Leita í fréttum mbl.is

Hræðslu-áróður?

Hef verið að hlust á Alþingi með hléum síðustu daga. Það er eitt sem furðar mig! En það er að stjórnarandstaðan sér í lagi framsóknarmenn ræða um að málflutningur stjórnarliða sé hræðsluáróður vegna IceSave. Jú stjórnarliðar hafa talað um að staðan gæti verið erfið hjá okkur ef við höfnum samningnum. En hvað á þá að kalla málflutning stjórnarandstöðunar.

  • Heyrði í dag Þingmann segja að þessi samningur væri leið Breta og Hollendingar til að ná undir sig auðlindum okkar.
  • Heyrði í þeim þar sem þau héldu því fram að ákvæði um endurskoðun í samningnum væri bara til málamynda.
  • Heyrði í þeim halda því fram að kjörin á þessum samning væru bara með því versta sem gerist. En allir sérfræðingar erlendis tala um að kjörin séu óvenju góð miðað við lánshæfi okkar.
  • Heyrði í þeim halda því fram að Ísland yrði gjaldþrota ef að þessum samning yrði gengið.

En hefur einhver heyrt hvernig samning þau vilja?

Og svona telja þau sennilega að þau blási hug og djörfung í þjóðina.

Ég er á því að þau hafi nú snúið stöðunni á haus. Það eru þau sem ástunda hræðsluáróður.


mbl.is Getum ekki prentað gjaldeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Er dómgreindarleysið algert? Höldum við yfir höfuð að við séum í einhverri stöðu til sóknar. Við erum varla til sem þjóð lengur. Það er hægt að belgja sig út á þingi án ábyrgðar.

Finnur Bárðarson, 3.7.2009 kl. 13:33

2 identicon

Segðu mér þá hvernig við eigum að borga þetta við eigum enga peninga í erlendi mynt svo hvað skal gera

gummi b (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 13:53

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvað haldið þið að komi út úr nýjum samningum? Haldið þið að Hollendingar og Bretar semji við okkur um:

  • Aumingja Íslendingar þurfi enga ábyrgð að taka. Ef þeir geti ekki borgað þá borgir þeir bara?
  • Lægri vexti: Sérfræðignar á norðurlöndum segja að þetta sé betri samningur en samningur okkar við Norðurlönd þar sem að vaxtaálag er aðeins 125 punktar ofan á þá lánavexti sem Bretar og Hollendingar greiða. Þ.e. 1.25%.
  • Að heinsað verði út úr samningi að við berum ábyrgð. Þ.e. að við veitum ríkisábyrgð sem í raun er engin ábyrgð?

Ég held að fólk þurfi nú að vera raunsæ. Og hætta að lifa í skýjaborgum Framsóknar um að eins og Sigmundur hefur sagt að nú sé einstakt tækifæri á að fella niður skuldir okkar og losna unda ábyrgðum.  Þessi hugsun er svipuð og hjá útrásarvíkingum. Þ.e að yfirfæra þeirra aðferðir upp á Ísland.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.7.2009 kl. 14:14

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Dóra Litla ef ég væri mús mundi ég taka undir kórinn um að við þyrftum ekkert að borga. Þetta væri allt útlendingum að kenna. Og þeir væru að stela af okkur auðlindunum. En ég horfi á það að við áttum hafa eftirlit með þessu IceSave og brugðumst. Við höfum hagað okkur hér eins og vitleysingar. Heyrðir þú t.d. í gær að 42 þúsund einstaklingar eru með bílalán í erlendum gjaldeyri. Og það eru 72 þúsund bílar sem þetta fólk er með lán á? Hefur þú skoðað skuldir heimilana síðust 8 árin og séð að þær jukust um nokkur hundruð % á þeim tíma.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.7.2009 kl. 14:25

5 identicon

Amex (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband