er alveg sama hvað þú kallar mig! Við þurfum að borga þetta. Þetta viðurkennir Framsókn og Borgarahreyfingin líka. Þau eru bara ekki til að skrifa upp á þennan samning. Og þegar þau eru spurð þá geta þau ekk með nokkru móti bent á hvernig samning þau vilja því það breytist frá viku til viku hjá þeim. Og endra í að þau átta sig á að það er ekkert annað í boði.
Erlend lögfræðifyrirtæki hafa farið yfir þennan samning og telja að í flestu sé hann sambærilegur við aðra lánasamninga.
Ef við geturm ekki borgað þennan samning þá kemur það í ljós eftir 7 ár. Og þá getur engin sakað okkur um að hafa ekki reynt. Og þá eru möguleikar á að taka nýtt lán til a greiða hann upp, eða semja að nýju skv. ákvæði í samningnum. En eins gæti verið að við yrðum komin í þá stöðu þá að við gætum vel borgað hann. Minni þig á að tók okkur aðeins 6 ár að skapa þetta ástand hér sem hrundi síðast haust. Það tók okkur ekki nema kannski 10 ár að greiða niður skuldir ríkisins sem voru um þó nokkarar um 1990. Þær voru komnar í 20% fyrir hrun.
En þú verður að horfa í það að meira að segja InDefence "sérfræðingarnir" eru farnir að tala um að við stöndum við skuldbingingar okkar nú síðust vikur. Þó þeir vilji nýjan samnig. Þeir vita bara ekki alveg hvernig.
Magnús Helgi Björgvinsson, 1.7.2009 kl. 20:56
Hvað höldum við að við erum ? Við eru óreiðuþjóð, gerspillt og ætlum að stilla heiminum upp við vegg. Það þarf að lækka rostann í þessari lummuþjóð í eitt skipti fyrir öll
Finnur Bárðarson, 1.7.2009 kl. 21:02
Þetta er voðalega einfalt, enginn hefur trú á því að við getum nokkurntímann staðið við þessar afborganir. Þar með samþykkjum við þetta aldrei. Ef það verður gert verður landflóttinn skelfilegur og innviðir þessa þjóðfélags mun aldrei þola þennan samning!
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 1.7.2009 kl. 21:38
Finnur: ég vona að rostinn verði aldrei bældur í þessari þjóð! Þjóðin hefur ekkert gert af sér. Þú getur valið að lækka þinn rosta og leggjast flatur en gerðu það þá vinsamlegast einn og haltu okkur hinum utan við þetta.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 1.7.2009 kl. 21:40
Finnur, ég er þér sammála.
Valgeir (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 21:41
@Anna: Gerði þjóðin ekkert af sér? Kannski rétt. Yfirgangur og frekja eru ekki saknæm.
En það eitt að þjóðin virðist ekkert hafa lært af óförunum er sorglegt, mjög sorglegt. Það væri nú allt í lagi að líta aðeins í eigin barm.
Valgeir (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 21:45
"Yfirgangur og frekja eru ekki saknæm." JÚ, SVO SANNARLEGA.
Útrásargræðin fólst EINMITT í yfirgangi og frekju; svo yfirgengilegri að náði oft langt yfir "sakleysi". Það sem við neyðumst til að sætta okkur við að sé ekki SAKnæmt er í flestum tilvikum vegna þess að EKKI ERU/VORU til lög sem náðu yfir gjörningana hjá þessum eiturpöddum.
Eygló, 2.7.2009 kl. 01:17
Ætli þeir séu ekki mjög margir sem hugsi hvernig þetta liti út EF VIÐ værum hinum megin við borðið.
Myndum við skrifa undir að fá borgað í snjáðum og lítilsvirtum gjaldmiðli sem hvergi er hægt að nota? "Við eigum að fá að borga þeim í íslenskum krónum" Frá hvaða plánetu er hún nafna mín? Jörð?
Myndum við taka strax eignir uppí skuld, eignir sem enginn veit hvers virði eru eða verða?
Í þessu máli held ég að enginn geti samið um skárri kjör, JAFNVEL EKKI :) BjaBen eða SigDav!! he he
Hitt væri reyndar fjandi gott á þá að leyfa þeim að prófa en eins og málin standa NÚ myndu nýjar samningaumleitanir sennilega bæta gráu ofan á svart.
Gengjum við ekki að þessum samningi og byrjuðum á núlli, er ég sannfærð um að verri niðurstaða næðist.
Þessar hótanir um að fella stjórnina; koma hinum og þessu á kné eru ógeðfelldar. Ætlum við að berja bumbur og reyna að losa okkur við ríkisstjórnir svo eftir því hvernig fólki líkar mál og mál (að vísu STÓRmál í þessu tilviki.
Eygló, 2.7.2009 kl. 01:24
Ég mun hitta Karl Th Birgis,í afmæli í júlí,fæ hann örugglega til að rökræða um Indefence. Gott að heyra og geta spurt,ég breyti auðvitað engu í þessu dæmi,þótt ég sé á móti þessum samningi. Orðin þreytt á að lesa allt um þetta. Óska að allt leysist farsællega,það er auðvitað mikl reiði ennþá. Segi bara góða nótt Magnús Helgi.
Helga Kristjánsdóttir, 2.7.2009 kl. 03:11
Það er alvegs sama hvað fólk barmar sér yfir þessum samning. Við komum til með að borga okkar hluta af IceSave samt sem áður. Að öðrum kosti verðum vð að lýsa okkur gjaldþrota og hleypa þá kröfuhöfum að eignum okkar hér á landi og erlendis. Síðsta ríki sem varð gjaldþrota var minnir mig Nýfundnaland og það tilheyrir Kanada eftir það.
Fólk getur kosið að trúa einhverju meintum sérfræðingum sem vilja meina að þeir kunni allt og viti allt betur en stjórnvöld. En svo þegar málið er skoðað þá hafa þeir litla reynslu á þessum sviðum. M.a. aldrei staðið í samningum sem þessu. En ég kýs að treysta þeim sem fara með stjórn þessara mála og við kusum fyrir 2 mánuðum. Ég er á því að 7 ár sé tími sem við getum notað til að koma hér á almennilegum hagvexti sem styður við gegni krónunar (ef hún verður áfram) sem lækkar lánin í íslenskum krónum. Sem og að nægur gjaldeyrir verði hér til staðar til að greiða þann hluta skuldarinnar sem stendur eftir eftir 7 ár. Ég bendi líka á að ef við sjáum þá ekki fram á að greiða þetta þá höfum við ákvæði um að taka upp samninginn já eða neita að öðrum kosti að greiða eða taka annað lán og greiða hann upp.
Svon hefur fólk sem lendir í skuldum bjargað sér hér á landi. Það hefur samið um ný og hagstæðari lán þannig að það fengi tækifæri að koma undir sig fótunum Þó að skuldirnar hafi virst vera óyfirstíganlegar.
Þannig hafa fyrirtæki eins bjargað sér í gegnum tíðina. Þannig höfðum við náð að greiða niður skuldir ríkisins niður síðustu 2 áratugina.
E
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.7.2009 kl. 04:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.